Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 76

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 76
marianne e. klinke, arna hlín ástþórsdóttir, rakel gunnlaugsdóttir og jónína h. hafliðadóttir 76 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 Rammi 1 Mikilvægar staðreyndir um levódópalyf (Madopar, Sinemet, Stalevo) Saga levódópalyfjameðferðar ◆ fyrsti skammtur af levódópalyfjum var gefinn á Íslandi 1969. Áður en meðferð hófst var meðalævi sjúklinga með PV mun styttri heldur en nú á dögum. fólk með PV dó oft vegna fylgikvilla dópamínleysis sem ollu miklum stirðleika. Ómeðhöndluð einkenni leiddu til lungnabólgu af völdum ásvelgingar, falla, legu- sára, rúmlegu o.s.frv. ◆ Eftir að lyfjameðferð hófst með levódópalyfjum er ekki lengur marktækur munur á meðalævi þeirra sem eru með PV og þeirra sem eru án sjúkdómsins. fjölmörg önnur lyf hafa komið á markaðinn síðan þá en levódópa er enn þá langmikil- vægasta lyfið við PV. ◆ Þegar sjúklingur er vel meðhöndlaður með levódópalyfjum getur það dregið úr hreyfitruflunum og einnig fjölda ekki-hreyfieinkenna. Jafnvægi í lyfjameðferð ◆ Tímasetning lyfjagjafar skiptir gríðarlega miklu máli og sjúklingar verða fyrir verulegum óþægindum ef þeir fá ekki lyfin á réttum tíma. ◆ Virkni hverrar lyfjagjafar levódópalyfja er einstaklingsbundin og með tímanum dregur úr virkninni. Þess vegna er oft þörf á að minnka lyfjaskammta og dreifa þeim jafnar yfir sólarhringinn. algengt er að parkinsonssjúklingar þurfi levó- dópalyf 6–8 sinnum á dag. ◆ Mikilvægt er að gefa lyfin alltaf á réttum tíma. nauðsynlegt getur verið að stilla lyfjaáminningartæki, t.d. síma, á viðvörun til að tryggja að lyfjaskammtur gleym- ist ekki. ◆ fylgjast þarf með helstu aukaverkunum sem tengjast ofmeðhöndlun með levó- dópalyfjum, s.s. ofhreyfingum, lækkuðum blóðþrýstingi, rugli, ofskynjunum og ranghugmyndum. ◆ fylgjast þarf með helstu einkennum vanmeðhöndlunar með levódópalyfjum, s.s. stirðleika, skjálfta og versnun á öðrum hreyfieinkennum og aukinni tilhneigingu til að frjósa alveg, sem í daglegu tali er kallað að vera „off “. ◆ Skrá þarf einkenni tengd ofmeðhöndlun og vanmeðhöndlun með levódópa- lyfjum á eftirlitstöfluna sem er kölluð er „parkinsonsdagbók“ (hægt er að fá hana á göngudeild taugalækningadeildar). Sérstök varúð ◆ Varast þarf að gefa lyf sem hindra starfsemi levódópaviðtaka í heila (s.s. afipran, Phenergan, haldol) vegna þess að PV-einkenni sjúklinga geta versnað skyndi- lega. ◆ Ef lyfjagjöf er stöðvuð í lengri tíma, t.d. ef sjúklingur með PV þarf að fasta fyrir aðgerð eða rannsókn eða getur ekki tekið lyf um munn, getur það leitt til mjög alvarlegra veikinda, jafnvel lífshættulegs ástands (þetta á einkum við þá sem fá levódópalyf oft á dag og hafa haft sjúkdóminn í nokkur ár. Hvernig á að gefa levódópalyfin? ◆ Þar sem levódópa er uppbyggt eins og amínósýrur getur neysla próteinríkrar fæðu um leið og levódópa er tekið inn leitt til verri nýtingar á lyfinu. ◆ gefa skal levódópalyf ½ til 1 klst. fyrir mat, helst með vatnssopa, ávaxtasafa, ávaxtagraut eða eplamauki. ◆ haga skal máltíðum þannig að þær verði í fyrsta lagi 1 klst. eftir lyfjainntöku. ◆ Mylja má venjulegar töflur en ekki forðatöflur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.