Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 78

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 78
Þunglyndi almennt Einkenni, sem þurfa að vera til staðar þegar þunglyndi er al- mennt greint, eru að einstaklingurinn 1) hafi verið niðurdreg- inn eða hafi misst áhuga eða haft minni ánægju af daglegu lífi að lágmarki í tvær vikur samfellt, 2) sé daprari en honum er eðlilegt og 3) sinni mun minni félagslífi (í vinnu, á heimili eða í skóla) en áður (Swedo o.fl., 2013). Einnig þurfa fimm af níu eftirfarandi einkenna að vera til staðar nánast daglega: • Vera niðurdreginn eða bráðlyndur • hafa minni ánægju eða áhuga á flestum athöfnum • Mikil þyngdarbreyting (5%) eða breyting á matarlyst • Breytingar á svefni, ýmist svefnleysi eða aukin svefn - þörf • Breytingar á virkni, ýmist aukin virkni eða minnkuð virkni • Síþreyta eða orkuleysi • Sektarkennd án þess að ástæða sé til, eða tilfinning um að vera einskis virði • Erfiðleikar við að einbeita sér • Sjálfsvígs- eða sjálfsskaðahugsanir eða áform um slíkt Einkenni þunglyndis hafa mismikil áhrif á líf sjúklinganna og aðstandenda þeirra og fer það eftir alvarleika þunglyndisins, ásamt félagslegum, sálrænum og einstaklingsbundnum aðstæð - um. Þunglyndiseinkenni í parkinsonsveiki Þunglyndiseinkenni og andleg líðan hjá einstaklingum með PV sveiflast oft með lyfjaáhrifum og eru betri þegar lyfjaáhrif eru mikil en geta versnað á milli lyfjaskammta eða þegar lyfja- áhrifin dvína (ghaddar o.fl., 2015; Lee o.fl., 2015). Það bendir til að þunglyndi tengist á einhvern hátt sjúkdómnum sjálfum og ójafnvægi á taugaboðefnum. Einkenni þunglyndis og einkenni PV líta svipað út frá sjón- arhóli þeirra sem eru ókunnugir einkennum PV. Til dæmis eru hægar hreyfingar eitt megineinkenni PV en þær geta jafnframt verið einkenni um þunglyndi samkvæmt almennum greining- arviðmiðum (jankovic, 2008; Torbey o.fl., 2015). Önnur dæmi eru minnkuð svipbrigði í andliti, svefnerfiðleikar, þreyta, hæg hugsun, að vera seinn til svars, erfiðleikar við einbeitingu og minnkuð matarlyst (Dissanayaka o.fl., 2011). Við skimun eftir þunglyndi meðal einstaklinga með PV eru notaðir spurningalistar sem ekki hafa verið útbúnir sérstaklega fyrir þann sjúklingahóp. nýlega hafa Torbey og félagar (2015) mælt með annaðhvort hamilton Depression Scale 17 (haMD- 17) eða geriatric Depression Scale 15 (gDS-15) til þess að bera kennsl á þunglyndi hjá parkinsonssjúklingum. Þáttum, sem metnir eru með þessum tveimur spurningarlistum, er lýst í töflu 1. Eins og sést í töflu 1 er mjög mikil skörun á haMD-17 og einkennum PV. Þessi skörun virðist mun minni í gDS þar sem ekki er einblínt eins mikið á líkamleg einkenni. nýlega hefur verið tekin ákvörðun um að hjúkrunarfræðingar noti gDS- matskvarða til að meta þunglyndiseinkenni hjá sjúklingum með PV á göngudeild taugalækninga á Landspítala. Það að læra að lifa með PV tekur á og getur stuðlað að þunglyndi. Má þar nefna hvernig sjúklingi með PV gengur að sætta sig við sjúkdóminn og hvernig viðbrögð hann fær frá öðru fólki. Þær breytingar, sem hann þarf að gera til þess að aðlagast sjúkdómnum, geta haft djúpstæð áhrif, s.s. þegar hann í vaxandi mæli þarf að treysta á aðstoð frá sínum nánustu, þarf að hætta að vinna og getur ekki stundað áhugamál sem veita honum ánægju (Smith og Shaw, 2017). Einn parkinsonssjúkl- ingur hefur notað eftirfarandi myndlíkingu: Það er hægt að líkja sjúkdómnum við vængbrotinn fugl — þetta er sárt en ekki banvænt. Fuglinn getur enn hreyft sig og étið en hann er ekki jafn frjáls og áður og þarf að treysta á aðstoð frá öðrum“ (Smith og Shaw, 2017, bls. 17). Vegna þess að sjúklingar með PV verða oft að reiða sig á aðstoð frá öðru fólki, kemur ekki á óvart að þeir sem búa einir finni fyrir verri andlegri líðan en þeir sem búa með maka og/eða börnum (kadastik-Eerme o.fl., 2015). Enn fremur valda sí- versnandi sjúkdómseinkenni, eins og það að hafa ekki lengur stjórn á sínum eigin líkama og ófyrirsjánleiki einkenna frá klukkustund til klukkustundar, vanlíðan (ghaddar o.fl., 2015). Ég er fastur í eigin líkama … eins og ég hafi ekki vald yfir eigin lík- ama … mér líður eins og einhver annar hafi lagt undir sig líf mitt. (Parkinson’s Disease Society, 1993). rannsókn Oehlberg og félaga (2008) rímaði við ofannefnd orð en niðurstöður þeirra leiddu í ljós að mesti ótti parkinsons- sjúklinga var að missa stjórn á aðstæðum og standa andspænis þeirri óvissu að geta ekki hreyft sig að vild og lenda í alls kyns líkamlegum erfiðleikum. Þetta leiðir stundum til þess að ein- staklingurinn hikar við að fara út á meðal almennings. feimni við að láta ókunnuga verða vitni að hreyfitruflunum getur einnig leitt til einangrunar. Mörg dæmi eru um að annað fólk hafi álitið einkenni sjúkdómsins og aukaverkanir lyfjameð - ferðarinnar vera af völdum einhvers annars, t.d. áfengis (Maffoni o.fl., 2017; Soleimani o.fl., 2014). kynjamunur er á þáttum sem ýta undir þunglyndi einstak- linga með PV. konur hafa oftar greint frá að breyting á fram- komu, minna sjálfsálit, breyting á sjálfsvitund og minnkuð kynhvöt leiði til þunglyndis eða meiri depurðar (kritzinger o.fl., 2015; Valkovic o.fl., 2015). aftur á móti leiðir breyting á hlutverki innan fjölskyldunnar, á vinnu og öðru félagslegu sam- hengi oftar til depurðar og þunglyndis hjá körlum (kritzinger o.fl., 2015). Úrræði við þunglyndi fræðimenn, sem hafa greint niðurstöður rannsóknasafna, hafa mælt með sérsniðnum einstaklingsbundnum úrræðum, s.s. félagslegum stuðningi og viðtölum við sjúkling um hindranir sem hafa áhrif á þunglyndi. Markmið viðtalanna er að finna lausnir í stað þess að einblína á takmarkanir (garlovsky o.fl., 2016; Wu o.fl., 2017). Mikilvægt er að meðhöndla þætti sem geta ýtt undir vanlíðan einstaklinga og setja fram meðferð sem eykur getu þeirra til þess að fást við sjúkdómseinkennin. Þetta á við bæði hjá þeim sem eru í lyfjameðferð vegna þunglyndis marianne e. klinke, arna hlín ástþórsdóttir, rakel gunnlaugsdóttir og jónína h. hafliðadóttir 78 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.