Morgunblaðið - 02.11.2019, Síða 6
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hag-
stofunnar verður 1,7% hagvöxtur á
næsta ári. Gangi spáin eftir gætu
1.500 til 2.000 ný störf orðið til í
hagkerfinu á árinu 2020.
Þetta kemur fram í áætlun Karls
Sigurðssonar, sérfræðings hjá
Vinnumálastofnun, sem hann gerði
að beiðni Morgunblaðsins.
Karl segir aðspurður að störfum
muni fjölga í ár, þrátt fyrir samdrátt
í landsframleiðslu. Fyrstu 9 mánuði
ársins hafi 201.500 manns verið
starfandi, borið saman við 198.500 í
fyrra. Það eru 3.000 fleiri starfandi.
Á hinn bóginn sé spáð uppsögnum
á síðasta fjórðungi í ár. Að óbreyttu
sé því útlit fyrir að 1.000 til 1.500
störf verði til í hagkerfinu í ár.
Karl áætlar að 1.500 til 2.000 störf
verði til í hagkerfinu á næsta ári
miðað við að hvert prósent hagvaxt-
ar skili 0,5 til 0,6% fjölgun starfa.
Hagvöxtur sé þó misjafnlega
mannaflsfrekur, eftir því hvaða
geirar hagkerfisins eru í vexti.
Heldur ekki í við fjölgunina
Karl segir að þrátt fyrir þessa
fjölgun starfa á næsta ári muni at-
vinnuleysi á árinu aukast. Fjölgunin
sé enda minni en fyrirsjáanleg fjölg-
un fólks á vinnumarkaðsaldri.
Að mati Vinnumálastofnunar var
3,5% atvinnuleysi í september. Telur
Karl horfur á að það verði nær 4,1%
á næsta ári. Þess má geta að aðflutn-
ingur og brottflutningur fólks hefur
áhrif á hlutfall atvinnulausra. Alls
2.633 erlendir ríkisborgarar voru án
atvinnu í lok september sem sam-
svaraði um 37% allra atvinnulausra.
Gangi spáin eftir munu 33.500 til
34.500 störf hafa orðið til í
hagkerfinu árin 2012-2020.
Þetta eru háar tölur í sögulegu
samhengi. Eins og sjá má á grafi hér
er fjölgun starfa 2012-2020 um 50%
meiri en þensluárin 2005-2008.
Ingólfur Bender, aðalhagfræðing-
ur Samtaka iðnaðarins, segir laun-
þega í byggingariðnaði, sem starfa
við húsbyggingar, hafa verið 3%
færri í ágúst en árið áður.
„Það er okkar tilfinning að sam-
drátturinn muni halda áfram í vetur
a.m.k.,“ segir Ingólfur.
Samtök iðnaðarins hafi kallað eftir
því að hið opinbera auki fram-
kvæmdir í niðursveiflunni. Sam-
kvæmt þjóðhagsspánni muni fjár-
festing hins opinbera dragast saman
um 11,5% í ár en aukast um 4,5% og
7,5% næstu tvö ár. „Aukin fjárfest-
ing hins opinbera í innviðum vegur á
móti hægari vexti í fjármunamyndun
einkaaðila og hagkerfisins alls. Það
dregur úr niðursveiflunni og byggir í
leiðinni upp þennan mikilvæga þátt
hagvaxtar framtíðarinnar sem inn-
viðir eru,“ segir Ingólfur.
Hann minnir svo á að Hagstofan
hafi áður spáð 2,6% hagvexti á næsta
ári en spái nú 1,7% hagvexti.
Það hafi verið mat Samtaka iðn-
aðarins undanfarið að forsendur í
spám um hagvöxt á næsta ári hafi
verið bjartsýnar. Frekari hagstjórn-
araðgerða sé þörf ef stuðla eigi að
kröftugum bata. Horft er til frekari
lækkunar stýrivaxta og aðgerða í
opinberum fjármálum sem felist m.a.
í að draga úr álögum á íslensk fyrir-
tæki. Þannig verði stuðlað að bættri
samkeppnishæfni landsins.
Ör vöxtur á fyrri hluta árs
Yngvi Harðarson, hagfræðingur
og framkvæmdastjóri Analytica,
segir leiðandi hagvísi fyrirtækisins
benda til samdráttar í landsfram-
leiðslu á þriðja og fjórða fjórðungi í
ár miðað við fjórðunginn á undan.
Hins vegar geti orðið einhver vöxtur
á þessum fjórðungum frá fyrra ári.
„Ástæðan er sú að það var skarpur
vöxtur á fyrri hluta þessa árs. Þetta
þýðir að jafnvel þótt það verði sam-
dráttur frá fjórðungi til fjórðungs þá
verði ekki endilega samdráttur frá
fyrra ári. Það er hins vegar spurning
með fyrsta fjórðung á næsta ári, þá
gæti mögulega orðið samdráttur
bæði frá fjórðungnum áður og frá
fyrra ári,“ segir Yngvi og bendir á að
aðflutningur fólks geti haft áhrif á ís-
lenskan vinnumarkað á tímabilinu.
„Það er útlit fyrir áframhaldandi
aðflutning erlendra ríkisborgara á
næsta ári. Framundan eru stórfram-
kvæmdir á vegum ríkisins, á borð við
nýjan Landspítala, sem kalla á tals-
vert vinnuafl. Þar kemur erlent
vinnuafl að líkindum við sögu.“
Margt getur haft áhrif
Taka þurfi tillit til margra þátta
við mat á þróun á vinnumarkaði. Ný
störf henti atvinnulausum misvel. Til
dæmis sé óvíst að fólk sem missti
vinnuna við fall WOW air muni fara í
störf í byggingariðnaði. Ef áform um
ný flugfélög og til dæmis beint flug
frá Asíu gangi eftir muni það örva
vinnumarkaðinn, ekki síst hjá þeim
sem störfuðu í fluginu.
Samkvæmt þjóðhagsspánni verð-
ur 2,5% kaupmáttaraukning á næsta
ári og 2,7% aukning árið 2021.
Yngvi telur aðspurður að kaup-
máttur geti staðið í stað, eða aukist,
hjá þeim sem hafa vinnu. Verðbólgu-
horfur séu góðar og lítilsháttar
launahækkanir framundan.
Spá 1.500 til 2.000 nýjum störfum
Morgunblaðið/Hari
Byggt á Hlíðarenda Spáð er hagvexti árið 2020 eftir stutta niðursveiflu.
Rauntölur Lágspá Háspá VMST
8
6
4
2
0
-2
-4
-6
-8
-10
22.600 Fjölgun starfa 2005 til 2008 33.500-34.500
Áætlun um fjölgun starfandi 2012-2020*
*Áætlun Vinnumálastofnunar (VMST) fyrir 2019
og 2020. Miðað er við spá Hagstofunnar um 0,2%
samdrátt landsframleiðslu í ár og 1,7% hagvöxt 2020.
Heimild: Hagstofan og Vinnumálastofnun.
3.400
4.400
1.500
1.000
2.000
1.500
6.900
1.700
5.900
2.800
5.900
’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19* ’20*
-600
5.100
8.200 7.700
1.600
-600
0
-11.100
Þús.
starfa
Lágspá 2012-2020* Háspá 2012-2020*
Vinnumálastofnun áætlar að störfum fjölgi á næsta ári Það yrði 9. árið í röð sem störfum fjölgar
Verður þó undir fjölgun á vinnumarkaði SI kölluðu eftir frekari lækkun vaxta og skattalækkunum
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019
skoðið úrvalið á facebook
Þú getur pantað í gegnum Facebook síðu
okkar og fengið sent hvert á land sem er.
Opið: laugardag frá 10-18 – sunnudag frá 11-17
Vetrarfatnaður á g
óðu verði
Breytt og
bætt búð
Allir velkomnir
SKÓR, FATNAÐUR, ,LEIKFÖNG, HANDKLÆÐI, YOGA DÝNUR, BAKPOKAR, GÖNGUSTAFIR, ÍSBRODDAR, GLERAUGU, LOPI,
PRJÓNAR, NÁLAR, NEON VETTLNINGAR, GUMMITÚTTUR, SUNDGLERAUGU, SPIL, HÁRBURSTI, BENDLABÖND, VETTLINGAR,
HÚFUR, GJAFAPOKAR, KORT, NAGLAKLIPPUR, DÚKKUR, TÖSKUR, TÓBAKSKLÚTAR, NÆLONSOKKAR, SKÓHORN, INNLEGG,
BOLTAR, SÁPUKÚLUR, HLAUPASOKKAR, GJAFAVARA O.M.FL.
á frábæru verði – fyrir alla fjölskylduna
Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur
hjá Íslandsbanka, segir að ef spá
Hagstofunnar um fjárfestingu í
íbúðarhúsnæði gangi eftir muni
skapast jafnvægi á markaði.
Spáin fyrir næstu tvö ár sé í takt
við spá Íslandsbanka í þessu efni.
Hins vegar sé spá Hagstofunnar til
lengri tíma, eða til 2025.
„Ef spáin til 2025 gengur eftir
væri það heilbrigð þróun. Hún
myndi þá endurspegla stöðugleika
á framboðshliðinni en það væri nýtt
í hagsögunni. Horft til lengri tíma
hefur verið mikill óstöðugleiki í
framboði íbúðarhúsnæðis. Það
hefur enda sveiflast með hagkerf-
inu,“ segir Elvar Orri.
Fylgir fólksfjölgun
Hann bendir á að fólksfjölgun sé
lykilstærð hvað snertir eftirspurn
eftir íbúðarhúsnæði.
„Samkvæmt þjóðhagsspá Hag-
stofunnar mun íbúðafjárfestingin
aukast hraðar en fólksfjölgun í
landinu á sama tímabili. Á það ber
að líta að vísað er í brúttótölur um
íbúðafjárfestingu. Það er til dæmis
ekki tekið tillit til húsnæðis sem á
að rífa,“ segir Elvar Orri og bendir
á lýðfræðilegar breytingar.
„Við erum sem þjóð að eldast og
með hærra hlutfall fólks á efri ár-
um. Fleiri búa einir en áður. Fæð-
ingartíðnin er að lækka og fjöl-
skyldustærðin að minnka. Því
þyrfti að byggja fleiri íbúðir jafnvel
þótt landsmönnum myndi ekki
fjölga,“ segir Elvar Orri.
Spurningin á fasteignamarkaði
sé hvort byggt sé í samræmi við
þörf. Rætt sé um að spurn eftir
minnstu íbúðum hafi mögulega
verið ofmetin.
Stuðlar að jafnara
framboði íbúða
Framboðið umfram fólksfjölgun
Spá um fjárfestingu
í íbúðarhúsnæði
2018-2025*
Magnbreyting frá
fyrra ári (%)
*2023-2025 er framreikningur. Heimild: Hagstofa Ísl.
’18 ’19 ’20 ’21 ’22 ’23 ’24 ’25
16,2% 17%
4,5%
7,8% 5% 3,4%
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar (SAF), segir útlit fyrir
frekari uppsagnir í greininni út árið.
Hvað gerist eftir áramót velti mikið
á framboði á flugi til Íslands. Rætt
sé um ný flugfélög, beint flug til As-
íu og að Max-þotur komi í notkun.
Viðbúið sé að nóvember og des-
ember verði nú erfiðir mörgum
ferðaþjónustufyrirtækjum. Einhver
félög séu búin með lausafé eftir
sumarið og fari jafnvel í þrot. Mörg
segi upp nokkrum starfsmönnum
til að hagræða en lítið beri á því.
Minna framboð verði á flugi í
vetur, t.d. frá N-Ameríku, en í fyrra.
Alls hafi um 2.500 störf tapast í
ferðaþjónustu í ár vegna falls
WOW air, launahækkana og ann-
arra ytri þátta í rekstrinum. Áður
hafi verið áætlað að störfum í
ferðaþjónustu og tengdum grein-
um myndi fækka um 2.500 til
3.500 eftir fall WOW og vegna
erfiðara rekstrarumhverfis. Niður-
sveiflan sé því hingað til mildari en
spáð var en þróun næstu mánaða
muni hafa mikið að segja um fram-
haldið.
Óvissa um næsta ár
STÖRF Í FERÐAÞJÓNUSTU