Morgunblaðið - 02.11.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.11.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 Audi Q5 TFSI e er knúinn rafmótor sem dregur allt að 40 km. skv. WLTP. Þú getur farið flestra þinna ferða í borginni eingöngu knúinn rafmagni. Vertu velkomin/nn í reynsluakstur. Tilkomumikið útlit, framsækin tækni og kraftur. HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is / 590 5000 Q5 TFSI e með kynningarpakka verð 9.990.000 kr. Skoðaðu sýningarsalinn okkar á netinu á www.hekla.is/audisalur Nýr & rafmagnaður Audi Q5 TFSI e. SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Veitingastaðnum Icelandic Fish & Chips við Tryggvagötu var lokað í byrjun mánaðar. Tilkynnt var um lokunina með stuttri orðsendingu á Facebook-síðu staðarins og þar með lauk þrettán ára rekstrarsögu í mið- borg Reykjavíkur. Staðurinn naut frá upphafi vinsælda en sérstaða hans fólst í heilsusamlegu hráefni; fiskur var til að mynda steiktur í speltdeigi og reiddur fram með sér- gerðum skyrsósum sem gerðar voru á staðnum. Ekkert svigrúm til hækkana Stofnandinn og einn eigenda, Erna Guðrún Kaaber, hefur ákveðið að snúa sér að öðru. Hún segir að rekstrarumhverfi veitingastaða sé erfitt um þessar mundir. „Við höfum verið með sama verð á matseðlinum síðan 2015. Það hefur ekki verið neitt svigrúm til hækkana,“ segir Erna. „Við erum búin að vera að horfa á versnandi afkomu í einhverja mán- uði. Sumarið var ansi lélegt, mun verra en við áttum von á. Það hefur nú oft verið þannig að sumarmán- uðirnir hafa verið drýgri en hinir þó það hafi breyst mikið á undan- förnum árum með vetrarferða- mennskunni.“ „Það hefur allt hækkað“ Að mati Ernu er helsti vandinn við að reka veitingastað í dag hækk- un opinberra gjalda síðustu ár. „Opinberar álögur hafa aukist gríðarlega á liðnum árum og manni finnst eins og við séum bara að fylla á þá sjóði sem tæmdust 2008. Hækkun á framlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði er komin upp úr öllu valdi og á sama tíma er ótrúlegt að tryggingagjald skuli ekki hafa lækk- að. Svo er það atvinnutrygginga- gjald, ábyrgðarsjóður launa, mót- framlag atvinnurekenda og hækkanir greiðslna í stéttarfélög. Það hefur allt hækkað. Á sama tíma og álögur hafa hækkað á atvinnu- rekandann hefur dregið úr því sem kemur í launaumslag fólks. Niður- staðan er því að við höfum þurft að notast við færra starfsfólk en þegar ég var að byrja með staðinn. Maður getur ekki sagt að þetta sérstaka fyrirkomulag ýti undir atvinnu- rekstur.“ Alið á vantrausti og misklíð Hún segir að ekki hafi verið gam- an að reka fyrirtæki á liðnum mán- uðum. „Það hefur verið leiðinda- andrúmsloft í samfélaginu. Þessi nýi tónn í verkalýðsforystunni elur á vantrausti og misklíð. Það er ekki gaman að starfa í þeim anda. Á köfl- um finnst mér eins og það fólk viti ekki um hvað það er tala. Þetta er í það minnsta ekki fólk sem þekkir til rekstrar.“ Of mikið af veitingastöðum Ýmislegt annað spilar inn í að sögn veitingamannsins. Til að mynda sé of mikið framboð á veit- ingastöðum í Reykjavík. Hún kveðst raunar furða sig á áætlunum um opnun nýrra mathalla og veitinga- staða í tómu húsnæði í borginni. „Ég skil ekki hvaða vegferð það er,“ segir Erna. Betri ferðamenn í dag Hún segir að góður straumur við- skiptavina hafi verið á staðnum allt fram á síðasta dag. „Bretar voru þakklátustu kúnnarnir. Við fengum líka stóra hópa af Frökkum. Sam- setning viðskiptavinanna hefur breyst. Bandaríkjamenn hafa komið og farið en nú eru fleiri Kínverjar en áður. Eftir þær aðlaganir sem við höfum þurft að ganga í gegnum í ferðamannabransanum finnst mér eins og ég kannist betur við þann hóp sem hingað kemur í dag. Þetta er betur menntað fólk og tekju- hærra. Það kemur líka fram við starfsfólk af meiri virðingu,“ segir Erna Guðrún Kaaber. Opinberar álögur aukist mikið  Vinsælum veitingastað í miðborginni lokað eftir þrettán ár í rekstri  Eigandinn segir rekstur erf- iðan þegar opinber gjöld hafa hækkað upp úr öllu valdi  Skynjar leiðindaandrúmsloft í samfélaginu Morgunblaðið/Styrmir Kári Búið spil Erna Guðrún Kaaber stofnaði Icelandic Fish & Chips árið 2006. Staðnum var lokað í byrjun mánaðar og hún ætlar að setjast á skólabekk. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hefur mikil hreyf- ing verið á veitingamarkaði síð- asta árið. Í ágúst greindi blaðið frá því að síðasta árið hefðu samtals um 40 staðir hætt eða hafið starf- semi í Reykjavík. Á þessu ári hefur mörgum þekktum veitingastöðum verið lokað. Af þeim má nefna Essensia, Nonnabita, Aalto bistro, Boston, Ostabúðina, Skelfiskmarkaðinn, Mikkeller & friends, Systur og fyrr- verandi Michelin-staðinn Dill sem reyndar verður opnaður á ný í Kjörgarði. Þá hefur verið talsverð hreyfing á plássunum í mathöllunum við Hlemm og á Granda, veitingastaðir hafa hætt en nýir komið í staðinn. Skellt í lás á þekktum stöðum MIKIL HREYFING Á VEITINGAMARKAÐI Í REYKJAVÍK Morgunblaðið/Hari Farinn Nonnabita hefur verið lokað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.