Morgunblaðið - 02.11.2019, Side 18

Morgunblaðið - 02.11.2019, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is ÚR BÆJARLÍFINU Gunnar Kristjánsson Grundarfirði Loksins virðist hilla undir lausn á bílastæðamálum við Kirkju- fell. Nýtt plan vestan við núverandi bílastæði var tilbúið og malbikað síðla sumars en tenging þess við þjóðveginn beint inn á blindhæð reyndist hættuspil svo Vegagerðin lagðist undir feld og nú fyrir skömmu kom lausnin. Að taka niður hæðina var dagskipunin og viti menn, stórvirkar vinnuvélar eru teknar til við það verk. Það verður svo seinni tíma vandamál hvernig snjóalög leggjast. Kannski er bara hætt að snjóa.    Forseti Íslands Guðni Th. Jó- hannesson og eiginkona hans Eliza Reid komu í opinbera heimsókn til Grundarfjarðar sl. fimmtudag. Heimsóttu þau allar helstu stofn- anir bæjarins og auk þess skoðuðu þau Hátæknifrystihús Grun hf. og nýjan bát Fisk Seafood/Soffaníasar Cecilssonar hf. Farsæl þar sem þau fóru alla leið niður í vélarúm. Um miðjan dag sátu þau ör- ráðstefnuna „Sjávarútvegurinn í samtímanum“ í Sögumiðstöð þar sem forsvarsmenn fiskvinnslunnar á staðnum ásamt formanni stjórnar Svæðisgarðsins og verkefnisstjóra fóru yfir möguleika fiskvinnslufyrir- tækja á Snæfellsnesi í samtíð og framtíð með samvinnu fyrirtækj- anna og ferðaþjónustunnar að leiðarljósi. Að lokum var boðið til kaffi- samsætis í Sögumiðstöð þar sem forsetahjónunum voru færðar gjafir til minningar um heimsóknina þar sem í merktum taupoka frá Kven- félaginu Gleym mér ei mátti finna verk eftir grundfirska listamenn.    Framkvæmdir við lengingu Norðurgarðs í Grundarfirði eru komnar á fullt skrið en fyrir skömmu var undirritaður verk- samningur við Borgarverk ehf. sem átti lægsta tilboð af fimm sem bár- ust í útboði í september sl., um 247 milljónir kr. eða 0,6% yfir kostn- aðaráætlun verksins. Verkið felst m.a. í að byggður verður 90 m langur brimvarnar- garður, en lengingin er í heild 130 metrar. Reknar verða niður 122 stálþilsplötur ásamt fleiri verkþátt- um. Vegagerðin hannaði lengingu hafnargarðsins og sá um útboðs- gerð, en Efla verkfræðistofa gerði útboðsgögn fyrir rekstur stálþilsins. Vegagerðin aðstoðar Grundarfjarð- arhöfn við verkeftirlit. Byggingu garðsins skal lokið eigi síðar en 15. janúar 2020, en verkinu á að fullu að vera lokið 1. júní 2020. Lokaáfangi við lengingu garðs- ins verður svo að steypa þekju, leggja lagnir og setja upp lýsingu á lengdum garði og verður það boðið út og unnið síðla á næsta ári. Stálið er komið á hafnarbakkann var skip- að upp í vikunni og senn hefjast grjótflutningar Borgarverks um Grundargötuna niður á höfn en efn- ið er sótt í land Grafar rétt austan við bæinn.    Klifurhús hefur bæst í afþrey- ingarmöguleika Grundarfjarðar. Það er Skátahöfðinginn Marta Magnúsdóttir sem komið hefur þessum frábæra möguleika á fót, en auk þess er í Klifurhúsinu að finna golfhermi fyrir þá sem æfa vilja sveifluna. Forsetahjónin kynntu sér aðstöðuna hjá Mörtu þegar þau voru í heimsókn á fimmtudag en ekki fer sögum af klifri þeirra. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður Verktakar að störfum í blindhæðinni ofan við bílaplan sem gert var við rætur Kirkjufells. Blindhæð tekin niður vegna bílaplans við Kirkjufell yrði sem sett voru fyrir úthlutun fjárins hefðu ekki verið uppfyllt og var 10 milljóna króna styrkurinn formlega felldur niður sem og fyrsti hluti styrksins til byggingar kirkj- unnar. Sóknarnefndin sætti sig ekki við það og hafa deilur hennar við þjóð- Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Deilur sóknarnefndar og bygging- arnefndar Stórólfshvolssóknar og þjóðkirkjunnar um útgreiðslu styrkja til byggingar nýrrar kirkju á Hvolsvelli eru ekki enn útkljáðar. Nú hefur sóknar- og byggingar- nefndin stefnt biskupi Íslands, fyrir hönd kirkjunnar, öðru sinni til að fá hnekkt úrskurðum kirkjunnar í málinu. Sóknarnefnd Stórólfshvolssóknar hefur í nokkur ár undirbúið bygg- ingu nýrrar kirkju á Hvolsvelli. Sveitarstjórn Rangárþings eystra tók frá lóð á besta stað, við þjóð- veginn í gegnum þorpið, og byrjað var að teikna. Felldu styrkina niður Sóknarnefndin fékk 4,5 milljóna króna styrk frá þjóðkirkjunni fyrir átta árum og loforð um 10 milljónir til viðbótar úr jöfnunarsjóði til undirbúningsvinnu. Þá lofaði kirkj- an samtals 80 milljónum kr. fram- lagi til byggingar kirkjunnar sem átti að rísa á árunum 2012 til 2015. Þjóðkirkjan greiddi ekki styrkina út og þegar gengið var eftir undir- búningsframlaginu var sagt að skil- kirkjuna síðan verið fyrir úrskurð- ar- og áfrýjunarnefndum, sitt á hvað, og fyrir dómstólum. Biskupi stefnt á ný Málið stendur þannig núna, eftir því sem næst verður komist, að Þjóðkirkjunni ber ekki að greiða út 10 milljóna króna undirbúnings- styrkinn, samkvæmt úrskurði áfrýj- unarnefndar þjóðkirkjunnar frá því í ágúst í sumar, þar sem öllum kröfum Stórólfshvolssóknar var hafnað. Sóknar- og byggingarnefndin sætti sig ekki við þau málalok enda telja þær að miklir ágallar séu á málsmeðferð áfrýjunarnefndarinnar og hafa stefnt biskupi fyrir héraðs- dóm til ógildingar úrskurðarins. Því er meðal annars haldið fram að ekki hafi verið rétt staðið að mál- skoti til áfrýjunarnefndar og það hafi að auki verið gert of seint. Þá er því haldið fram að tveir nefndar- menn hafi verið vanhæfir til að taka þátt í meðferð málsins og borið að víkja sæti vegna afskipta af málinu á fyrri stigum þess. Málið var þingfest 24. október sl. Undirbúningur að byggingu kirkjunnar liggur niðri meðan á málaferlum stendur. Deilur um Hvolsvallarkirkju enn á ný fyrir dómstóla  Sóknarnefnd fær ekki styrki sem Þjóðkirkjan hafði lofað Hvolsvöllur Gamla kirkjan, Stórólfs- hvolskirkja, er í útjaðri þorpsins. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Fyrirhugaðar breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak, sem fela í sér að ÁTVR beri að hafa sam- ráð við sveitarstjórnir um val á stað- setningum vín- búða, boða afturhvarf til póli- tískra og gamalla tíma. Þetta kem- ur fram í umsögn ÁTVR um fyrir- hugað frumvarp sem lagt er fram af þingmönnun- um Bryndísi Har- aldsdóttur, Ólafi Þór Gunnarssyni og Willum Þór Þórssyni. „ÁTVR leggst gegn breytingunni af þremur meginástæðum; í fyrsta lagi telur fyrirtækið breytinguna óþarfa, í öðru lagi telur fyrirtækið tillöguna, ef hún næði fram að ganga, vera afturhvarf til pólitískra afskipta og gamalla tíma og loks telur fyrir- tækið tillöguna geta falið í sér ákveðna lagalega áhættu, ef horft er til nútíma viðskiptahátta og þróunar samkeppnisréttar og reglna um opinber innkaup,“ segir í umsögn- inni sem undirrituð er af Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR. Þar er ennfremur rakið að við- komandi sveitarstjórn geti sett fram sín sjónarmið varðandi staðsetningu verslunar, enda þurfi ÁTVR að sækja um leyfi til rekstrar hjá sveit- arfélaginu. ÁTVR hafi átt í góðum samskiptum við sveitarstjórnir og erfitt sé að sjá „að lögbinding ein- hvers óljóss samráðsferlis, með enn óljósari niðurstöðu, þjóni einhverj- um tilgangi og gæti beinlínis verið skaðleg hagsmunum ÁTVR,“ segir ennfremur. Þá er rakið að ÁTVR leigi á flest- um stöðum húsnæði undir vínbúðir. Í samráði við Ríkiskaup sé auglýst eft- ir tilboðum í að leigja fyrirtækinu hentugt húsnæði á skilgreindu versl- unarsvæði samkvæmt deiliskipulagi. Leiguverð vegi vitaskuld þungt. „Ef sveitarstjórnir gætu þrengt möguleika fyrirtækisins á því að leita hagstæðustu lausna, að öllu öðru gættu, væri vissulega stigið skref aftur á bak,“ segir í umsögn- inni. „Meðan nánari útfærslur liggja ekki fyrir verður ekki annað séð en að pólitísk inngrip í staðsetningu vínbúða, á hvaða stigi málsins sem þau ættu sér stað, gætu skapað rík- inu bótaskyldu.“ ÁTVR vill ekki pólitísk afskipti  Á móti samráði við sveitarstjórnir Ívar J. Arndal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.