Morgunblaðið - 02.11.2019, Page 23

Morgunblaðið - 02.11.2019, Page 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR • Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré • Mikið úrval efna, áferða og lita • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokks- ins, sagði í gær að hann vildi mynda bandalag með Íhaldsflokknum í þing- kosningunum í Bretlandi 12. desem- ber ef Boris Johnson forsætisráð- herra félli frá samningnum um útgöngu landsins úr Evrópusam- bandinu. Forystumenn Íhaldsflokks- ins hafa sagt að þeir vilji ekki kosn- ingabandalag með Brexit-flokknum. Farage sagði þegar hann hóf kosn- ingabaráttu Brexit-flokksins að hann vildi mynda „útgöngubandalag“ með Íhaldsflokknum á næstu tveimur vik- um ef Johnson félli frá brexit-samn- ingnum sem forsætisráðherrann náði við leiðtoga ESB áður en boðað var til kosninganna. Johnson ákvað að slá umræðu þingsins um samninginn á frest eftir að neðri deild þess hafnaði tillögu hans um að þingið afgreiddi frumvarpið á þremur dögum til að tryggja að Bretland gæti gengið úr ESB 31. október. Þráteflið á þinginu í brexit-deilunni varð til þess að ESB- ríkin samþykktu beiðni þingsins um að fresta útgöngunni í allt að þrjá mánuði, eða til 31. janúar. Óttast að atkvæði brexit-sinna dreifist Farage sagði að ef Johnson sam- þykkti bandalagið myndi Brexit- flokkurinn aðeins bjóða fram í um 150 kjördæmum þar sem Verkamanna- flokkurinn hefði verið með mikið fylgi og sigurlíkur Íhaldsflokksins væru minnstar. Ef forsætisráðherrann hafnaði tilboðinu myndi Brexit-flokk- urinn bjóða fram í öllum kjördæm- unum í Englandi, Skotlandi og Wales. Farage sagði að flokkarnir tveir hefðu ekki hafið viðræður um málið en nokkrir embættismenn stjórnar Íhaldsflokksins væru hlynntir slíku bandalagi. Fréttaskýrandi dagblaðsins The Telegraph sagði að forystumenn Íhaldsflokksins hefðu ítrekað hafnað þeim möguleika að mynda kosninga- bandalag með flokki Farage og ólík- legt væri að Johnson félli frá samn- ingnum. Farage er mjög umdeildur stjórnmálamaður og hugsanlegt er að bandalag með honum fæli kjósendur á miðjunni frá því að kjósa Íhalds- flokkinn, að mati fréttaskýranda AFP. Sumir breskir íhaldsmenn ótt- ast hins vegar að ef flokkur Farage býður fram í öllum kjördæmunum geti það orðið til þess að atkvæði brexit-sinna skiptist á flokkana tvo og komið í veg fyrir að Íhaldsflokkurinn fái meirihluta á þinginu, að sögn BBC. Farage gagnrýndi útgöngusamn- inginn og sagði að forsætisráð- herrann hefði átt að standa við loforð sitt um að Bretland gengi úr Evrópu- sambandinu 31. október. Samningur- inn væri ekki í samræmi við vilja bresku þjóðarinnar í atkvæðagreiðsl- unni í júní 2016 þegar útgangan var samþykkt. Hann hvatti Johnson til að hefja viðræður við ESB um fríversl- unarsamning sem yrði líkur við- skiptasamningi sambandsins við Kanada frá árinu 2017. Ef samkomu- lag næðist ekki í viðræðunum fyrir 1. júlí á næsta ári ætti Bretland að ganga úr ESB án samnings, þannig að reglur Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar giltu um viðskipti milli Bret- lands og ESB-ríkja. „Ég tel að það væri fullkomlega skynsamlegt,“ sagði Farage. „Það væri hið eina sanna brexit.“ Farage gagnrýndi einnig Verka- mannaflokkinn fyrir „fullkomin og al- ger svik við brexit“ og sagði að flokk- ur sinn myndi leggja áherslu á að ná sætum af Verkamannaflokknum í kjördæmum þar sem margir kjósend- ur hans greiddu atkvæði með út- göngu úr ESB. Flest þessara kjör- dæma eru í miðhéruðum og norðurhluta Englands. Sagður torvelda samning við Bandaríkin Nigel Farage ræddi við Donald Trump í útvarpsþætti í fyrrakvöld og bandaríski forsetinn ráðlagði honum að taka höndum saman við Boris Johnson í kosningabaráttunni því að bandalag þeirra yrði „óstöðvanlegt afl“. Trump hvatti einnig Johnson til að falla frá brexit-samningnum og sagði að „ákveðnir þættir“ hans yrðu til þess að Bandaríkin gætu ekki gert viðskiptasamning við Bretland. Um- mælin voru óljós og virtust vera við- vörun til Johnsons um að viðræðurn- ar um viðskiptasamning yrðu flóknar og Bretar myndu þurfa að fallast á til- slakanir, að sögn fréttaskýranda The Financial Times. Talsmaður breska forsætisráðuneytisins áréttaði að brexit-samningurinn við ESB gerði Bretlandi kleift að gera fríverslunar- samninga við önnur ríki. Trump gagnrýndi einnig Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokks- ins, og sagði að hann yrði „mjög slæmur fyrir landið“ kæmist hann til valda í kosningunum. Corbyn sagði á Twitter að Trump væri „að reyna að hafa afskipti af kosningum í Bretlandi til að hjálpa vini sínum Boris Johnson að ná kjöri“. Talið er ólíklegt að forystumenn Íhaldsflokksins telji afskipti forsetans vera gagnleg fyrir flokkinn því að Trump er mjög óvinsæll í Bretlandi, að sögn The Financial Times. Sam- kvæmt könnun YouGov hafa tveir þriðju Breta neikvæð viðhorf til Trumps. Vill bandalag ef Boris Johnson fellur frá brexit-samningnum  Talið er ólíklegt að forsætisráðherra Bretlands gangi að skilyrði Nigels Farage Vill „útgöngubandalag“ Nigel Farage (t.v.) segir Brexit-flokkinn vilja bandalag með Íhaldsflokknum í kosning- unum 12. desember ef Boris Johnson forsætisráðherra (t.h.) fellur frá brexit-samningnum við Evrópusambandið. AFP 11 prósentustiga munur » Meðalfylgi Íhaldsflokksins í síðustu könnunum er 36,1% og fylgi Verkamannaflokksins 24,9% að því er fram kemur á vefnum BritainElects. » Meðalfylgi Frjálslyndra demókrata, er 17,8% og Brexit-flokksins 11,2%. Franska götulistafyrirtækið La Machine sýnir svonefndan Calais-dreka á götu í borginni Calais í norðanverðu Frakklandi. Drekinn er tíu metra hár, gerður úr stáli og útskornum viði. Hann reis úr sjónum og fer um götur borgarinnar á þriggja daga sýningu sem hófst í gær. Drekinn verður áfram til sýnis í borginni og búist er við að hann dragi að sér marga ferðamenn. AFP Dreki rís úr sæ í Calais Mannréttindasamtök á Spáni hafa mótmælt dómi dómstóls í Barcelona sem sýknaði fimm karlmenn af ákæru um að hafa nauðgað 14 ára stúlku til skiptis á þeirri forsendu að hún hefði verið meðvitundarlaus og þeir hefðu því ekki þurft að beita ofbeldi. Mennirnir voru dæmdir í 10-12 ára fangelsi fyrir kynferðislega misbeitingu en hefðu þeir verið fundnir sekir um nauðg- un hefðu þeir fengið 15-20 ára fangelsisdóm. Skv. spænskum lög- um þarf gerandi að beita ofbeldi eða nauðung til að hægt sé að skil- greina verknaðinn sem nauðgun. 14 ÁRA STÚLKU NAUÐGAÐ Sýknaðir af nauðgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.