Morgunblaðið - 02.11.2019, Síða 27

Morgunblaðið - 02.11.2019, Síða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 Íslendingar eru eina Norður-landaþjóðin sem tekur þátt íÓlympíumóti 16 ára og yngrisem fram fer í Corum í Tyrk- landi þessa dagana. Alls hófu 48 sveitir keppni og A-Evrópuþjóðir setja sterkan svip á mótið. Lið Aserbaídsjan og Kasakstan voru í efsta sæti eftir fimmtu umferð sem fram fór í gær, bæði með 9 stig. Ís- lenska sveitin sem er skipuð Vigni Vatnari Stefánssyni, Stephani Briem, Oliver Aroni Mai, Benedikt Briem og Batel Goitom hefur hlotið 5 stig og 10 ½ vinning eftir 3:1-sigur á Makedóníu í gær og sigur yfir Taí- landi í 4. umferð. Sveitin var í 26. sæti og teflir við Kanada í dag. Þessi mót eru góður skóli fyrir okkar yngstu skákmenn og Tyrkir sem hafa haldið þau undanfarin ár gera það vel. Vopnaskak Tyrkja undanfarið hefur sennilega átt þátt í því að nær allar V-Evrópuþjóðirnar sitja heima en þegar friðvænlegar horfði ákvað SÍ að sniðganga ekki mótið. Samt er loft lævi blandið; Ísr- aelsmenn mættu til að tefla við Írak í fyrstu umferð en þeir síðarnefndu létu ekki sjá sig. Vignir Vatnar, Stephan Briem og Batel Goitom voru með á ólympíu- mótinu í fyrra og eru þau öll reynsl- unni ríkari. Vignir hefur hlotið 4 vinninga af 5 mögulegum, Stephan Briem 3½ vinning og bróðir hans Benedikt hefur einnig staðið sig vel. Hann tefldi skínandi vel í gær: Ol 16 og yngri; 5. umferð: Kristijan Velkovskí – Benedikt Briem Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. exd5 Dxd5 5. Rgf3 cxd4 6. Bc4 Dd8 7. 0-0 Rc6 8. Rb3 a6 9. Rbxd4 Rxd4 10. Rxd4 Dc7 11. Bb3 Bd6 12. h3 Re7!? Athyglisverð leikáætlun sem Benedikt hefur lengi lumað á. Yfir- leitt er riddaranum valinn staður á f6. 13. He1 0-0 14. Be3 Rg6 15. De2 Bh2+ 16. Kh1 Bf4 17. Had1 b5 18. Bxf4 Rxf4 19. De5 Dxe5 20. Hxe5 Bb7 21. f3 Hfd8 22. c3 Hd6 23. Hee1 Had8 24. a3 h5! Svarta staðan er heldur betri því erfitt er að eiga við riddarann á f4 og peðameirihlutinn á kóngsvæng er ógnandi. 25. h4 Rg6! Vinnur peðið. 26. Bc2 Rxh4 27. Kh2 g6 28. Kg3 Rf5+ 29. Bxf5 gxf5 30. Hc1 Kg7 31. Hh1 Kg6 32. Hce1 He8 33. f4 f6 34. Hhf1 Be4! Hægt og bítandi hefur svartur náð að bæta stöðu sína. 35. Hd1 Hed8 36. Hde1 e5 37. Rb3 Hd3+ 38. Kh2 H8d5 39. Hf2 h4 40. Hee2 Nú er allt til reiðu fyrir lokaatlög- una. 40. … h3! 41. gxh3 Hd1 42. Rd2 Hh1+ 43. Kg3 Hd3+ 44. Rf3 Bxf3 45. Hxh3 Hxh3+ – og hvítur gafst upp. Gott hand- bragð hjá þessum unga manni. Úkraínumenn og Rússar efstir á EM í Batumi Íslenska landsliðið sem lýkur í dag keppni á EM landsliða Í Batumi í Georgíu og er skipað þeim Hannesi Hlífari Stefánssyni, Guðmundi Kjartanssyni, Braga Þorfinnssyni, Helga Áss Grétarssyni og Degi Ragnarssyni hefur aldrei náð sér á strik hvað sem veldur og tap í gær fyrir Hvíta Rússlandi, 1½ :2½, gerði endanlega út um vonir manna að við- unandi sæti næðist. Hægt er að lesa ýmislegt úr úr frammistöðu einstakra liðsmanna, t.d. hefur enginn hefur teflt af ör- yggi sem er nauðsynlegt í flokka- keppnum. Guðmundur Kjartansson er sá eini sem hefur bætt ætlaðan árangur sinn. Það er alveg magnað að liðsmenn hafa aðeins unnið eina skák með hvítu en tapað sjö sinn- um. Fyrir lokaumferðina eru Úkraínu- menn og Rússar efstir með 13 stig en Englendingar voru í 3. sæti með 12 stig. Íslendingar sátu í 35. sæti af 40 þátttökuþjóðum með 6 stig. Íslenska liðið stendur sig vel á ÓL 16 ára og yngri Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is 30. september sí- ðatliðinn birtist greinarkorn eftir mig í Morgunblaðinu. Þar var spurt hvort framkvæmdum við meðferðarkjarna (MFK) LSH hefði seinkað um ár á fyrsta ári fram- kvæmdanna. Ástæðan spurning- arinnar var að í út- boðsgögnum vegna jarðvinnu- framkvæmda við MFK sem hófust vorið 2018 og nú eru í gangi er skýrt tekið fram að hluta af útgreftrinum fyrir MFK skuli lokið 1. júní 2019 þannig að verktakinn sem steypa á upp bygginguna geti hafið fram- kvæmdir 1. júlí 2019. Þessu marki er enn ekki náð, né uppsteypan hafin. Í fyrri viku birtust tvær fréttir um málið, ein í Morgunblaðinu 12. október og önnur í Frétta- blaðinu 16. október, sem varpa nokkru ljósi á málið. Í Morg- unblaðsfréttinni segir fram- kvæmdastjóri NLHS að upp- steypa húss fyrir MFK muni hefjast 1. apríl 2020, þ.e. níu mánuðum seinna en skilyrt var í fyrrnefndum útboðsgögnum. Í Fréttablaðinu, sem byggir á upp- lýsingum frá byggingarstjórn nýs Landspítala, er staðhæft að jarð- vinna sé á eftir áætlun en sagt að það komi ekki að sök. Enn frem- ur er þar bent á að: „Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði á þingi í fyrra að nýjar byggingar Landspítala við Hring- braut kosti samtals rúma 54,5 milljarða króna. Áætluð verklok 2024.“ Nú er vissulega komin frekari hreyfing á málið því með bréfi dagsettu 15. október 2019 og meðfylgjandi forvalsgögnum er lysthafendum boðið til forvals á uppsteypu MFK. Gögnunum skal skilað inn til opnunar fyrir 16. desember 2019. Niðurstaða for- vals verður kynnt 6. janúar 2020. Meðal margra upp- lýsinga í gögnunum skal uppsteypu MFK lokið 2022, en fram- kvæmdum við MFK, sem jú er kjarni hins nýja sjúkrahúss, skal lokið 2025, þ.e. einu ári á eftir miðað við upprunalega áætlun. Eins og fyrr var nefnt í grein Morgunblaðsins 12. október er áætlað að uppsteypan hefjist 1. apríl 2020. Það er nánast föst regla að seinki byggingarframkvæmdum aukist kostnaður við framkvæmd- ina. Fróðlegt verður því að sjá hvað 54,5 milljarðarnir sem ráð- herra upplýsti á Alþingi hafa vaxið næst þegar málið verður nefnt þar. Ekki verður síður áhugavert að fylgjast með hvernig tímamörk þau sem að ofan greinir standast. Við, tilvonandi notendur nýja spítalans, vonum það besta og að Elli kerling verði ekki búin að koma okkur á bæði hné áður en hann tekur til starfa. Nóg er þörfin ef marka má umsagnir starfsfólks í hjúkrunargeiranum. Það hlýtur að undra hvernig núverandi staða er komin upp. Nú þykir hæfilegt að senda fram forvalsgögn 15. október 2019, fyr- ir framkvæmd sem á að hefjast í apríl. 2020. Var enginn sem gerði sér grein fyrir því í lok 2018 að gögn til að hefja steypuvinnu í MFK á miðju ári 2019 voru hvergi nærri tilbúin? Árs seinkun á bygg- ingu nýs Landspítala Eftir Sigfús Thorarensen » Áhugavert verður að fylgjast með hvernig þau tímamörk sem nefnd eru í greininni standast. Sigfús Thorarensen Höfundur er verkfræðingur og hefur starfað sem verktaki í yfir 40 ár. sigfusthor@outlook.com Eyjólfur Jónsson fæddist 31. október 1869 á Kóngsparti í Sandvík í Norðfjarðarhreppi. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þorvaldsson og Gróa Eyjólfs- dóttir. Eldri bróðir Eyjólfs var Stefán Th. Jónsson, kaupmaður og útgerðarmaður á Seyðisfirði. Eyjólfur nam klæðskeraiðn í Stafangri í Noregi og síðan ljós- myndun í Kaupmannahöfn. Hann stofnaði ljósmyndastofu á Seyðisfirði 1893 og rak þar klæðskeraverkstæði að auki. Ljósmyndir Eyjólfs sýna líf fólks á Seyðisfirði og í nær- sveitum á uppgangstímanum um aldamótin 1900. Hluti ljós- myndasafns hans er varðveittur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og á Þjóðminjasafninu en hluti þess brann og miklu var auk þess fargað. Eyjólfur sat í bæjarstjórn 1901-1937. Þegar Íslandsbanki var stofnaður 1904 varð hann útibússtjóri á Seyðisfirði. Hann var skipaður sænskur vararæð- ismaður fyrir Austurland árið 1921. Eyjólfur hlaut fálkaorð- una og einnig hina sænsku Nordstjärnorðu. Fyrri eiginkona Eyjólfs var Guðný Sigmundsdóttir, þau áttu eina dóttur, og seinni kona Eyjólfs var Sigríður Jensdóttir ljósmyndari og þau áttu fimm börn. Eyjólfur lést 29.6. 1944. Merkir Íslendingar Eyjólfur Jónsson SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is fimmtudaginn 28. nóvember Við komum víða við í ár, heimsækjum fjölda fólks og verðummeð fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Morgunblaðsins kemur út Jólablað Morgunblaðið/Heimasíða Þungt hugsi. Ísland vann Taíland í 4. umferð Ólympíumóts 16 ára og yngri. Alexander Oliver Mai, Stephan Briem og Vignir Vatnar við taflið í Tyrklandi. Vantar þig pípara? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.