Morgunblaðið - 02.11.2019, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 02.11.2019, Qupperneq 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 Við erum öll einstök Valur eignast systkini bbbnn Texti Helga Sigfúsdóttir. Myndir Jóhanna Þorleifsdóttir. Sæmundur, 2019, 22 bls. Valur er fimm ára strákur sem hefur lengi langað í lítið systkini og loksins rætist draum- urinn. Þegar hann hittir litla bróður í fyrsta skipti tekur hann hins vegar eftir svolitlu skrýtnu. Litli bróðir er með dálítið öðruvísi vör. Með aðstoð for- eldra sinna lærir Valur hvers vegna bróðir hans lítur svona út. Höfundur bókar- innar, Helga Sigfúsdótt- ir, er móðir fimm ára drengs með skarð í vör og góm. Bókin er svar hennar til yngri fjöl- skyldumeðlima og allra þeirra sem hafa spurn- ingar um hvað felst í því að vera með skarð í vör. Jóhanna Þorleifsdóttir myndskreytir söguna og færist það vel úr hendi. Teikning- arnar eru einfaldar í takt við söguþráðinn. Valur eignast systkini er kærkomin viðbót í hóp þeirra bóka þar sem farið er yfir þær breytingar sem fylgja því að eignast lítið systkini. Tilfinningum á borð við reiði, hræðslu, forvitni og ást eru gerð góð skil. Tilgangur bókarinnar er fallegur og skilar sér vel til lesenda. Bókin er ætluð allra yngstu lesendum til 12 ára. Boðskapur sögunnar kemst vel til skila og hentar fullkomlega þeim lesendum sem þurfa að fræðast um skarð í vör en er engu að síður kærkomin fræðsla til annarra með þeim mikilvægu skilaboðum að öll erum við einstök á okkar hátt. Það er hins vegar spurning hvort bókin nái til jafns breiðs lesendahóps og henni er ætlað. Yngsta kynslóðin kynnist Vigdísi á dásamlegan hátt Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann bbbbn Texti og myndir Rán Flygenring. Angústúra 2019, 38 bls. Fyrir hvert selt eintak af bókinni Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann verður gróð- ursett tré í samstarfi við Yrkjusjóð Vigdísar og Skógræktarfélag Íslands. Ef þetta fær ekki hina fullorðnu til að kaupa bókina fyrir yngstu kynslóðina þá veit ég ekki hvað. Eða jú, bókin fjallar um Vigdísi Finnbogadóttur, fyrstu konuna sem varð forseti. Í öllum heim- inum. Rán Flygenring skrifar og teiknar. Frá- sögnin hefst á því að upprennandi rithöfundur (Rán á sínum yngri árum?) bankar upp á hjá frú Vigdísi Finnbogadóttur og býður sér í kaffi því hún ætlar að skrifa bók um fyrstu konuna í heiminum sem kosin var forseti. Í heimsókninni verður stúlkan margs vísari um frumkvöðulinn Vigdísi og forsetahlutverkið. Hún rekst líka á alvöru sverð frá Finnlandi, lær- ir hrafl í frönsku og kemst að því að einu sinni bjuggu kindur í Reykjavík. Rán er afar vandvirk í frásögn sinni og henni tekst nánast að koma hverju einasta smáatriði í ferli Vigdísar fyrir í bókinni, meira að segja lopakjóllinn, lopapeys- an og jafnvel blómvöndurinn eru á sínum stað þegar Vigdís er hyllt á svölunum á heimili sínu daginn sem hún er kjörin forseti. Titill bókarinnar er svo einlægur og fallega barnslegur: Fyrsti konuforsetinn. Fyrstu sex ár ævi minnar var Vigdís forseti og ég hefði svo sannarlega viljað að þessi bók hefði verið komin til sögunnar á þeim tíma. Ekki það að doðrantur Páls Valssonar, sem Rán styðst einmitt við, var afar fróðleg lesning í forseta- kúrs í Háskóla Íslands sem ég tók hjá Guðna Th. Jóhannessyni (sem var þó ekki orðinn for- seti þá) um árið. Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann er uppfull af fróðleik um kjarnakonuna Vigdísi sem hefur kennt íslensku þjóðinni svo ótal margt. Arfleifð hennar mun svo sannarlega skila sér til komandi kynslóða með þessari framúrskarandi frásögn. Rán hefur fyrir löngu sýnt að hún er einn fremsti teiknari landsins en hér sýnir hún að hún er líka góð sagnakona. Rótlaus moldvarpa, syngjandi mýs og fótboltaóðir broddgeltir Róta rótlausa bbbmn Texti og myndir Ólöf Vala Ingvarsdóttir. Sæmundur, 2019, 22 bls. Róta rótlausa er þriðja barnabók Ólafar Völu Ingvarsdóttur. Frú Rótalín moldvarpa lifir áhyggjulausu lífi í holu sinni í Rósahéraði. Lífið gengur sinn vanagang og hún gerir viku- þrifin á heimilinu líkt og sannur áhrifavaldur í nútímasamfélagi. En þegar hún eignast ná- granna, smjattandi kanínufjölskyldu, breytist allt. Gulrætur, sem Rótalín hefur aldrei gefist kostur á að smakka, eru uppáhalds matur kanínufjölskyldunnar og afbrýðisemin kemur róti á líf frú Rótalín. Hún grípur því til þess ráðs að pakka niður föggum sínum og flytja með sér á stórri (á moldvörpumælikvarða) trékerru í leit að nýjum heimkynnum. Svo fer að hún finnur nýja holu en þá taka bara við ný vandamál svo hún flytur aftur. Rótleysið verður algjört og hún er búin að týna hamingjunni. Að lokum rennur það upp fyrir henni að grasið er ef til vill ekki grænna hinu megin og því er endanlega svarað þegar hún flytur aftur í gömlu holuna og nágrann- arnir í kanínufjölskyldunni fagna henni. Ver- aldarflakkið borgaði sig kannski eftir allt saman en það skilar frú Rótalín góðum vinum, allt frá fótboltaóðum broddgöltum til syngjandi músa. Það er ekki annað hægt en að lýsa nánast öllum söguþræðinum, frásögnin er svo lifandi og skemmtileg og er það ekki síst að þakka myndskreytingunum, sem eru í höndum sagnakonunnar, sex barna móður. Það fer ekki milli mála að hún hefur gert sitt allra besta til að skapa skapandi og frjótt um- hverfi fyrir börn sín. Róta rótlausa sem þurfti bara gulrætur eft- ir allt saman er litrík og lifandi barnabók fyrir börn á öllum aldri. Texti á hverri síðu er í lengri kantinum fyrir þau allra yngstu, en á sama tíma er svo margt myndrænt að gerast á hverri opnu að það ætti að halda litlum aug- um áhugasömum. Verðugur arftaki Stafakarlanna Stórhættulega stafrófið bbbbb Texti Ævar Þór Benediktsson. Myndir Bergrún Íris Sævarsdóttir. Mál og menning, 2019, 42 bls. Stórhættulega stafrófið er í einu orði sagt stórkostleg. Enda kannski ekki við öðru að búast þegar Ævar Þór Benediktsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir sameina krafta sína. Aðalsöguhetjan Fjóla á í stökustu vandræð- um með stafina og hreinlega hræðist þá. Dag einn þegar henni leiðist í sumarfríinu ákveður hún að halda tombólu. Þegar hún gengur í hús og safnar dóti á tombóluna áttar hún sig á því að hún er stödd í forvitnilegri götu þar sem húsin minna á bókstafi. Þegar líða fer á frásögnina fer ekki á milli mála að Fjóla er stödd í Stafrófsstræti, þar sem íbúarnir eru hver öðrum skrýtnari. Af- skaplega almennilegur aðalsmaður með af- skrúfað höfuð, græn geimvera með gervigubb og innipúki sem hlær illkvittnislega og gefur innyfli á tombóluna eru meðal furðuvera sem Fjóla rekst á og þær eru hver annarri skemmtilegri. Lestur bókarinnar er ein stór skemmtun frá upphafi til enda og það er óhætt að segja að það var kominn tími á nýja bók þar sem töfraheimar stafrófsins eru kynntir fyrir byrj- endum í lestri. Stafakarlarnir eftir Bergljótu Arnalds, sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma, eru orðnir rúmlega tuttugu ára gamlir og stafrófskver Bergrúnar og Ævars er kær- komin viðbót í bókaflokkinn sem hentar yngstu les- endunum. Bókin er líka stórsniðug til að kynna stafina fyrir allra yngstu les- endunum. Sonur minn, þriggja ára, tók ást- fóstri við Stórhættulega stafrófið frá fyrstu mínútu. Ég rogaðist heim með ágætan stafla af barna- og unglingabókum (kannski ekki al- veg jafn stóran og má sjá hér að ofan) en skrímslið, vampíran, draugurinn og Ævar vís- indamaður á kápu bókarinnar vöktu strax mikla lukku. Sá stutti er einnig hugfanginn af söguþræð- inum og má þar einna helst nefna ískyggilegu konuna með ísinn og nornina með barnanefin og næturgagnið sem segist ekki vera nirfill sem eru í miklu uppáhaldi. Það verður þó að viðurkennast að það er ákveðinn tungubrjótur fyrir foreldrana að lesa bókina og góð æfing í að tala skýrt og gott mál. Niðurstaðan er því sú að allir græða. Háttatíminn verði líka til- hlökkunarefni og nú þarf ekki að svæfa gutt- ann lengur þar sem bókin er í lengri kant- inum fyrir þau allra yngstu og hann er ýmist sofnaður í k-inu, r-inu eða einstaka sinnum æ- inu. Stórhættulega stafrófið sýnir og sannar að stafirnir eru miklu meira en bara strik á blaði en það er engin ástæða til að hræðast þá, síð- ur en svo. Bergrún og Ævar hugsa líka fyrir öllu, aftast í bókinni er að finna orðalista yfir allar teikningarnar í bókinni og þá má ekki gleyma því að litli bróðir Fjólu sýnir stórleik í Stórhættulega stafrófinu. Stórhættulegir stafir sem segja stór- skemmtilegar sögur Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar barnabækur Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Teikning/Bergrún Íris Skemmtun Nornin með barnanefin og næturgagnið sem segist ekki vera nirfill er ein teikn- inga Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur í Stórhættulega stafrófinu. Hvað knýr konu áframþegar tilgangur lífsinsreynist falskur? Ogkannski verra, hvað ef tilganginum er náð? Ólíkt gildismat hjónanna Guð- bjargar og Ástþórs er rauði þráð- urinn í bókinni Raunverulegt líf Guðbjargar Tómasdóttur. Bókin geymir endurminningar Guðbjarg- ar, frá þeim tíma er hún var hálf- atvinnulaust ljóðskáld og glímdi við efasemdir um sumar, en þó ekki allar, þær ákvarðanir sem höfðu leitt hana á þann stað. Þegar sögusvið bókar er jafn- nærri manni og hér er ekki ann- að hægt en að reyna að sjá sjálfan sig í hverri persónu. Það er auðvelt að setja sig í spor Guðbjargar og reyndar einnig eig- inmannsins, sem heldur framhjá með nemanda sínum, Matthildi, að því er virðist bara því hann getur það. Hann er eitthvað svo aumkunar- verður, og háskólaneminn dular- fullur, að það er ekki annað hægt en að samsama sig þeim báðum og vona að framhjáhaldið gangi sem allra best, þótt það sé reyndar nokkuð sem ég á alveg ógert. Auðvitað gengur það ekki eftir. Matthildur hverfur úr sögunni og lesandinn er skilinn eftir ráðþrota með spurningar um hana og hvarf- ið, sem aldrei fást nein svör við. Þetta gremst þeim sem eru vanir alvitrum sögumanni, en við hin lær- um að lifa með þessu. Verra er að sitja eftir með spurningar um Guð- björgu sjálfa, sem tekst á við áföll með undraverðum hætti án þess að hún sjái ástæðu til að rekja það ferli í endurminningunum. Raunverulegt líf Guðbjargar Tómasdóttur er fyrsta skáldsaga höfundar. Það væri ofsögum sagt að segja að textinn bæri þess merki, en hann líður þó stundum fyrir einhæfar lýsingar (ég missti tölu á hve margar aðgerðir sögu- persóna voru tilgerðarlausar) og furðulegar líkingar. Hvað þýðir það annars að fjarlægjast raunveruleik- ann eins og veglaust haf? Fjarlæg- ist einhver veglaust haf, eða fjar- lægist veglaust haf raunveru- leikann? Þrátt fyrir það flæðir textinn og höfundi tekst oft að koma tilfinn- ingum sögupersóna og vandræða- legum orðaskiptum þeirra að án þess að þurfa að eyða í það orðum sögumanns. Fyrir vikið er bókin hraðlesin, dálítið eins og veglaust haf. Frumraun í lagi! Ólíkt gildismat rauði þráðurinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Frumraun Raunverulegt líf Guðbjargar Tómasdóttur er fyrsta skáldsaga Þórarins Þrándarsonar og segir frá ólíku gildismati hjóna. Skáldsaga Raunverulegt líf Guðbjargar Tómasdóttur bbbbn Eftir Þórarin Örn Þrándarson. Bókabeitan gefur út. 217 bls. innb. ALEXANDER GUNNAR KRISTJÁNSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.