Morgunblaðið - 19.12.2019, Page 1

Morgunblaðið - 19.12.2019, Page 1
F I M M T U D A G U R 1 9. D E S E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  298. tölublað  107. árgangur  BINDUR MIKLAR VONIR VIÐ JAPANSMARKAÐ FRÁSAGNIR AF SUMAR- DVÖL Í SVEIT ÆVISTARFIÐ DRIFIÐ AF ANDRÍKI OG HUGSJÓN DAGLEGT LÍF 12 AF LISTUM 82-83ARI EDWALD 30-32 Bjúgnakrækir kemur í kvöld 5 dagartil jóla jolamjolk.is  Ekkert banaslys hefur orðið á sjó meðal lögskráðra íslenskra sjó- manna það sem af er árinu. Það gæti því orðið sjötta árið og það þriðja í röð, sem ekkert slíkt slys verður í flotanum. Árið 2008 var fyrsta árið án banaslyss á lögskráðum sjómönn- um og árin 2011, 2014, 2017 og 2018 fylgdu í kjölfarið. Góður árangur í baráttu fyrir auknu öryggi og fækkun banaslysa á sjó hefur víða vakið athygli. Marg- ir samverkandi þættir eru að baki, að mati Jóns Arilíusar, rannsóknar- stjóra hjá RNS. »52 Árið enn án bana- slyss í flotanum Óveðrið sem geisaði á landinu öllu í síðustu viku setti strik í reikninginn hjá starfsfólki Íslandspósts sem hefur í nógu að snúast í desembermánuði. „Það varð til þess að við urðum svolítið eftir á en við erum búin að ná því upp núna og gengur alveg ljómandi vel þrátt fyrir mikið magn í pípunum,“ segir Halla Garðarsdóttir, for- stöðumaður póstmiðstöðvar Íslandspósts. Guðrún Birta Pét- ursdóttir (t.v.) og Sara Dís Rúnarsdóttir (t.h.) höfðu því í nógu að snúast þegar ljósmyndari leit við í gær. Morgunblaðið/Eggert Komust fljótt aftur á beinu brautina eftir óveðrið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Breytt nálgun dómaranefndar gæti haft áhrif á málsmeðferðina fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Yfir- deild dómstólsins tekur Landsrétt- armálið fyrir í febrúar. Eiríkur Elís Þorláksson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, er þessarar skoðunar. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að nefnd sem fjallar um hæfi dómara hafi áður notað reiknilíkan. Með því hafi um- sækjendur fengið tiltekin stig byggð á starfsreynslu án þess að fram færi efnislegt mat á þekkingu og getu umsækjenda. Vægast sagt gagnrýniverð „Sú aðferð, sem notuð var í vinnu dómnefndar til að fjalla um hæfi dómara í Landsrétt þegar sá dóm- stóll var settur á fót, var vægast sagt gagnrýniverð. Má segja að umsögn dómnefndarinnar hafi gert það að verkum að ferlið gat aldrei gengið upp í tilviki skipanar dómara við Landsrétt. Ráðherra var settur í mjög erfiða stöðu eftir að umsögnin lá fyrir þar sem gert var upp á milli umsækjenda með stigakerfi þar sem skeikaði oft brotabroti,“ segir Eirík- ur Elís. Nefndin breyti eðlilega um aðferðafræði telji hún að sú fyrri gangi ekki upp eins og virðist vera. Umboðsmaður Alþingis rannsak- ar nú stigagjöfina en honum bárust kvartanir frá umsækjendum um stöðu dómara, þó ekki við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra í mars eftir að dómur féll gegn ríkinu hjá neðri deild Mannréttindadómstól Evrópu í landsréttarmálinu. Ekki hefði verið farið að reglum við skipan dómara. Dómsmál í nýju ljósi  Ný nálgun dómefndar gæti haft áhrif á landsréttarmálið  Forseti lagadeildar HR segir mikla ágalla á dómaravalinu MHringekja hjá dómaranefnd … »10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.