Morgunblaðið - 19.12.2019, Page 11

Morgunblaðið - 19.12.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 Félagið Minjar og saga heldur aðalfund sinn í dag, fimmtudag, kl. 12 í fundarsal Þjóðminjasafns- ins við Suður- götu 41. Á dagskránni verða almenn að- alfundarstörf. Einnig mun Steinar J. Lúðvíksson flytja erindi en hann hefur nýlega sent frá sér bókina Halaveðrið mikla, sem fjallar um mannskæðar hamfarir sem gengu yfir Ísland í febrúar árið 1925. Þá fórust um 80 manns til sjós og lands. Sérfræðingar í veður- vísindum, m.a. Trausti Jónsson veð- urfræðingur, hafa talað um að óveðrinu sem geisaði á landinu í síðustu viku megi að nokkru líkja við veðurskilyrðin sem sköpuðust í febrúar árið 1925. Félagsmenn Minja og sögu eru hvattir til að mæta í dag en einnig verður hægt að skrá sig í félagið á fundinum, segir í tilkynningu. Halaveðrið rætt í dag Steinar J. Lúðvíksson Náttúrufræðingurinn Hjörleifur Guttormsson hlaut Minjavernd- arviðurkenningu Minjastofnunar Íslands 2019 á ársfundi stofnunar- innar fyrir skömmu. Viðurkenn- ingin er veitt einstaklingi, fyrir- tæki, stofnun, sveitarfélagi eða öðrum, sem skarað hefur fram úr á einhvern hátt á sviði minjaverndar á Íslandi. Á vef Minjastofnunar kemur fram að Hjörleifur hlaut viðurkenn- inguna „fyrir ötult starf í þágu minjaverndar um áratuga skeið“. Hjörleifur lærði náttúrufræði í Þýskalandi og á fjölbreyttan starfs- feril að baki. Hann var meðal ann- ars þingmaður og ráðherra, sinnti landbúnaðarstörfum, skógrækt og landmælingum. „Hjörleifur hefur beitt sér ötullega í þágu náttúru- verndar og sat í Náttúruvernd- arráði um tíma auk þess sem hann stofnaði og rak Náttúrugripasafnið í Neskaupsstað,“ segir enn fremur á vefnum. Skrif og skráning vega þungt Safnastofnun Austurlands, regn- hlífarsamtök safna á vegum sveit- arstjórna á Austurlandi, voru stofn- uð 1972 að frumkvæði Hjörleifs, sem var stjórnarformaður stofn- unarinnar fyrstu sex árin. Hann beitti sér fyrir húsvernd á Austur- landi, fékk meðal annars Hörð Ágústsson til að skrá og meta gömlu húsin á Seyðisfirði, og vann að friðun Löngubúðar á Djúpavogi. Hjörleifur hefur skrifað mikið um fornleifar og örnefni og átt sam- vinnu um skráningu þeirra við ýmsa fornleifafræðinga. „Um- hyggja Hjörleifs og seigla hans við að skrifa og miðla upplýsingum um fornleifar á Austurlandi og þáttur hans í fornleifaskráningu er ein af meginástæðum þess að hann hlýtur minjaverndarviðurkenningu Minja- stofnunar árið 2019,“ segir jafn- framt um heiðrunina. Hjörleifur heiðraður fyrir starf í þágu minjaverndar Ljósmynd/Minjastofnun Íslands-María Gísladóttir Viðurkenning Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, og Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur við útnefninguna.  Fékk Minjaverndarviðurkenningu Minjastofnunar 2019 Allt um sjávarútveg DRAUMAJÓLAGJÖFIN GLÆSILEG ULLARKÁPA Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook 12.900,- 7.900,- Kjólar & túnikur Str. 40/42-56/58  Fleiri litir Jólafín Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarka hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í fyrir jólin Guð blessi ykkur öll Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Flott jólaföt, fyrir flottar konur Ármúla 44, 108 Reykjavík s. 562 6062 Kjólar, peysur, skór, töskur Gjöfin hennar fæst hjá okkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.