Morgunblaðið - 19.12.2019, Síða 11

Morgunblaðið - 19.12.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 Félagið Minjar og saga heldur aðalfund sinn í dag, fimmtudag, kl. 12 í fundarsal Þjóðminjasafns- ins við Suður- götu 41. Á dagskránni verða almenn að- alfundarstörf. Einnig mun Steinar J. Lúðvíksson flytja erindi en hann hefur nýlega sent frá sér bókina Halaveðrið mikla, sem fjallar um mannskæðar hamfarir sem gengu yfir Ísland í febrúar árið 1925. Þá fórust um 80 manns til sjós og lands. Sérfræðingar í veður- vísindum, m.a. Trausti Jónsson veð- urfræðingur, hafa talað um að óveðrinu sem geisaði á landinu í síðustu viku megi að nokkru líkja við veðurskilyrðin sem sköpuðust í febrúar árið 1925. Félagsmenn Minja og sögu eru hvattir til að mæta í dag en einnig verður hægt að skrá sig í félagið á fundinum, segir í tilkynningu. Halaveðrið rætt í dag Steinar J. Lúðvíksson Náttúrufræðingurinn Hjörleifur Guttormsson hlaut Minjavernd- arviðurkenningu Minjastofnunar Íslands 2019 á ársfundi stofnunar- innar fyrir skömmu. Viðurkenn- ingin er veitt einstaklingi, fyrir- tæki, stofnun, sveitarfélagi eða öðrum, sem skarað hefur fram úr á einhvern hátt á sviði minjaverndar á Íslandi. Á vef Minjastofnunar kemur fram að Hjörleifur hlaut viðurkenn- inguna „fyrir ötult starf í þágu minjaverndar um áratuga skeið“. Hjörleifur lærði náttúrufræði í Þýskalandi og á fjölbreyttan starfs- feril að baki. Hann var meðal ann- ars þingmaður og ráðherra, sinnti landbúnaðarstörfum, skógrækt og landmælingum. „Hjörleifur hefur beitt sér ötullega í þágu náttúru- verndar og sat í Náttúruvernd- arráði um tíma auk þess sem hann stofnaði og rak Náttúrugripasafnið í Neskaupsstað,“ segir enn fremur á vefnum. Skrif og skráning vega þungt Safnastofnun Austurlands, regn- hlífarsamtök safna á vegum sveit- arstjórna á Austurlandi, voru stofn- uð 1972 að frumkvæði Hjörleifs, sem var stjórnarformaður stofn- unarinnar fyrstu sex árin. Hann beitti sér fyrir húsvernd á Austur- landi, fékk meðal annars Hörð Ágústsson til að skrá og meta gömlu húsin á Seyðisfirði, og vann að friðun Löngubúðar á Djúpavogi. Hjörleifur hefur skrifað mikið um fornleifar og örnefni og átt sam- vinnu um skráningu þeirra við ýmsa fornleifafræðinga. „Um- hyggja Hjörleifs og seigla hans við að skrifa og miðla upplýsingum um fornleifar á Austurlandi og þáttur hans í fornleifaskráningu er ein af meginástæðum þess að hann hlýtur minjaverndarviðurkenningu Minja- stofnunar árið 2019,“ segir jafn- framt um heiðrunina. Hjörleifur heiðraður fyrir starf í þágu minjaverndar Ljósmynd/Minjastofnun Íslands-María Gísladóttir Viðurkenning Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, og Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur við útnefninguna.  Fékk Minjaverndarviðurkenningu Minjastofnunar 2019 Allt um sjávarútveg DRAUMAJÓLAGJÖFIN GLÆSILEG ULLARKÁPA Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook 12.900,- 7.900,- Kjólar & túnikur Str. 40/42-56/58  Fleiri litir Jólafín Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarka hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í fyrir jólin Guð blessi ykkur öll Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Flott jólaföt, fyrir flottar konur Ármúla 44, 108 Reykjavík s. 562 6062 Kjólar, peysur, skór, töskur Gjöfin hennar fæst hjá okkur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.