Fréttablaðið - 28.12.2019, Page 16

Fréttablaðið - 28.12.2019, Page 16
Ég held að það verði sterkari áhersla á gott hráefni, einfalda og sjálf bæra matargerð sem meðal annars felst í að nota meira af því sem vex villt í náttúrunni,“ segir Böðvar Darri Lemacks, yfirkokk- ur og eigandi Krösts, og Osteria Emiliana á Hlemmi um strauma og stefnur í matargerð á næsta ári. „Einnig að við munum hér á Íslandi reyna að rækta meira sjálf af því sem við notum. Við höfum framúrskarandi aðstæður með allt þetta rafmagn, ennþá frekar óspillt land sem gott er að beita búfé á og besta matreiðslufólk í heimi. Fólk sem kann á þetta frábæra hráefni,“ bætir hann við. Böðvar segist hafa matreitt fjöl- breyttan mat yfir hátíðarnar. „Ég er sjálfur hrifnastur af tvíreyktu hangikjöti með laufabrauði,“ segir hann og segist einnig hrifinn af því að reiða fram humarsúpu og sívin- sælan hamborgarhrygg á þessum árstíma. Böðvar deilir með lesendum uppskrift að sósu með hátíðar- steikinni sem er í uppáhaldi hjá honum. – kbg Góð sósa með hátíðarsteikinni Kjúklingasoð 1 lítri Rauðvín 300 ml Laukur 1 stykki Sellerí 50 g Gulrætur 150 g Tómat-paste 20 g Beikon 50 g Salt / pipar Skalottlaukur fínskorinn, 1 stykki 2 appelsínur, safinn og hýði, rifið Púðursykur 120 g Sérríedik 2 msk. Smjör 40 g Grænmeti og beikon brúnað og sett í kjúklingasoðið og rauðvínið sem er soðið niður um 2/3. Kryddi og tómatpaste sett út í (allt nema appelsínan, sykurinn og smjörið). Grænmetið sigtað frá, smjöri, sykri og appelsínu bætt við. Soðið í 5 mínútur. Villt og sjálfbært Böðvar Darri Lemacks matreiðslumaður spáir enn sterkari áherslu á einfalda og sjálfbæra matargerð á árinu 2020. Böðvar Lemacks við sósugerðina. Hann spáir miklum vexti í matargerð þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni og gott hráefni sem vex villt í náttúrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á síðasta ári voru gríðarvinsæl-ar svokallaðar búddha-skál-ar, sriracha og súrsað græn- meti. Kyrrahafs- og grænmetisfæði var í deiglunni og meiri áhersla á sjálf bærni. Matarspekúlantar víða um heim eru sammála um það að áherslurnar verði dramatískari með hverju árinu. Þá muni einnig verða vin- sælt fæði sem er á mörkum matar og fæðubótarefni. Reyktar kolkrabbapylsur? BBC nefnir áframhaldandi vinsæld- ir lúxus sjávarfæðis og að þróun á slíkum vörum í matargerð verði framandi.  Sjávarfæði verði reykt og súrsað og verði í sífellt meira mæli verkað eins og kjöt. CBD-kokteilar og kökur Matarspekúlantar BBC nefna einn- ig CBD í matargerð  til sögunnar. CBD-olía er extrakt eða útdráttur úr kannabisplöntu og inniheldur efnið kannabídíól. Efnið hefur öðl- ast gríðarlegar vinsældir, einn af hverjum tíu Bretum var talinn hafa notað einhvers konar vöru sem inniheldur CBD í október á þessu ári. Efnið er notað í alls kyns krem, te og olíur til að bera á líkamann en nú er því spáð að það verði notað í  f leiri drykki, kökur og  almennt í matargerð. „Kannabis er hið nýja grænkál,“ hefur BBC eftir Rich Woods, öðrum eiganda London Scout-barsins. Eldheitt og kóreskt: Gochujang Aðdáendur eldheitra chili-sósa geta líka tekið gleði sína. Vefsíðan Eat- this.com segir frá því að árið 2020 verði vinsæl kóresk sósa, Gochujang, chilimauk sem er gert úr gerjuðum soja- baunum. Maukið er mjög vinsælt að nota til mar- i n e r - ingar, í súpur og fleira. Hvað borðum við árið 2020? 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.