Fréttablaðið - 28.12.2019, Síða 16

Fréttablaðið - 28.12.2019, Síða 16
Ég held að það verði sterkari áhersla á gott hráefni, einfalda og sjálf bæra matargerð sem meðal annars felst í að nota meira af því sem vex villt í náttúrunni,“ segir Böðvar Darri Lemacks, yfirkokk- ur og eigandi Krösts, og Osteria Emiliana á Hlemmi um strauma og stefnur í matargerð á næsta ári. „Einnig að við munum hér á Íslandi reyna að rækta meira sjálf af því sem við notum. Við höfum framúrskarandi aðstæður með allt þetta rafmagn, ennþá frekar óspillt land sem gott er að beita búfé á og besta matreiðslufólk í heimi. Fólk sem kann á þetta frábæra hráefni,“ bætir hann við. Böðvar segist hafa matreitt fjöl- breyttan mat yfir hátíðarnar. „Ég er sjálfur hrifnastur af tvíreyktu hangikjöti með laufabrauði,“ segir hann og segist einnig hrifinn af því að reiða fram humarsúpu og sívin- sælan hamborgarhrygg á þessum árstíma. Böðvar deilir með lesendum uppskrift að sósu með hátíðar- steikinni sem er í uppáhaldi hjá honum. – kbg Góð sósa með hátíðarsteikinni Kjúklingasoð 1 lítri Rauðvín 300 ml Laukur 1 stykki Sellerí 50 g Gulrætur 150 g Tómat-paste 20 g Beikon 50 g Salt / pipar Skalottlaukur fínskorinn, 1 stykki 2 appelsínur, safinn og hýði, rifið Púðursykur 120 g Sérríedik 2 msk. Smjör 40 g Grænmeti og beikon brúnað og sett í kjúklingasoðið og rauðvínið sem er soðið niður um 2/3. Kryddi og tómatpaste sett út í (allt nema appelsínan, sykurinn og smjörið). Grænmetið sigtað frá, smjöri, sykri og appelsínu bætt við. Soðið í 5 mínútur. Villt og sjálfbært Böðvar Darri Lemacks matreiðslumaður spáir enn sterkari áherslu á einfalda og sjálfbæra matargerð á árinu 2020. Böðvar Lemacks við sósugerðina. Hann spáir miklum vexti í matargerð þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni og gott hráefni sem vex villt í náttúrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á síðasta ári voru gríðarvinsæl-ar svokallaðar búddha-skál-ar, sriracha og súrsað græn- meti. Kyrrahafs- og grænmetisfæði var í deiglunni og meiri áhersla á sjálf bærni. Matarspekúlantar víða um heim eru sammála um það að áherslurnar verði dramatískari með hverju árinu. Þá muni einnig verða vin- sælt fæði sem er á mörkum matar og fæðubótarefni. Reyktar kolkrabbapylsur? BBC nefnir áframhaldandi vinsæld- ir lúxus sjávarfæðis og að þróun á slíkum vörum í matargerð verði framandi.  Sjávarfæði verði reykt og súrsað og verði í sífellt meira mæli verkað eins og kjöt. CBD-kokteilar og kökur Matarspekúlantar BBC nefna einn- ig CBD í matargerð  til sögunnar. CBD-olía er extrakt eða útdráttur úr kannabisplöntu og inniheldur efnið kannabídíól. Efnið hefur öðl- ast gríðarlegar vinsældir, einn af hverjum tíu Bretum var talinn hafa notað einhvers konar vöru sem inniheldur CBD í október á þessu ári. Efnið er notað í alls kyns krem, te og olíur til að bera á líkamann en nú er því spáð að það verði notað í  f leiri drykki, kökur og  almennt í matargerð. „Kannabis er hið nýja grænkál,“ hefur BBC eftir Rich Woods, öðrum eiganda London Scout-barsins. Eldheitt og kóreskt: Gochujang Aðdáendur eldheitra chili-sósa geta líka tekið gleði sína. Vefsíðan Eat- this.com segir frá því að árið 2020 verði vinsæl kóresk sósa, Gochujang, chilimauk sem er gert úr gerjuðum soja- baunum. Maukið er mjög vinsælt að nota til mar- i n e r - ingar, í súpur og fleira. Hvað borðum við árið 2020? 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.