Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201932 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Hafstein Björnsson kannast margir við í Snæfellbæ, enda komið víða við á sínum starfsferli og er í raun algjör þúsundþjalasmiður. Allt virðist bók- staflega leika í höndunum á honum. Fréttaritari Skessuhorns settist nið- ur með Hafsteini í Rifi um helgina og tók spjall við þennan öðling um starfsferilinn. Hafsteinn er enn að störfum, fagnaði 70 ára afmæli sínu fyrir skemmstu. „Já, ég er enn að. Er á strandveiðum núna á Villa Birni SH sem ég og sonur minn Viðar gerum út. Þetta er gamall hvalaskoðunarbát- ur og það gengur bara vel að fiska á honum.“ Sótti fulla kalla í strætó! Hafsteinn hóf sína sjómennsku frá Reykjavík á bátnum Breiðfirðingi sem var 30 tonna bátur. „Við vor- um á netum og þetta sjö til tíu karl- ar á bátnum í einu. Það var mikið mannahallæri og erfitt að fá menn á sjóinn á þessum tíma. Útgerðarmað- urinn brá meira að segja á það ráð að fara í næsta strætó og plataði þar næsta fulla mann til þess að fara í róð- ur með sér. Menn voru eðli málsins samkvæmt í æði misjöfnu ástandi til þess. Við rérum að Malarrifi á þess- um tíma og þegar kom að vertíðar- lokum var ákveðið að fara í höfn í Rifi til að losa kúlur og steina af netunum, vegna þess að útgerðarmaðurinn vissi ef við færum til Reykjavíkur þá myndi öll vinnan lenda á mér og skipstjóran- um. Þegar þessu verki var lokið í Rifi fórum við suður og var komið í höfn um miðja nótt og ákveðið að landa og taka netadótið frá borði um áttaleyt- ið. Og mikið rétt, allur mannskapur- inn var á bak og burt.“ Munstraður í skóla Þegar Hafsteinn hætti á Breiðfirð- ingi réði hann sig á Árnkel frá Rifi, sem Skúli Alexandersson átti ásamt fleirum. „Þá var farið á síld austur á land og svo á net í Breiðafirði. Eitt sinn þegar ég fór til Skúla að biðja um pening tók hann því ekki vel,“ rifj- ar Hafsteinn upp og hlær að þessari minningu. „Skúli sagði við mig: „Þú hefur ekkert með pening að gera!“ Ég varð náttúrlega hissa og spurði Skúla af hverju? „Þú eyðir þessu i bölvaða vitleysu drengur, ég er búinn að skrá þig í Vélskólann í haust og búinn að redda þér herbergi.“ Svona var karl- inn. Ég játti þessu bara, en gat samt kríað út smá aur hjá honum.“ Hafsteinn fór í Vélskólann 1966 eins og Skúli var búinn að undirbúa. „Eitt sinn fór ég á ball að Görðum og hitti eina flotta unga stúlku frá Hafn- arfirði. Tókust með okkur góð kynni þarna. Svo eftir að ég fór í Vélskól- ann í Hafnarfirði ákvað ég að reyna að hafa upp á dömunni aftur og að lokum tókst það og er hún kona mín í dag, heitir Steinunn Júlíusdóttir. En ekki fór ég vestur strax og var á hinum ýmsu bátum frá Suðurlandi auk þess að vinna á vélaverkstæði og á gröf- um. Þá var ég orðinn þreyttur á sjó- sókn og bara leiddist. Var ákveðið að fara vestur í Rif og réði ég mig á Jón á Stapa. Auk þess vann ég hjá Hagvirki við að gera Ennisveginn sem er á milli Ólafsvíkur og Rifs. Þá var ég á Sultar- tanga og í vegagerð á Öxnadalsheiði en ég var í þrjú ár hjá Hagvirki og lík- aði vel. Eftir talsvert hlé frá sjó ákváð- um ég og Viðar sonur minn að kaupa Röstina, sex tonna bát árið 1983. Við vorum á skaki og línu á dagakerfinu sem þá var við lýði, en svo var kvótinn settur á og við með enga viðmiðum þannig að við hættum þessu bara og seldum bátinn. Hann stendur núna í Sjómannagarðinum á Hellissandi.“ Hætt komnir „Ég fór svo á línubátinn Pétur Jó frá Ólafsvík. Einn daginn þegar við vor- um að draga línuna fannst mér skrít- in hreyfing koma á bátinn. Þegar bet- ur var að gáð var kominn sjór aftur á þar sem við geymdum dregnu bal- ana. Kallaði ég þá á skipstjórann að skera á línuna og keyra bátinn upp í sem var gert. Sigurvík SH var skammt hjá okkur og var kallað í hann til að- stoðar og kom Sigurvíkin að okkur og stukkum við frá borði yfir í hana. Rétt eftir að við stukkum frá borði var stefni bátsins komið á kaf og því mátti ekki tæpara standa. Enn veit enginn af hverju báturinn sökk. Eftir þetta var ég bara á trillum og svo á vélarverk- stæði og vann auk þess í Bátahöllinni í Rifi.“ Spottinn var lífgjafi Á síðasta ári komst Hafsteinn í hann krappann þegar hann féll frá borði á bát sínum Villa Birni. „Ég veit ekki hvort ég eigi að segja þessa sögu,“ segir Hafsteinn. „En jú, kannski ég geri það bara öðrum til gagns, en þetta var dæmi sem menn eiga ekki að gera og aðrir geta lært af. Ég var staddur á Flákanum og var á landleið með skammtinn. Það var lens á heim- leiðinni og þessir bátar sem eru með drifi eiga það til að drifið lyftist úr sjó á lensi. í einni öldunni lyftist bátur- inn og svo þegar hann lendir aftur í sjónum kemur þetta svaka högg. Ég náttúrlega slæ af þegar báturinn fer að hristast mikið og ég sé þá að tvö blöð í skrúfunni eru farin af. En það hef- ur svo sem áður gerst bæði hjá mér og öðrum. Tók ég ekki þann séns að keyra til hafnar með skrúfuna svona, en ég vissi að Bryndís SH var á land- leið svo ég hringdi í Klemens skip- stjóra og bað hann um aðstoð. Var það sjálfsagt mál, en hann átti eftir svona 30 mínútur í mig og ætlaði ég að nota þann tíma til þess að gera dráttar- spottann kláran,“ rifjar Hafsteinn upp og heldur áfram: „Spottinn var 120 faðmar að lengd og rúllaði ég honum á dekkið og tók svo endann frameftir á stefnið. Var ég búinn að gera hana- fót á spottann og hélt mér í rekkverk- ið framan á og í rekkverkið á stýris- húsinu og sleppti. Næst vissi ég ekki af mér fyrr en ég horfði niður á sjóinn. Fór á kaf út fyrir, en hélt alltaf í drátt- artógina. Ég var ákveðinn að sleppa ekki takainu og gat slakað mér aftur eftir bátnum sem var á fjögurra mílna ferð. Þegar ég var búinn að slaka mér aftur á skut þá athugaði ég hvort það var í lagi að fara afturfyrir og þar var ekkert sog frá skrúfunni og náði ég að koma annarri löppinni upp á drifið og náði svo hinni löppinni í grindina sem hélt neyðarstiganum og náði þannig að koma höndunum á kar sem var á dekkinu og rífa mig innfyrir. Ég varð algjörlega máttvana þarna á dekkinu í smá tíma, gjörsamlega búinn, en svo fór ég inn í brú, setti miðstöðina í botn og skipti um föt. Þá smám saman fór mér að líða betur. Þegar ég var bú- inn að jafna mig í smá tíma fór ég út á dekk og gerði líflínu mína klára og setti belg á endann á henni svo Bryn- dís SH gæti náð honum og tekið mig í tog.“ Alltaf að kúpla frá Hafsteinn sagði ekkert frá þessu þeg- ar Bryndís var með hann í togi. „Ég ætlaði mér ekkert að segja neinum frá þessu atviki. Á leiðinni heim var ég að spá í hvað ég ætti að segja konu minni þegar hún spyrði af hverju fötin væru blaut, en svo ákvað ég að segja henni alla söguna. Það er jú alltaf best. Dag- inn eftir var ég allur stokkbólginn á höndum og öxlum. Varð í rauninni algjörlega máttvana þann dag, en ég fór svo á sjó aftur en er enn með smá skrekk þegar ég fer fram á stefni báts- ins. Ég vil benda sjómönnum á, þegar þeir fara fram á stefni bátanna, að vera ekki með þá á keyrslu, heldur kúpla frá sérstaklega þegar þeir eru einir á báti,“ segir Hafsteinn að lokum. af Sigurður Valdimarsson og sonur hans Valdimar komu Hafsteini til bjargar þegar báturinn Pétur Jó SH sökk fyrir nokkrum árum. Skúli munstraði mig í Vélskólann að mér forspurðum Hafsteinn Björnsson í Rifi rifjar upp atvik frá sjómannsferli sínum Hafsteinn á báti sínum Villa Birni SH þar sem hann komst í hann krappan á síðasta ári. Myndin var tekin síðastliðinn fimmtudag á strandveiðum. Hafsteinn og kona hans Steinunn Júlíusdóttir. Hafsteinn að gera nýjan skorstein á Þorstein SH fyrir nokkuð mörgum árum síðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.