Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 20198 Um flutning lif­ andi jórturdýra yfir varnarlínur LANDIÐ: Matvælastofnun vekur í tilkynningu athygli á að strangar reglur gilda um flutning á lifandi jórturdýr- um, tækjum og ýmsum varn- ingi yfir varnarlínur. „Óheim- ilt er að flytja sauðfé til lífs yfir varnarlínur, nema þegar um er að ræða endurnýjun bústofns vegna niðurskurðar af völdum sjúkdóma og/eða vegna bú- háttabreytinga og þá einung- is með leyfi frá MAST. Sleppi sauðfé yfir varnarlínur skal því slátrað. Óheimilt er að sam- eina hjarðir innan sýktra varn- arhólfa nema með leyfi Mat- vælastofnunar. Nautgripi og geitur má aðeins flytja til lífs yfir varnarlínur hafi farið fram sérstök rannsókn á heilbrigði þeirra.“ -mm Aflatölur fyrir Vesturland 18.­24. maí. Tölur (í kílóum) frá Fiski­ stofu: Akranes: 24 bátar. Heildarlöndun: 48.540 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 5.714 kg í tveimur róðrum. Arnarstapi: 32 bátar. Heildarlöndun: 148.721 kg. Mestur afli: Bárður SH: 58.029 kg í sjö löndunum. Grundarfjörður: 23 bátar. Heildarlöndun: 248.140 kg. Mestur afli: Hringur SH: 66.582 kg í einni löndum. Ólafsvík: 47 bátar. Heildarlöndun: 518.003 kg. Mestur afli: Guðmundur Jensson SH: 60.276 kg í þrem- ur róðrum. Rif: 35 bátar. Heildarlöndun: 569.170 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 102.332 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur: 23 bátar. Heildarlöndun: 45.382 kg. Mestur afli: Hafsvala BA: 6.053 kg í fjórum róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH ­ GRU: 66.582 kg. 21. maí. 2. Rifsnes SH ­ RIF: 65.330 kg. 19. maí. 3. Sigurborg SH ­ GRU: 53.864 kg. 21. maí. 4. Farsæll SH ­ GRU: 46.308 kg. 19. maí. 5. Helgi SH ­ GRU: 45.234 kg. 20. maí. Með sjómannadagskveðju! -kgk Undanfarin fjögur ár hefur Mat- vælastofnun, í samvinnu við at- vinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið, utanríkisráðuneytið og sendiráð íslands í Kína, unnið að öflun leyfis til útflutnings á lamba- kjöti frá íslandi til Kína. Síðastlið- ið haust var undirritaður samning- ur milli íslands og Kína um skil- yrði, heilbrigðiskröfur og eftirlit vegna útflutningsins. í kjölfarið á því sótti Fjallalamb hf. á Kópaskeri um leyfi fyrir sláturhús, kjötpökk- unarstöð og frystigeymslu fyrir- tækisins til útflutnings á lamba- kjöti til Kína. „Mikilvægustu kröf- ur Kínverja varða riðu. Einung- is má flytja kjöt af lömbum yngri en sex mánaða sem fædd eru og alin á riðulausum svæðum og jafn- framt eiga sláturhús, kjötpökk- unarstöðvar og frystigeymslur að vera á riðulausum svæðum. Fjalla- lamb hf. uppfyllir þessi skilyrði og aðrar kröfur kínverskra yfirvalda og það hefur nú verið sett á opin- beran lista í Kína yfir fyrirtæki sem hafa leyfi til að flytja lambakjöt frá íslandi á Kínamarkað. Útflutning- ur getur hafist í næstu sláturtíð,“ segir í tilkynningu frá Matvæla- stofnun. mm/ Ljósm. Verkal.f. Framsýn. Þegar ekið er um þjóðveginn und- ir Eyjafjöllum á Suðurlandi blas- ir þessi sjón við vegfarendum. Hundruðir brjóthaldara hefur ver- ið komið fyrir á girðingu við bæ- inn Brekkukot. Þessi hefð að skilja þessi klæði eftir varð til fyrir sjö árum og hefur höldurunum fjölg- að æ síðan eins og sjá má. Þenn- an gjörnin má líkja við þann vana ferðafólks að henda smámynt í laugar á borð við Snorralaug eða gjána á Þingvöllum svo dæmi séu tekin. Sitt sýnist hverjum um þetta, en myndin talar sínu máli. mm/ Ljósm. gó. í gær hélt bæjarstjórn Stykkis- hólmsbæjar íbúafund í Amtsbóka- safninu þar sem til umræðu var kynning á niðurstöðu ráðgjafa- nefndar vegna áhuga á rannsókn- ar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi. Hugmynd- ir og áform um þörungavinnslu í Stykkishólmi hafa verið til umræðu og meðferðar hjá stjórnendum bæj- arins um nokkurra ára skeið. „Um er að ræða hugmyndir að nýtingu auðlinda Breiðafjarðar og atvinnu- uppbyggingu í Stykkishólmi, nán- ar tiltekið nýtingu þangs í Breiða- firði, þar sem hugmyndir um sjálf- bæra nýtingu auðlinda fjarðarins hefur verið grundvöllur samtals við þau fyrirtæki sem sýnt hafa verk- efninu áhuga,“ sagði Jakob Björg- vin Jakobsson bæjarstjóri á þegar hann kynnti fyrirhugaðan fund á vef Stykkishólmsbæjar. Tvö fyrirtæki hafa farið þess á leit við bæjarstjórn að hafist verði handa við formlega skipulagningu atvinnusvæðis fyrir þörungavinnslu; annars vegar kanadíska fyrirtæk- ið Acadian Seaplants Ltd. og hins vegar íslenska kalkþörungafélagið ehf., sem er í írskri eigu. Skipuð var ráðgjafanefnd vegna áhuga á rann- sóknar-, vinnslu og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi í desember. Var henni ætlað að fara yfir og meta fyrirliggjandi gögn varðandi fyrir- hugaða starfsemi, leggja mat á kosti hennar og galla og fjárhagsleg- an ávinning bæjarins ef af verður. Einnig var henni falið að útfæra til- lögur að viðmiðum Stykkishólms- bæjar í áframhaldandi viðræðum, leggja fram tillögu að staðsetningu starfseminnar og hugsanlegum skipulagsbreytingum. Nefndin hef- ur lokið störfum og skilað greina- gerð til bæjarstjórnar. Á íbúafundinum í gær stóð til að bæjarstjóri færi lauslega yfir að- draganda og framvindu í tengslum við áform um þangvinnslu í Stykk- ishólmi og þá kynnti Halldór Árna- son, formaður ráðgjafanefndarinn- ar, niðurstöðu skýrslu nefndarinn- ar. Fundurinn stóð enn yfir þegar Skessuhorn fór í prentun. kgk íbúar á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi fengu góða heim- sókn um þarsíðustu helgi, beint úr sauðburðinum, en um árvissan við- burð er að ræða. Harpa Eiríksdótt- ir, bóndi á Gríshóli, setti upp stíu í garðinum við dvalarheimilið og flutti þangað ær og lömb. „Það vakti mikla lukku hjá okkur að komast í námunda við sveitina,“ segir á Fa- cebook-síðu dvalarheimilisins, þar sem Hörpu voru jafnframt færðar kærar þakkir fyrir heimsóknina. kgk Haldarar í hundraðatali Fjallalamb má selja dilkakjöt til Kína Ær og lömb í stíu í garðinum við dvalarheimilið. Ljósm. fengin af Facebook-síðu Dval- arheimilisins í Stykkishólmi. Sauðburður á dvalarheimilinu Íbúafundur um þörungavinnslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.