Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 52
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201952
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Pennagrein
Lífskúnstnerinn Margrét Erla
Maack ætlar í sumar að halda í
þeysireið um landið og bjóða upp á
fullorðins fjölbragðasýninguna Bú-
kalú. Meðal annars mun hún sýna
á Söguloftinu í Landnámssetrinu
í Borgarnesi 6. júní og Frystiklef-
anum í Rifi 21. júní. „Sýningin er
fyrsta sýning Búkalú-ferðalagsins
og með í för verða munúðarfull-
ur mannapi, kabarettkerlingar og
fettibretta frá París svo eitthvað sé
nefnt.“ Margrét Erla stendur sjálf
fyrir ferðalaginu - en undanfarin ár
hefur hún sýnt burlesque víða um
Evrópu og Bandaríkin og er Búkalú
eins konar uppskeruhátíð þessara
ferðalaga hennar, þar sem hún býð-
ur þeim skemmtilegustu sem hún
hefur séð í þeysireið um landið.
„Sýningin er bönnuð innan 20 ára
og hentar alls ekki þeim sem óttast
undur mannslíkamans. Sýningin er
þokkafull og drepfyndin og dýrðar-
ljómi liðinnar tíðar svífur yfir vötn-
um.“ mm
Fimmtudaginn 30. maí næstkom-
andi klukkan 20 mun kór Akranes-
kirkju halda tónleika í Hallgríms-
kirkju í Saurbæ. Tónleikarnir eru
liður í tónleikaröð í sumar til styrkt-
ar viðhalds á kirkjunni og uppbygg-
ingar á staðnum. Á efnisskrá tón-
leikanna verður mestmegnis íslensk
kórtónlist af veraldlegum og and-
legum toga. Kórinn heldur í söng-
ferðalag til Austurríkis og Þýska-
lands í byrjun júní og má segja að
þessir tónleikar marki upphaf þeirr-
ar ferðar.
Stjórnandi Kórs Akraneskirkju er
Sveinn Arnar Sæmundsson. Kórinn
er skipaður rúmlega 40 félögum á
öllum aldri. Hann hefur haldið fjöl-
marga tónleika á undanförnum árum
auk þess að sinna söng við helgihald í
Akraneskirkju. Meðal verkefna kórs-
ins má nefna flutning á Missa Brevis
eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Jóla-
óratoríu eftir Camille Saint-Saëns,
Eternal light eftir Howard Goodall,
St John Passion eftir Bob Chilcott og
Songs and sonnets eftir George She-
aring. Ávallt hefur verið lögð áhersla
á að vera með íslensk ættjarðarlög
og tónlist íslenskra tónskálda á efn-
isskránni. í desember síðastliðnum
gaf kórinn út geisladiskinn „Þýtur í
stráum“ og árið 2010 kom út disk-
urinn „Á hverjum degi“. Tónlistar-
legur bakgrunnur kórfélaga er mis-
munandi en allir hafa það að mark-
miði að koma saman og gleðja aðra
með söng. Með það að leiðarljósi
eru margir vegir færir.
Um Hallgrímskirkju
í Saurbæ
Hallgrímskirkja í Saurbæ er sögu-
lega og menningarlega mikilvæg-
ur staður fyrir íslendinga. Þarna
bjó Hallgrímur Pétursson og samdi
Passíusálmana, sem eru dýrgripir í
menningarsögu íslands. Það er dýr-
mætt að halda þessum stað lifandi og
virkum. Kirkjan hefur látið á sjá síð-
ustu ár og nauðsynlegt að dytta að
ýmsu. í kirkjunni er fallegt orgel og
flygill og húsið hefur mjög fallegan
hljómburð. Það er von að sem flestir
tónlistarmenn vilji taka þátt og flytja
verk sín og annarra á þessum fallega
stað.
Aðgangseyrir á tónleikana er
1.500 krónur og bent á að ekki er
tekið við kortum. Allur ágóði renn-
ur í sjóð til styrktar staðnum. Þeir
sem ekki sjá sér möguleika að mæta
á tónleikana en vilja styrkja málefn-
ið geta lagt inn á söfnunarreikning:
0552-14-100901 kt 590169-2269.
mm
Búkalú er fullorðins fjölbragðasýning
Kór Akraneskirkju. Myndin var tekin í liðinni viku. Ljósm. Björn Lúðvíksson.
Kór Akraneskirkju með
tónleika í Hallgrímskirkju Undanfarið hefur vefmiðillinn Skaga-
fréttir birt greinaflokk undir heitinu
Þorpið í kaupstaðnum þar sem und-
irrituð hefur reynt eftir bestu getu að
greina frá því starfi sem fer fram inn-
an Frístundamiðstöðvarinnar Þorpsins.
Á bak við allt faglegt starf eru ákveð-
in fræði. Þorpið byggir sitt starf á tóm-
stunda- og félagsmálafræðum. Sífellt
fjölgar þeim sem velja sér nám í tóm-
stunda- og félagsmálafræði en náms-
brautin er kennd við Menntavísindasvið
Hí. Tómstunda- og félagsmálafræðing-
ar starfa víða í samfélaginu, oftast á vett-
vangi frítímans. Hingað til hafa flestir
valið sér starf með börnum og ungmenn-
um en nú er að verða breyting þar á. Æ
fleiri velja sér starf með eldri borgurum á
vettvangi frítímans enda nánast óplægð-
ur akur þar.
Árlega stendur námsbraut í tóm-
stunda- og félagsmálafræði fyrir Tóm-
stundadeginum. Þetta árið var tóm-
stundadagurinn tileinkaður eldri borgur-
um og stóð námsbrautin, í samstarfi við
Landssamband eldri borgara fyrir mál-
þingi undir yfirskriftinni Eldri borgarar:
Valdefling – Virkni – Lífsgæði. Dagskrá
málþingsins samanstóð af erindum frá
eldri borgurum, fagfólki á vettvangi sem
og fræðafólki og háskólanemum. Til-
gangur og markmið málþingsins var að
skapa samtal milli eldri borgara, fagfólks
á vettvangi tómstunda- og félagsmála og
háskólasamfélagsins. Áhersla var lögð
á mikilvægi virkni og valdeflingar fyrir
lífsgæði eldri borgara. Viðfangsefnið er
brýnt innan tómstunda- og félagsmála-
fræðinnar enda eins og áður sagði, vax-
andi vettvangur starfandi tómstunda- og
félagsmálafræðinga.
,,Þurfum við þá tómstundafræðinga
inn á dvalarheimilin“ var einu sinni spurt
og helgið. í dag svörum við hiklaus ját-
andi. Og ekki bara inn á dvalarheimilin
heldur í allt félagsstarf með eldri borg-
urum. Á dögunum átti ég þess kost að
sitja kynningu á lokaverkefnum útskrift-
arnema í tómstunda- og félagsmálafræði.
Fimm áhugaverð verkefni fjölluðu á ein-
hvern hátt um starf með eldri borgurum.
Öll þessi verkefni komu inn á mikilvægi
fagþekkingar í starfi með eldri borg-
urum á sama hátt og við nýtum fræðin
til að byggja upp starf með börnum og
ungmennum. Eitt verkefnið fjallaði um
félagslega einangrun eldra fólks og leið-
ir til lausna, annað um tilgang og mark-
mið með félagsstarfi eldri borgara og
samhengi þess við stöðuna í dag. Eitt
verkefnið fjallaði um einelti meðal eldri
borgara og eitt um heimaþjónustu fyrir
þá sem þurfa og útfærslu í samræmi við
þarfir hvers og eins. í öllu þessu starfi
er mikilvægt að vita hvert við stefnum,
hvernig við ætlum að gera hlutina og
hvers vegna. Við verðum að vita á hverju
við byggjum. Þannig getur starfið talist
faglegt.
Eitt þeirra verkefna sem vakti athygli
mína bar heitið ,,Starfslok: blessun eða
bölvun“ og fjallaði um það hvernig tóm-
stundafræðingar geta stuðlað að farsæl-
um starfslokum aldraðra á íslandi, t.d
með tómstundaráðgjöf. Ég fór að velta
því fyrir mér, hvað
við sem samfélag
erum að gera til að
leiða fólk farsællega
inn í tímabil starfs-
loka og inn í nýtt og
spennandi æviskeið.
Það er mjög ríkt íslendingum að byggja
sjálfsmynd sína út frá starfsheiti eða
menntun. Og ef við gerum það, hver er
ég þá eftir starfslok? Við heyrum marga
segja að þeir hafi aldrei haft jafn mikið að
gera eins og eftir að þeir hættu að vinna.
Það er oftast þeir sem hafa átt sér inni-
haldsríkan frítíma, lagt rækt við áhuga-
mál og njóta þess nú að verja meiri tíma
í það. Hins vegar eru ekki allir svo lán-
samir. Framundan er nýtt æviskeið jafn-
vel 20-30 innihaldsrík ár og mikilvægt er
fyrir fólk að hefja það skeið sem best. Það
er ekki sjálfsagt mál að kunna að nýta frí-
tíma sinn á jákvæðan hátt. Þá getur verið
nauðsynlegt að hafa aðgang að stuðningi
og ráðgjöf. Tómstundaráðgjöf fyrir eldri
borgara snýst um að átta sig á mikilvægi
tómstunda, áhrifum öldrunar á tóm-
stundir og að læra að njóta tómstunda á
nýjum forsendum
Með tómstundaráðgjöf er verið að að
aðstoða fólk við að nota frítíma sinn á
uppbyggjandi hátt og þannig auka lífs-
gæði. Það er misjafnt hvaða þátt fólk þarf
aðstoð með og þess vegna er ráðgjöfinni
þrískipt og hún miðuð út frá þörfum
hvers og eins:
Tómstundaleiðsögn. Fnna hvað er í
boði, hvenær og hvar fyrir þá sem vita
hvað þeir vilja.
Menntunarnálgun. Fyrir virkan ein-
stakling sem vill fjölga áhugamálum
eða finna ný þar sem aldurinn hefur í
för með sér að breyta þurfi um lífstíl /
áhugamál. T.d hentar kannski ekki leng-
ur að ganga á fjöll eða stunda svigskíði en
maður þarf samt ekki að hætta að hreyfa
sig!
Meðferðarnálgun. Fyrir þá sem vita
ekki hvað þeir vilja og hafa ekki byggt
um áhugamál eða verið vikir í tómstund-
um, oftar en ekki vegna mikillar vinnu.
Þessi nálgun hentar helst einstaklingum
sem þurfa á meiri aðstoð að halda. Ein-
staklingar sem glíma við vandamál sem
tengja má við neikvæða nýtingu frítíma
eins og leiða, félagslega einangrun, óhóf-
lega neyslu vímuefna ofl.
Á málþingi um farsæla öldrun sem
haldið var hér á Akranesi haustið 2017
kom fram að fólk er mjög meðvitað um
mikilvægi þess að taka virkan þátt í sam-
félaginu og nýta þá þjónustu sem í boði
er. Það sem íbúar geta sjálfir gert til að
stuðla að farsælum efri árum er að mati
þeirra sem sátu fundinn að sinna hugðar-
efnum og tómstundum, stunda heilbrigt
líferni, temja sér jákvæðni og lífsgleði,
rækta hugann, rækta félagsleg tengsl og
undirbúa ævikvöldið. Þetta gerir enginn
fyrir mann en mikilvægt er að hafa góðan
stuðning til að þetta geti orðið. Þar get-
um við sem bæjarfélag gert betur.
Heiðrún Janusardóttir
Höf. er verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnar-
mála hjá Akraneskaupstað og áhugakona um fag-
legt frístundastarf fyrir alla.
Tómstundir og eldri borgarar