Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 2019 39 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Sjómenn, til hamingju!VM - Félag vélst jóra og málmtæknimanna óskar s jómönnum og f jö lskyldum þeirra t i l haming ju með daginn V M , F é l a g v é l s t j ó r a o g m á l m t æ k n i m a n n a S J Ó M A N N A D A G U R I N N 2 0 1 9 Arnar og Sigurður Viktor Hallgrímsson með væna þorska sem fengust á línuna á Særifinu núna í janúar. Ljósm. úr safni/ af. „Þá varð ég hræddur“ Aðspurður segir Arnar að í gegn- um tíðina hafi honum gengið vel á sjónum en bætir því við að tvisv- ar hafi staðið tæpt á að illa færi. „Það kviknaði í lítilli strandveiði- trillu sem ég var á úti á miðjum Breiðafirði haustið 2015, Gísla Mó SH. Þá varð ég hræddur,“ seg- ir hann. „Það kviknaði í út frá raf- magnsbreyti. Ég er úti og sé allt í einu reyk koma úr brúnni. Ég fer inn og þá er eldurinn búinn að læsa sig í teppið á veggnum. Ég reyni að finna slökkvitækið en næ því ekki, hendi björgunargallanum aftur á og fer út úr húsinu til að ná andanum. Ég reyni síðan aftur að ná slökkvi- tækinu en kemst ekki inn, því bát- urinn var bara að verða alelda þarna á örfáum mínútum. Ég sá því ekk- ert annað í stöðunni en að drífa mig í björgunargallann og hoppa í sjó- inn. Ég man hvað það kom mér á óvart hversu mikill eldsmatur er í þessum litlu plastbátum,“ segir Arn- ar. „Ég nefndi bátinn eftir afa mín- um. Eftir að þetta gerðist var mér sagt að maður ætti aldrei að nefna bát í höfuðið á lifandi manni,“ bæt- ir hann við. Tuttugu metra öldur Áður hafði Arnar lent í öðrum sjáv- arháska, þegar hann var skipstjóri á Tryggva Eðvarðs árið 2011. „Þá höfðum við verið á veiðum úti fyr- ir Hornströndum. Það var leiðin- legt veður og spáin vond. Við vor- um á heimleið og dálítið í kapp- hlaupi við tímann að vera á undan veðrinu. En það var aðeins fyrr á ferðinni en búist var við. Þegar við komum fyrir Straumnesið lendum við í mesta sjó sem ég hef lent í á ævinni, 20 metra öldum svo ég hef aldrei séð annað eins,“ segir hann. „Ein aldan tekur okkur og báturinn hallar örugglega svona 60 gráður. Aldan byrjar að brotna. Fyrir fram- an okkur blasir ekkert við nema sjór og fyrir aftan okkur sést bara til himins. „Ég ætla að gefa allt í botn, ekki horfa aftur fyrir ykkur,“ sagði ég við strákana. Ég setti allt í botn og fyrir eitthvað kraftaverk lenti brotið ekki á okkur. Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Við hefðum aldrei átt séns, enda héldum við allir að þetta væri okk- ar síðasta,“ segir Arnar. Heldur ótrauður áfram Hvorki bruninn né sjávarhásk- inn við Straumnes urðu þó til þess að gera Arnar eða áhöfnina sem þá var á Tryggva Eðvarðs afhuga sjómennskunni. „Strákarnir sem voru með mér um borð eru ennþá á sjó í dag og ég líka. Sjálfur tók ég þann pól í hæðina að drífa mig bara sem fyrst aftur á sjóinn, bæði eftir óveðrið og eins þegar bát- urinn brann. Mér finnst bara svo ótrúlega gaman á sjónum að ég hugsa ekki um þetta þegar ég er úti á sjó í dag,“ segir Arnar. „Ég held ótrauður áfram á sjónum, enda vildi ég ekki hafa það öðru- vísi. Þegar ég er ekki að róa þá reyni ég að vera systur minni inn- an handar á veitingastaðnum. Hún ber hitann og þungan af daglegum rekstri en maður aðstoðar eins og hægt er. Það hefur verið virkilega gaman að koma að því, prófa eitt- hvað nýtt meðfram sjómennsk- unni, þó hún sé alltaf skemmtileg- ust,“ segir Arnar Laxdal að end- ingu. kgk Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2019 kemur út nú í vik- unni. Efnið er af ýms- um toga eins og áður og byrjar á ávarpi sjávarútvegsráðherra og hugvekju Kristn- ýjar Rósar Gústafs- dóttur. Þá er viðtal við Örn Hjörleifs- son fyrrverandi skip- stjóra og útgerðar- mann á Hellissandi. Örn hefur frá mörgu að segja en hann var á bátum frá Akranesi á sínum yngri árum áður en hann fluttist vestur. Hann var skipstjóri á bæði Hamrasvan SH og Tjald SH frá Rifi og fiskaði vel. Seinna átti hann svo Báru SH 27 með sonum sínum tveimur. Grein er frá Kristjáni Lárents- ínussyni fyrrverandi skipstjóra í Stykkishólmi um líf og störf en hann átti ásamt fleirum báta með nafninu Ársæll SH 88. Kristján er líka mjög góður söngvari og er m.a. í karlakórnum Kára. Þá er mjög áhugavert það sem kemur frá Ög- mundi Runólfssyni en hann skrif- ar um eigendur vörubíla í Ólafsvík frá upphafi og einnig fylgir fjöldi mynda. Líka segir Ingi Hans Jóns- son frá fyrsta vörubílnum í Ólafs- vík. Fjölmargir áttu vörubíla sem þeir notuðu sér til atvinnusköpun- ar ss vegagerðar, fiskflutninga og fleira. Mikill fróðleikur er í grein sem kemur frá Agli Þórðarsyni um upp- byggingu lór- an-A leiðsögu- kerfisins sem Bandaríkjamenn byggðu upp og hófu notkun á í seinna stríðinu. Gunnar Krist- jánsson í Grund- arfirði skrifar fróðlega grein um bátinn Gnýf- ara SH 8 en hann var gerður út í langan tíma út frá Grundarfirði. Við- tal er við Magnús Höskuldsson sjó- mann í Ólafsvík og segir hann frá sinni sjómennsku og m.a. frá miklu óveðri sem hann lenti í er hann var sjómaður á togaranum Snæfelli SH á Flæmska hattinum 1996. Þá er líka viðtal við Sölva Fannar Jó- hannsson fv. sjómann og flugstjóra hjá WOW um veru sína þar áður en yfir lauk. Árni Birgisson Ólsari og togarasjómaður sem býr í Ála- sundi í Noregi sendir áhugaverða grein og myndir í blaðið. Þá eru ýmsar fleiri greinar og myndir. Blaðið er 92 síður og allt í lit. Sjómannadagsblað Snæfellsbæj- ar er brotið um og prentað í Prent- smiðjunni Steinprent Ólafsvík. Ritstjóri er Pétur Steinar Jóhanns- son. Fyrir þá sem búa á suðvestur horninu verður blaðið til sölu hjá Gleraugna Pétri á Garðatorgi 4a í Garðabæ og á Bókakaffi, Norður- bakka 1 Hafnarfirði. -fréttatilkynning Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.