Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 37

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 2019 37 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn sjómennTil hamingju með daginn Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn. ATVIK-sjómenn er nýtt atvikaskráningakerfi sem VÍS hefur þróað í samstarfi við Slysavarnaskóla sjómanna og nokkur leiðandi fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi. Á þriðja tug fiskiskipa og um 600 sjómenn hafa aðgang að ATVIK-sjómenn. Nýjasta verkfærið í öryggismálum sjómanna Jó i M yn d ó Útibú Fiskmarkaðs Snæfellsbæj- ar á Akranesi fékk afhentan spá- nýjan lyftara í gær. Sá er af gerð- inni Linde H25, díselknúinn með 2,5 tonna lyftigetu. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem fisk- markaður sem starfræktur er í þessu húsi getur státað af nýj- um lyftara, beint úr kassanum. Böðvar Ingvason, umsjónarmað- ur útibús Fiskmarkaðs Snæfells- bæjar á Akranesi, var að vonum ánægður með nýja gripinn þegar Skessuhorn hitti hann í gær. kgk Böðvar Ingvason, umsjónarmaður útibús Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar á Akranesi, við nýja lyftarann. Nýr lyftari á fiskmarkaðinum fékk uppsagnarbréfið í slippnum og líka dagurinn sem ég skrifaði und- ir skilnaðarpappírana,“ segir Einar léttur í bragði. Botnlaust fiskirí í vor Eftir stutt stopp hjá Tölvuþjón- ustu Vesturlands var Einar at- vinnulaus og snapaði upp þá vinnu sem var að hafa. Starfaði meðal annars við uppskipanir og fleira. Hann hóf síðan störf sem vigtar- maður í afleysingum hjá Akranes- höfn sumarið 1995. „Það var síðan árið 1998 eða 1999 sem ég var ráð- inn fast á vigtina. Á þeim tíma var mikið að gera á hafnarvoginni, en hlutirnir hafa breyst mikið á þess- um 20 árum sem ég hef starfað við höfnina. Núna eru allir torgararn- ir farnir og aðeins örfáir trillukarl- ar eftir sem róa allan ársins hring,“ segir hann. „Fiskmarkaðurin sem var lagði upp laupana og var mik- il óvissa um framtíð markaðar á Akranesi í nokkurn tíma. Hér var því enginn markaður um tíma, þar til Bjarni á Eskeynni og Alli Ei- ríks komu honum af stað aftur fyr- ir ekki löngu síðan og Böddi Ingva tók við umsjón hans eftir áramót, sem útibú frá Fiskmarkaði Snæ- fellsbæjar. Hann á hrós skilið fyrir sína eljusemi. Hann leggur sig all- an fram um að veita góða þjónustu og það skiptir máli,“ segir Einar. „Slíkt fréttist og undanfarnar vikur hafa komið bátar að til að landa á Akranesi. Veiðin hefur verið alveg prýðileg. Þetta skot sem kom núna í vor var mjög kærkomið, búið að bíða lengi eftir því. Það er búið að vera alveg botnlaust fiskirí, stór og fallegur fiskur,“ segir hann. Þörf á bættri aðstöðu „En heilt á litið er þetta samt allt- of dauft, gegnumgangandi. Það er lítið að gera á vigtinni megnið úr deginum en kemur smá törn síð- degis. Mestur tíminn fer í papp- írsvinnuna sem fylgir þessu, skrá inn í kerfinu og fleira í þeim dúr,“ segir Einar. „Það er alveg skýrt í mínum huga að ef leysa á vanda hafnarinnar þá er nauðsynlegt að leggjast í töluverðar framkvæmd- ir. Nú stendur til að lengja hafn- argarðinn og brimvarnargarðinn. Það mun verða mjög til bóta, því það er allt of mikil hreyfing í höfn- inni eins og hún er í dag, sértak- lega í suðvestanátt enda ekkert sem stoppar ölduna,“ segir hafn- arvörðurinn. „Til að geta tekið við skipum eins og stóru loðnuskip- unum til dæmis þá þarf betri hafn- araðstöðu. Það sama gildir um skipin sem Skaginn 3X hefur ver- ið að vinna við í höfninni. Höfnin þolir varla svona stóra báta. Það er óhemjumikið vindfang sem svona skip hafa og þarf bæði sterkari bryggjupolla og að minnka hreyf- inguna í höfninni til að þau hrein- lega geti verið hérna,“ bætir hann við. „Með bættri aðstöðu gætum við farið að sjá stærri báta, jafn- vel togarana, til að landa hérna hjá okkur. En það þarf að framkvæma og gera það vel. Hvort við afskrif- um höfnina eða ekki veltur allt á réttum framkvæmdum,“ segir Einar Guðmundsson hafnarvörð- ur að endingu. kgk Akraneshöfn í glampandi sól síðastliðinn mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.