Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201922 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Josephine Mayr er 29 ára gömul kona sem fæddist í Þýskalandi árið 1990. Faðir hennar er þýskur en móðir hennar frönsk. Hún fluttist 14 ára til Frakklands með móður sinni eftir skilnað foreldra hennar. Þar komst hún í kynni við siglingar og heillaðist af hafinu. Eftir að hafa reynt fyrir sér í alls lags vinnu, oftast tengdri sjó, fann hún ísland. Hafði heillast af landinu í gegnum Nonna og Manna þættina. Nú finnst henni hún vera komin „heim.“ Jo keypti nýverið hús á Arnarstapa og starfar hjá Láka Tours í Grundarfirði. Var send á siglinganámskeið „Ég fæddist í Munchen í Þýskalandi og bjó þar ásamt foreldrum mín- um til 14 ára aldurs. Þá skildu for- eldrar mínir og ég flutti með móð- ur minni til Parísar,“ segir Jo eins og hún er jafnan kölluð. Fljótlega fluttu þær mæðgur þó á Bretaníu- skagann í Frakklandi þar sem hún kynntist siglingum. „Móðir mín sendi mig á siglinganámskeið þegar ég var 16 ára gömul og þar heillað- ist ég af sjómennsku. Fyrstu kynni mín af siglingum voru þarna á eins manns seglbátum sem ég sigldi á námskeiðinu.“ Jo fór þarna nokk- ur sumur í röð og var orðinn leið- beinandi á námskeiðinu. „Mér fannst þetta svo gaman að ég gerð- ist leiðbeinandi þarna til að sleppa við námskeiðsgjöldin,“ segir hún hlæjandi. Fljótlega var hún farin að keppa í siglingum í keppnisliði sem hét Team Jolokia. „Ég tók eitt tíma- bil með þeim og það var ofboðslega gaman,“ segir Jo þegar hún rifjar þetta upp. „Tímabilið var eitt ár en keppt var um helgar og voru keppn- isleiðirnar misjafnlega langar. Ætli þetta hafi ekki verið um fjörutíu til fimmtíu dagar á sjó þetta árið,“ bætir hún við. Þarna var hún 24 ára og búin að læra hönnun meðfram þessu. „Þarna hætti ég í hönnunar- námi og fór að vinna í seglagerð í Frakklandi. Ég fékk fljótlega tæki- færi til að vinna hjá enn stærri segla- gerð í Bretlandi og stökk á það. Mér fannst það samt frekar leiðinlegur vinnustaður og flutti fljótlega eftir það til Grikklands þar sem ég fékk vinnu hjá annarri seglagerð ásamt því að kenna siglingar.“ Lærði af biturri reynslu Eftir ævintýrið í Grikklandi skipti hún algjörlega um starfsvettvang og réði sig á skíðahótel í frönsku Ölpunum. „Þetta var nokkurs kon- ar húsvarðarstarf þar sem ég sinnti viðhaldi á stóru skíðahóteli. Ég fór þó fljótlega að hugsa mér til hreyf- ings aftur þar sem yfirmaður minn var erfiður og okkur samdi illa.“ Þá sá hún auglýsingu sem heill- aði hana. „Það var verið að leita að umsjónarmanni verkefnis um að setja á laggirnar sjóbjörgunarfyrir- tæki í Bangladesh. Þetta höfðaði til mín og ég stökk á þetta tækifæri og réði mig þangað í tvö ár. Það æv- intýri stóðst engan veginn vænting- ar og ég var komin aftur upp í flug- vél eftir tvo mánuði. Þetta var mjög slæm reynsla, erfiðar og mjög krefj- andi aðstæður. Ég óttaðist jafnvel um líf mitt á tímabili og ákvað að segja skilið við þetta verkefni,“ út- skýrir hún. Þarna segist hún hafa lært dýr- mæta lexíu, svo sem að stökkva ekki á öll tækifæri bjóðast, heldur velja frekar eftir áhuga og að vel ígrund- uðu máli. Aftur lá leiðin í frönsku Alpana og var Jo 26 ára gömul þegar þarna var komið við sögu. „Ég réði mig á fjögurra stjörnu hótel með yfir 200 herbergjum þar sem ég sinnti viðhaldi og hljóp í hin ýmis störf.“ Yfirmaður Jo á þessu hóteli var frábær og undi hún hag sínum vel þarna uppi í fjöllum. „Ég varð samt fljótlega eirðarlaus og fann að hafið kallaði á mig.“ Nonna og Manna þætt­ irnir komu sterkir inn Hugur Jo reikaði oft til íslands og var þessi fámenna eyja henni of- arlega í huga. „Ég held að skýr- inguna á þessari íslandsdýrkun minni megi rekja til Nonna og Manna þáttanna,“ segir Jo. „Ég horfði örugglega fimmhundruð sinnum á þessa þætti þegar ég var barn í Þýskalandi og eldri systk- ini mín voru komin með hundleið á þessu,“ rifjar hún upp brosandi. „Ég var líka mjög heilluð af hvöl- um og því lá beinast við að finna eitthvað í þessum geira,“ seg- ir hún. „Ég er of þýsk til að búa í Frakklandi og of frönsk til að búa í Þýskalandi,“ bætir hún við. Jo sótti um hjá þremur hvalaskoðunarfyr- irtækjum á íslandi og var Láki To- urs í Grundarfirði eitt af þeim. „Ég var óratíma að semja umsóknina og var mjög stressuð þegar tölvu- póstarnir fóru loksins frá mér,“ rifjar hún upp. Hún fékk fljótlega neikvætt svar frá fyrsta fyrirtæk- inu og svo kom póstur frá Láka Tours. „Fyrst kom svar um að það væri erfitt að fá vinnu á þeim tíma- punkti og að tímabilið væri búið,“ rifjar hún upp. „Svo fljótlega kom annar póstur frá Láka þar sem ég var spurð hvort að ég gæti komið eftir tíu daga,“ segir hún hlæjandi er hún rifjar þetta upp. „Ég stökk á það tækifæri og sumarið 2017 var ég orðin hvalaleiðsögumaður hjá Láka Tours. Sterk tenging við Paimpol Jo segir það hafa verið mjög skemmtilegt þegar hún kom fyrst til Grundarfjarðar og sá þessa tengingu sem var frá bænum við Paimpol í Frakklandi, en hún bjó nærri Paimpol þegar hún var yngri. „Fegursti hluti Frakklands,“ seg- ir hún stolt. Þegar tímabilinu lauk í Grundarfirði fór hún að vinna hjá öðru hvalaskoðunarfyrirtæki á Norðurlandi og var þar í tvo mánði. „Eftir það kláraði ég vetur- inn sem jöklaleiðsögumaður á Sól- heimajökli á Suðurlandi. Ég hafði samt eiginlega ekki lappir í þetta jöklabrölt þannig að fjórum mán- uðum síðar kom ég aftur til Láka Tours í mars 2018.“ Komin með skipsstjórnarréttindi Jo hefur starfað hjá Láka Tours eft- ir þetta en síðastliðinn vetur var hún í tveggja mánaða fríi þar sem hún skellti sér í nám til Bretlands. „Ég tók tvo mánuði í vetur og náði mér í skipstjórnarréttindi í Bret- landi. Ég er nú bara nýkomin heim og með plagg í farteskinu sem seg- ir að ég sé skipstjóri,“ segir hún stolt. „Mér líður afskaplega vel á íslandi og mér er farið að líða eins og heima hjá mér hérna á Snæfells- nesi.“ Jo er nýbúin að kaupa lít- ið hús á Arnarstapa þar sem hún býr eða leigir út til skiptis. „Það er mikil skuldbinding að kaupa fast- eign en það er kannski merki þess að ég vilji setjast einhvers staðar að eftir að hafa verið á flakki nán- ast allt mitt líf,“ segir þessi unga kjarnakona að endingu. tfk Jo í starfi sínu hjá Láka Tours að fræða farþega um hvali. Of þýsk til að búa í Frakklandi og of frönsk til að búa í Þýskalandi Josephine Mayr við Kirkjufell í Grundarfirði. Í kröppum dansi á keppnisskútu Team Jolokia. Lið Team Jolokia á siglingu. Jo er hér fremst á skútunni á siglingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.