Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 2019 33 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn SK ES SU H O R N 2 01 6 Akraneskaupstaður sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra hamingjuóskir í tilefni dagsins Nafn Péturs Bogasonar þekkja flestir í Snæfellsbæ. Góða skapið og brosið verður seint af honum tekið og maðurinn er ávallt í hópi þeirra sem reiðubúnir eru að hjálpa þegar á þarf að halda. Pétur hefur stundað sjóinn frá 16 ára aldri líkt og margir hans jafnaldrar. Pétur er nýorðinn 69 ára og hefur nú látið af störfum sem hafnarvörður í Snæfellsbæ. Ef- laust munu margir sjómenn sakna hans úr starfinu. Naglar þessir Færeyingar Aðspurður um hans sjómannsferil segist Pétur hafa byrjað á Steinunni SH þar sem aflamaðurinn Krist- mundur Halldórsson var við stýrið. „Þetta var vertíðina 1966 en þá vor- um við á trolli. Svo var farið á net og vertíðina 1967 vorum við með 867 tonn frá 6. janúar til 15. maí og vorum hæstir hér á Nesinu þá ver- tíð. Það sem mér er minnisstæðast frá þessari vertíð er hvað það var svakalega kalt en það kom mér til bjargar að kokkurinn Guðni Sum- arliðason keypti á mig ullarnærbux- ur og -peysu og móðir hans prjón- aði á mig lopavettlinga. Við vor- um ellefu á Steinunni þessa vertíð; fimm íslendingar og sex Færey- ingar, algjörir naglar, en þeir voru með ófóðraða gúmmívettlinga sem við höfðum aldrei séð áður. Þeir voru víkingar þessir Færeyingar og í þessum kulda sem þá var rauk úr höndunum á þeim meðan ég bara hreinlega fraus á garðinum,“ segir Pétur. Náði í restina af síldinni „Á þessum árum voru ekki neinar stakkageymslur og sjófötin héngu bara undir hvalbak þegar við vor- um ekki í þeim. Þegar vistinni lauk á Steinunn SH fórum við vestur á ísafjörð til þess að ná í Matthildi SH sem var 105 tonna trébátur og þaðan var farið beint á síldveiðar. Síldin var þá að hverfa af íslands- miðum og héldum við á Jan Mayen svæðið á síld og gekk það ágætlega, en þá var landað í Haförn frá Siglu- firði sem var gamalt olíuskip og þar fengum við olíu, vatn og vistir á móti. Og svo hvarf síldin af þessu svæði og alla leið til Svalbarða, en við á þessum minni bátum gátum ekki farið svo langt.“ Nýtt tímabil Eftir þetta segir Pétur að farið hafi verið á troll og þá um leið hafi nýtt tímabil hafist í Ólafsvík, því eitt- hvað þurfti að gera þegar síldin hvarf af miðunum. „Flestir fóru á troll og vorum við að toga í land- helgi og Gæslan rak okkur í land, því enginn vissi hvar mátti trolla. En Gæslan gerði ekkert í þessu þannig að með tíð og tíma komu svæði sem við máttum trolla á.“ Balarnir í klessu Pétur var lengi á Matthildi og fór svo yfir á Gunnar Bjarnason SH með Ríkharði Magnússyni sem var annálaður aflamaður. „Rikki Magg var svo fiskinn að hann fiskaði á við tvo báta og gott að vera með honum á sjó. Við vorum á línu og netum og mikið róið alveg sama hvernig spá- in var, þá var kapp í mönnum. Eitt sinn vorum við að veiðum í Jök- uldýpinu í mokafla á línu en veð- ur voru oft válynd á þessum slóð- um. Þarna gerði snarvitlaust veð- ur einn daginn og við að draga lín- una. Svo slitnaði hún og þá var far- ið í hinn enda línunnar og dregið á móti vindi. Brotin sem komu yfir bátinn voru mörg, en við reyndum að halda okkur eins og við gátum við dráttinn. Ég rétt heyrði þegar Rikki náði að kalla út um gluggann að passa okkur því stórt brot væri að skella á okkur. Minn kæri! Því- líkur brotsjór. Ég og aðrir á dekk- inu náðum að halda okkur. Við voru með járnbala þar sem línan dróst í og þegar ég leit á balana var eins og jarðýta hefði keyrt á þá, allir beyglaðir og bara ónýtir! Og línan sem í þeim var, klesst inn í bölun- um, þvílíkt sjón, en við komumst til hafnar og þá tók nú ekki betra við,“ sagði Pétur og skellihlær. „Á þeim tíma tóku beitningarmenn á móti bátnum þegar hann kom að landi til þess að koma með beitta bala og taka hina frá borði og greiða flækj- ur. Þegar þeir sáu hvernig línan og balarnir voru útleiknir eftir þennan róður, allir í smalli, urðu beitning- armennirnir alveg snar og bölvuðu okkur í sand og ösku.“ Steini Hauks var vélstjóri, en einn að beiningarmönnunum brjál- uðu hét Jóhann Óskarsson. „Hann var alls ekki sáttur við útlitið á þessu öllu, hrópaði og blótaði og þá sagði Steini við hann: „Jói, þegar ég verð gamall og nenni ekki að vinna fer ég að beita, þetta er svo næs mað- ur!“ Þessi orð Steina gerðu Jóa al- veg foráttuillan, en Steini hló bara að þessu öllu og hafði gaman af.“ Hættur störfum Pétur hætti svo á sjó og gerðist hús- vörður í stórri blokk í Reykjavík. „Ég var þar í þrjú ár og svo fékk ég svo mikla heimþrá að ég flutti aftur vestur og gerðist verkstjóri hjá ný- sameinaða Snæfellsbæ. Það var 1. júlí árið 1994 og þar var ég til 4. júlí 2005 að ég gerðist hafnarvörður og er bara nýhættur þar vegna aldurs.“ Pétur segist hafa kynnst mörgum skemmtilegum körlum á starfsferl- inum en getur þess að Rafn Guð- laugsson sé sá eftirminnilegasti. Auk starfa sinna við hafnarvörslu hefur Pétur verið meðhjálpari í Ólafsvíkurkirkju til margra ára. af Rafn Guðlaugsson er eftirminnilegasti maður sem Pétur hefur kynnst um ævina þótt þeir hafi ekki unnið saman. Eftir einn brotsjóinn voru línubalarnir eins og jarðýta hefði ekið yfir þá Pétur Bogason hafnarvörður rifjar upp liðna tíma Pétur Bogason og kona hans Kristjana Huldudóttir. Pétur og Guðmundur Þorgrímsson að losa krók úr æðarkollu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.