Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 53

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 53
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 2019 53 Grundarfjörður – miðvikudagur 29. maí Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Grundarfirði og hefst dagskráin með opnun ljósmyndasýningar í Bæringsstofu kl. 09:00 í dag, miðvikudag. Fjölbreytt dagskrá verður fram yfir helgi og hægt er að lesa sér betur til um hana í sjómannadagsblaðinu sem fylgir Skessuhorni í dag. Akranes – miðvikudagur 29. maí Árlegur öryggisfundur Sigurfara verður haldinn kl. 20:00 í hátíðarsalnum í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum. Á fundinum talar gestafyrirlesari frá kayjakklúbbi Reykjavíkur. Allir velkomnir, félagar og utanfélags. Akranes – fimmtudagur 30. maí Tónlistarkonan Valgerður Jónsdóttir flytur ljúfa og létta tóna á Lesbókinni frá kl: 14:00 til 16:00. Hvalfjarðarsveit – fimmtudagur 30. maí Kór Akraneskirkju heldur styrktartónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 20:00. Á efnisskránni verður mestmegnis íslensk kórtónlist af veraldlegum og andlegum toga. Kórinn heldur í söngferðalag til Austurríkis og Þýskalands í byrjun júní og má segja að þessir tónleikar marki upphaf þeirrar ferðar. Stjórnandi kórsins er Sveinn Arnar Sæmundsson. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Ekki er hægt að taka kort. Sjá nánar í frétt hér í blaðinu. Borgarnes – fimmtudagur 30. maí Skallagrímur tekur á móti KH í 5. umferð í 3. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 20:00 á Skallagrímsvelli. Akranes – fimmtudagur 30. maí Eldsmíðahátíð verður haldin á Safnasvæðinu í Görðum á Akranesi dagana 30. maí - 2. júní. Hvalfjarðarsveit – föstudagur 31. maí Hjólreiðafélagið Tindur frá Reykjavík verður með hjólreiðamót í Hvalfirði og verða með aðstöðu að Hlöðum. Keppnin hefst kl. 18 og endar um kl. 21.30. Það verða 3 vegalengdir í boði þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi: 27 km, 54 km og 91 km sem inniheldur malarkafla að hluta (bikarkeppni HRÍ). Veitingar verða í boði eftir keppnina og flott úrdráttaverðlaun í boði. Sundlaugin verður einnig opin frameftir þannig að það verður skemmtileg stemmning líka eftir keppnina. Akranes – föstudagur 31. maí ÍA fær Þrótt R í heimsókn í 3. umferð í Mjólkurbikarnum í knattspyrnu kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Akranesvelli. Snæfellsbær – föstudagur 31. maí Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Snæfellbær og hefst dagskráin með skemmtisiglingu frá Ólafsvík kl. 19 á föstudagskvöldinu. Fjölbreytt dagskrá verður yfir alla helgina og hægt er að sjá nánari upplýsingar um hvað verður í boði í frétt í sjómannadagsblaði Skessuhorns í dag. Akranes – föstudagur 31. maí Akranesleikarnir í sundi verða haldnir í Jaðarsbakkalaug dagana 31. maí – 2. júní. Borgarbyggð – laugardagur 1. júní Kór Neskirkju heldur tónleika í Reykholtskirkju kl. 17. Efnisskráin að mestu helguð skáldinu Snorra Hjartarsyni en kórinn er að gefa út geisladisk með kórverkum eftir Steingrím Þórhallsson, organista Neskirkju og stjórnanda kórsins, við ljóð Snorra. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. Akranes – sunnudagur 2. júní Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlega með veglegri dagskrá. Hægt er að sjá nánari dagskrá í auglýsingu og frétt í Sjómannadagsblaði Skessuhorns. Akranes – mánudagur 3. júní Rauði krossinn á Akranesi heldur námskeiðið Börn og umhverfi dagana 3. – 6. júní fyrir ungmenni fædd ári 2007 eða eldri. Á námskeiðinu verður farið í ýmsa þætti varðandi umgengni og framkomu við börn. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 570-4000. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 24. maí. Stúlka. Þyngd: 3.670 gr. Lengd: 51,5 cm. Foreldrar Þóra Sif Svansdóttir og Daði Georgsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir. Helgarstarfsmenn Okkur í Ljómalind vantar afleysingu um helgar í sumar. Áhugasamir endilega hafið samband við okkur á netfangið Ljómalind@ljómalind.is. Óska eftir lítill í búð til leigu Óska eftir lítilli íbúð eða herbergi til leigu í Borgarnesi. Er reglusamur eldri maður. Upplýsingar í síma 695-5556 Vantar þriggja til fjögurra herbergja íbúð Er einhver með þriggja til fjögurra herbergja íbúð til leigu í eitt ár frá ágúst? Við erum 5 manna fjölskylda sem langar að flytja heim til Íslands í eitt ár frá Noregi. Fínt væri ef hægt væri að fá myndir í email á netfangið holmsolhja@gmail.com. Skrifstofa Akranesi Til leigu skrifstofa á Akranesi. Hentug fyrir ýmsa einyrkjastarfsemi. Uppl. s. 894- 8998. Parketslípun og sólpallaslípun Parketslípun og sólpallaslípun. www.parketogmalun.is . 25 ára reynsla og þjónusta. Eingöngu notuð bestu fáanlegu efni. Upplýsingar í síma 772-8100. Markaðstorg Vesturlands ATVINNA Í BOÐI ÝMISLEGT LEIGUMARKAÐUR FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2019 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Mánudaginn 3. júní Þriðjudaginn 4. júní Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SKE SS U H O R N 2 01 9 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Ólafsvík 2019 Bifreiðaskoðun verður við Fiskiðjuna Bylgjuna, Bankastræti 1 Miðvikudaginn 5.júní Fimmtudaginn 6.júní Föstudaginn 7.júní ATH. Allar stærðir ökutækja skoðaðar Upplýsingar í síma 863-0710 SK ES SU H O R N 2 01 9 26. maí. Stúlka. Þyngd: 3.478 gr. Lengd: 51. cm. Foreldrar: Margrét Magnúsdóttir og Birkir Örn Gylfason, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir. 26. maí. Drengur. Þyngd: 3.945 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Karin Johanna Knútsson og Eyjólfur Gíslason, Borgarfirði. Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir. www.skessuhorn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.