Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201914 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Sjómenn til hamingju með daginn! Afgreiðslutímar:Virka daga 9–18Laugardaga 10–14Sunnudaga 12–14 Öll þjónusta við skip og báta með lyf og hjúkrunarvörur. Smiðjuvellir 32 -300 Akranes -Sími 431 5090 -Fax 431 5091 -www.apvest.is Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur um næstu helgi og verð- ur ýmsilegt í boði fyrir alla fjöl- skylduna á Akranesi, í Grundarfirði og í Snæfellsbæ. Samkvæmd heim- ildum Skessuhorns verður ekki skipulögð dagskrá í Stykkishólmi að þessu sinni. Á Akranesi hefst dagskráin á sunnudaginn klukkan 10 með minningarstund við minnismerki um týnda sjómenn, áður en hald- ið verður í sjómannadagsmessu í Akraneskirkju. Dýfingakeppni Sjó- baðsfélags Akraness verður á gömlu Akraborgarbryggjunni kl. 11 og keppt í tveimur flokkum, yngri en 50 ára og 50 ára og eldri. Dorg- veiðikeppni í boði Bíóhallarinn- ar verður haldin á Sementsbryggj- unni. Þá verður róðrarkeppni í boði Gamla Kaupfélagsins. Á hafnar- svæðinu verður fjölskylduskemmt- un frá kl. 14-16 þar sem verður m.a. boðið upp á hoppukastala, kassa- klifur, bátasmíði og margt fleira fyrir alla fjölskylduna. í Grundarfirði hefst sjómanna- dagsgleðin í dag, miðvikudag, með ljósmyndasýningu í Bærings- stofu. Á morgun verður skeetmót á félagssvæði Skotgrundar í Hrafn- kelsstaðarbotni, þar sem sjómenn etja kappi við landkrabba. Á föstu- daginn munu sjómenn heimsækja Leikskólann Sólvelli og m.a. sýna krökkunum allskyns furðufiska og skora á krakkana í reiptog. Sjó- mannadagsgolfmótið verður líka á sínum stað á Bárarvelli. Á laugar- daginn verður krakkasprell í Vél- smiðju Grundarfjarðar í Ártúni. Varðskipið Þór verður í höfninni í Grundarfirði yfir helgina og fer í hátíðarsiglingu kl. 12 á laugardeg- inum. Hátíðarhöld hefjast á hafnar- svæðinu kl. 13, þar sem boðið verð- ur upp á grillaðar pylsur og keppt í ýmsum greinum og margt fleira. Þá verður froðubolti, vígsluathöfn að nýju fiskvinnsluhúsi G.Run og margt fleira í boði. Laugardeginum mun ljúka með dansleik á Kaffi 59. Á sunnudaginn verður Leikhópur- inn Lotta með sýningu. Sjómanna- guðsþjónusta verður í Grundar- fjarðarkirkju, Runólfur Guðmunds- son og Sigurjón Halldórsson, fyrr- um skipstjórar, verða heiðraðir fyr- ir störf sín og margt fleira verður í boði. í Snæfellsbæ verður dagskrá alla helgina og hefst hún með skemmti- siglungu á föstudagskvöldinu. í Sjómannagarðinum í Ólafsvík verður grillveisla, hoppukastalar og fleira. Á laugardeginum verður dorgveiðikeppni á Norðurgarði í Ólafsvík. í Rifi verður skemmtun fyrir alla fjölskylduna, kappróður, flekahlaup, þrautakeppni, reiptog og margt fleira. Boðið verður upp á fiskisúpu og hoppukastala. Sjó- mannahóf verður í Klifi um kvöldið þar sem boðið verður upp á mat frá Galito. Sóli Hólm sér um veislu- stjórn og hljómsveitin Bandmenn munu halda uppi stuði fram á nótt. Á sunnudaginn verður sjómanna- messa og sjómenn verða heiðr- aðir. Hátíðardagskrá verður í sjó- mannagörðunum í sveitarfélaginu og Leikhópurinn Lotta verður með sýningu í Tröð kl. 15:30. arg Þyrlubjörgun úr sjó var meðal sýningaratriða á Akranesi á síðasta ári. Ljósm. mm. Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um helgina Svipmynd frá sjómannadeginum í Grundarfirði á síðasta ári. Ljósm. tfk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.