Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 48

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 48
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201948 Atli Teitur Brynjarsson útskrifað- ist síðastliðinn laugardag af nátt- úrufræðibraut frá FVA og var hann dúx skólans á vorönn með 9,3 í meðaleinkunn. Atli Teitur segir náttúrufræðibraut hafa orðið fyrir valinu því honum þykir skemmti- legast í raungreinum. Aðspurður segist hann ekki geta sagt að eitt- hvað eitt sé lykillinn að því að ná þessum árangri í náminu, en að námið liggi vel fyrir honum þökk sé þeim genum sem hann fékk í vöggugjöf. „Ég tel mig vera frek- ar samviskusaman, ég mætti alltaf þegar ég gat og skilaði öllum verk- efnum,“ segir hann. „í tilefni dagsins skálaði ég við mömmu og ömmur mínar og afa, skellti mér síðan í veislu og lyfti mér upp um kvöldið,“ segir hann aðspurður. „Ég held mína veislu síðan um næstu helgi, þegar pabbi verður kominn heim,“ bætir hann við. Samhliða námi vann Atli Teit- ur aðeins, til að fá smá auka pen- ing, auk þess sem hann æfir fót- bolta og æfði golf fyrstu fjórar annirnar í náminu en fótbolti og golf eru helstu áhugamálin hans. Atli Teitur segir að nú taki við pása frá námi í eitt ár, sem hann ætlar að nýta eins vel og hann getur. „Ég er ekki 100% viss um hvað ég ætla að nýta hana í en ég ætla að nýta hana vel,“ segir hann. arg Atli Teitur dúxaði við FVA Atli Teitur Brynjarsson og Halla Margrét Jónsdóttir hlutu námsstyrk Akranes- kaupsstaðar auk þess sem Atli Teitur hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn í FVA. Á myndinni eru Atli Teitur, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóra á Akranesi og Sigríður Valdimarsdóttir, móðir Höllu Margrétar. Laugardaginn 25. maí voru braut- skráðir 74 nemendur frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Dröfn Viðarsdóttir aðstoðar- skólameistari flutti annál vorann- ar við athöfnina. Ylfa Örk Davíðs- dóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útkskriftarnema, þar sem hún rifjaði upp nokkur eftirminnilieg augnablik skólagöngunnar. Helga Braga Jónsdóttir, fyrrverandi nem- andi, flutti ávarp og Bergdís Fann- ey Einarsdóttir, Ólöf Gunnarsdótt- ir og Edgar Gylfi Skaale Hjalta- son sáu um tónlistarflutning við athöfnina. Þá flutti Elena Vallad- ares Ramirez kveðjuorð, en hún er spænskur skiptinemi sem stundaði nám við skólann í vetur. Atli Teitur Brynjarsson hlaut viðurkenningu skólans fyrir best- an árangur á stúdentsprófi á vor- önn 2019. Námsstyrk Akranes- kaupstaðar hlutu þau Atli Teitur og Halla Margrét Jónsdóttir sem brautskráðist frá skólanum fyrir síðustu áramót. Ágústa Elín Ingþórsdóttir skóla- meistari ávarpaði útskriftarnem- endur í lok afhafnar þar sem hún óskaði þeim gæfu og velfarnaðar. Að lokum risu gestir úr sætum og sungu lagið Nú er sumar, áður en þeir héldu út í góða veðrið. Verðlaun og viðurkenningar Eftirtaldir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyr- ir ágætan námsárangur og störf að félag- og menningarmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru inn- an sviga. Aðalbjörg Egilsdóttir fyr- ir ágætan árangur í þýsku (Þýska sendiráðið), ágætan árangur í ís- lensku (Fjölbrautaskóli Vestur- lands), ágætan árangur í líffræði (ís- landsbanki) og fyrir góð störf að fé- lags- og menningarmálum en hún var meðal annars ein af formönnum leiklistarklúbbs skólans og Góð- gerðafélagsins Eynis (Minningar- sjóður um Karl Kristin Kristjáns- son) Agnes Rós Sveinbjörnsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku (Fjöl- brautaskóli Vesturlands) Amelija Prizginaite fyrir ágætan árangur í ensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands) Arna Berg Steinarsdóttir fyr- ir ágætan árangur í íslensku (Fjöl- brautaskóli Vesturlands) Atli Teitur Brynjarsson fyr- ir ágætan árangur í spænsku (VS Tölvuþjónusta), ágætan árangur í stærðfræði (Skaginn 3X), ágætan árangur í íslensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og fyrir framúrskar- andi árangur í raungreinum á stúd- entsprófi (Háskólinn í Reykjavík) Bergdís Fanney Einarsdótt­ ir fyrir ágætan árangur í erlend- um tungumálum (Mála- og menn- ingardeild Háskóla íslands), ágæt- an árangur í stærðfræði og raun- greinum (Faxaflóahafnir), ágætan árangur í íslensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og ágætan árangur í íþróttum (Omnis Verslun). Einn- ig hlaut Bergdís verðlaun úr sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar fyr- ir framúrskarandi námsárangur í raungreinum og Menntaverðlaun Háskóla íslands sem eru veitt nú í annað sinn til allra framhaldsskóla landsins, ein verðlaun til hvers skóla. Bergdís fær verðlaunin fyr- ir framúrskarandi árangur á stúd- entsprófi og fyrir árangur á sviði íþrótta. Birta Margrét Björgvinsdóttir fyrir góð störf að félags- og menn- ingarmálum en hún starfaði með- al annars í stjórn nemendafélags skólans (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson) Bjarney Helga Guðjónsdóttir fyrir ágætan árangur í spænsku og ensku (Rótarýklúbbur Akraness), ágætan árangur í íslensku (Fjöl- Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Vesturlands brautaskóli Vesturlands), ágæt- an árangur í líffræði (Meitill GT Tækni) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum, en hún var meðal annars ein af formönnum Góðgerðafélagsins Eynis (Minn- ingarsjóður um Karl Kristin Krist- jánsson) Bryndís Jóna Hilmarsdóttir fyrir framfarir í námi (Fjölbrauta- skóli Vesturlands) Elísa Sjöfn Reynisdóttir fyr- ir ágætan árangur í tréiðngreinum (Trésmiðjan Akur) og hvatningar- verðlaun til áframhaldandi náms (Zontaklúbbur Borgarfjarðar) Fríða Halldórsdóttir fyrir ágæt- an árangur í þýsku (Þýska sendiráð- ið) og ágætan árangur í stærðfræði (Fjölbrautaskóli Vesturlands) Halldór Vilberg Reynisson fyr- ir ágætan árangur í málmiðngrein- um (Blikksmiðja Guðmundar) og fyrir ágætan árangur í verklegum greinum (Katla Hallsdóttir) Helena Dögg Einarsdóttir fyr- ir ágætan árangur í spænsku (Fjöl- brautaskóli Vesturlands), ágætan árangur í efnafræði (Efnafræðifé- lag íslands) og ágætan árangur í líf- fræði (Gámaþjónusta Vesturlands) Hugi Berg Þorvaldsson fyrir ágætan árangur í þýsku (Fjölbrauta- skóli Vesturlands) Júlía Rós Þorsteinsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku og ensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og ágætan árangur í líffræði (Sorop- timistasystur á Akranesi) Karen Þórisdóttir fyrir ágæt- an árangur í þýsku (Penninn Ey- mundsson) og ágætan árangur í íslensku (Fjölbrautaskóli Vestur- lands) Kristmann Dagur Einarsson fyrir ágætan árangur í viðskipta- greinum (Landsbankinn) Ólöf Gunnarsdóttir fyrir ágæt- an árangur í efnafræði (Efnafræði- félag íslands), ágætan árangur í líf- fræði (Elkem ísland) og fyrir góð störf að félags- og menningarmál- um en hún var meðal annars ein af formönnum leiklistarklúbbs skól- ans og Góðgerðafélagsins Eynis (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson) Sólveig Erla Þorsteinsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku (Fjöl- brautaskóli Vesturlands), ágætan árangur í efnafræði (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum en hún var ein af formönnum Góðgerða- félagsins Eynis (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson) Ylfa Örk Davíðsdóttir fyr- ir framúrskarandi árangur í grein- um sem tengjast heilsu (Embætti landlæknis), fyrir ágætan árang- ur í ensku (Fjölbrautaskóli Vestur- lands) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum en hún starf- aði meðal annars í stjórn nemenda- félags skólans (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson) Þórhildur Arna Hilmarsdótt­ ir fyrir ágætan árangur í þýsku og dönsku (Verkalýðsfélag Akraness), ágætan árangur í íslensku (Fjöl- brautaskóli Vesturlands) og ágæt- an árangur í efnafræði og líffræði (Gámaþjónusta Vesturlands) arg/ Ljósm. Myndsmiðjan/GH Halldór Vilberg Reynisson ásamt Ágústu Elínu Ingþórsdóttir skólameistara. Hall- dór hlaut viðurkenningu fyrir ágætan árangur í málmiðngreinum. Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.