Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201930 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn „Þessi grásleppuvertíð nær ekki með- alvertíð í magni talið. Fiskgengd- in hefur ekki verið mikil, en ástand þeirrar grásleppu sem gengur inn á grunnslóð hefur verið gott. Hins vegar er mikil eftirspurn eftir grá- sleppuhrognum og verðið hefur því verið gott í vor, eða þetta yfir 300 krónur fyrir kílóið fyrir heila grá- sleppu,“ segir Rögnvaldur Einarsson grásleppusjómaður á Akranesi í sam- tali við Skessuhorn. Með bátinn á lista Grunnskólakennsla var ævistarf Rögnvaldar sem í fjóra áratugi kenndi við Barnaskóla Akraness eða Brekkubæjarskóla eftir að skólinn fékk annað nafn. Rögnvaldur hætti kennslu þegar hann náði 95 ára regl- unni, en hefur haldið áfram að stúss- ast í kringum veiðar, fer á grásleppu, fellir net á haustin og vinnur auk þess við beitningu á veturna. Alltaf sam- hliða kennslunni stundaði hann þó sjómennsku á vorin og sumrin, gerði meðal annars út um tíma bát með Inga Steinari Gunnlaugssyni þáver- andi skólastjóra Barnaskóla Akra- ness. Þegar þeir félagar voru eitt sinn á sjó gerðu hinir karlarnir stólpagrín að þeim. „Við fengum glósur eins og: „Sjáiði nú menntamennina, nú eru þeir alveg komnir með bátinn á lista. Nú ætla þeir að drepa sig.“ Þetta sagði einn sem hafði ekki mikla trú á okkur menntamönnunum, eins og hann kallaði okkur kennarana. Þetta að vera kominn á lista þýddi að bát- urinn var orðinn svo hlaðinn að sjór- inn náði að borðstokknum og þá þurfti ekki stóra öldu til að fylla bát- inn af sjó og sökkva honum.“ Úr skóla og beint á sjó „Hér á árum áður var ég iðulega far- inn beint á sjóinn þegar ég var bú- inn að afgreiða síðustu prófin hjá börnunum á vorin. Var m.a. á skip- um frá HB en eignaðist síðan eigin bát og byrjaði fljótlega að gera út á grásleppu.“ Þótt kominn sé yfir sjö- tugt og hættur kennslu fyrir nokkr- um árum er dagskráin þétt allt árið hjá Rögnvaldi sem segist einfaldlega velja sér þann lífsstíl að hafa nóg að gera, þannig líði honum best. Á vet- urna starfar hann við að beita línu fyrir Ebba AK í beitningarskúr niður á Breið ásamt fleiri körlum. Sjálfur á hann svo tvo báta; Ver AK-38 sem er sex tonna bátur og annan minni, Gára AK-6 fjögurra tonna bát. Hann hef- ur grásleppuleyfi fyrir báða bátana, er nú búinn með dagafjöldann á Ver en er nú búinn að skipta yfir á Gára og hyggst veiða fram undir lok júní. Grásleppuveiðarnar standa því yfir hjá Rögnvaldi í tæpa þrjá mánuði. Stórþorskurinn elti loðnuna „Þótt kennsla hafi verið ævistarfið mitt þá hef ég verið viðloðandi sjó- inn alla tíð. Ætlaði einhverju sinni að hætta á sjó og lengi stóð það til hjá mér að selja Gára AK. Keypti hann upphaflega með Inga Steinari á átt- unda áratugnum og hef átt síðan. Verðið var hins vegar svo lágt fyr- ir báta að ég gat rétt eins átt hann áfram.“ í vor hafa um átta bátar verið gerð- ir út á grásleppuveiðar frá Akranesi og hefur fækkað á liðnum árum. „Við máttum byrja veiðar 20. mars en ég lagði ekki netin fyrr en 4. apríl vegna brælu. Þá strax var grásleppan geng- in hér á miðin. Það hefur svosem gengið þokkalega í vor að öðru leyti en því að núna var engin loðnuveiði og stóri þorskurinn elti loðnuna upp í harða land. Það fer afleitlega með netin hjá okkur þegar kannski nokkr- ir 10-15 kílóa þorskar flækjast í þau. Það þarf ekki marga slíka fiska til að slíta og vefja upp netin. Þetta hefur aldrei verið svona slæmt áður.“ Rögnvaldur er með netalagnir sínar á grunnslóð utan skerja norð- an við Akranes, alltaf á sömu slóð- um. Þetta er þekkt veiðislóð sem nýtt hefur verið svo lengi sem elstu menn muna, en í Höfðavíkinni voru allt upp í tíu grásleppubátar gerð- ir út á árum fyrr. Einungis er um hálftíma stím á miðin frá höfninni á Akranesi, en veiðislóð Rögnvald- ar nær frá Ósi og vesturum á móts við Slippinn. „Ég hef í þessi fjöru- tíu ár sem ég hef stundað gráslepp- una verið á svipuðum slóðum.“ Hver grásleppubátur hefur leyfi til að leggja samtals sjö kílómetra af netum. „Hvert net er um 80 metra langt þannig að við erum að nota í lagnirnar ríflega 80 net. Fiskistofa fylgist svo grannt með að við sjó- menn virðum netafjölda og almennt þær reglur sem gilda um veiðarnar. Auk þess fylgist Landhelgisgæslan með veiðunum úr lofti.“ Trúr sama kaupanda Rögnvaldur hefur haldið sig lengi við sama kaupanda að hrognunum. „Ég byrjaði að selja Vigni G Jóns- syni hrognin fyrir margt löngu. Fyrirtækið reyndist mér vel og ég hef haldið mig við það þrátt fyr- ir að það hafi nú skipt um eigend- ur. Nú eru sjómenn hættir að taka sjálfir hrognin úti á sjó heldur landa grásleppunni heilli. Hún fer síðan öll í gegnum fiskmarkaðinn þrátt fyrir að kaupandinn í mínu tilfelli sé alltaf sá sami. Þannig er hald- ið utan um magn og verð og allir borga sína skatta og skyldur. Það- an er fiskurinn sendur með bílum til Vopnafjarðar þar sem hrognin eru unnin og söltuð í tunnur. Svo er ekið með þau suður til vinnslu hjá Vigni G Jónssyni hér á Akra- nesi. Grásleppan er svo fryst til út- flutnings. Af þessum sökum er lítið sem ekkert um það lengur að sjó- menn séu að skera og hengja upp grásleppu til að láta síga.“ Þjófurinn var gómaður Frá þeim tíma sem sjómenn verk- uðu grásleppu rifjar Rögnvaldur upp sögu af þjófi sem gerðist að- gangsharður þar sem hann var að láta grásleppu síga niður á Breið. „Það hafði vaknað grunur um afföll í þessu hjá mér. Ég hafði hengt grá- sleppuna upp á snúru milli skúra. Friðþjófur Helgason ljósmyndari var í leit að myndefni. Hann góm- aði þjófinn, náði meira að segja af honum mynd. Það reyndist vera krummi sem var búinn að komast upp á lag með að toga í spyrðuna þangað til hún féll niður. Þá náði hann henni og flaug alsæll í burtu.“ Innan fjölskyldunnar Rögnvaldur nýtur aðstoðar sona sinna við veiðarnar og þá er þriðji ættliðurinn einnig með þeim feðg- um. Auk þess hefur Gísli bróðir Ætlar að stunda grásleppuveiðar áfram meðan heilsan er góð Rætt við Rögnvald Einarsson grásleppukarl á Skaganum Rögnvaldur með væna grásleppu á miðunum. Rögnvaldur á veiðum. Ljósm. Friðþjófur Helgason. Netin eru sjö kílómetrar að lengd og því mikil vinna að fella netin, halda þeim við og endurnýja fyrir næstu vertíð. Ljósm. úr safni/þá. Rögnvaldur og Hjálmar gera klárt fyrir næstu trossu. Ljósm. úr safni/hb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.