Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 40

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201940 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn „Ég er búinn að vera skipstjóri á Helga í 18 ár, fór minn fyrsta túr sem skipstjóri 17. maí 2001. En ég byrjaði á bátnum sem stýrimaður árið áður,“ segir Arnar Kristjánsson í samtali við Skessuhorn. „Ég var alltaf í kringum sjóinn og höfnina sem barn, ofan í bátunum, niðri á bryggju og að leika mér í fjörunni með hinum krökkun- um. Á átta og níu ára afmælisdög- unum mínum var ég á sjónum með pabba á Runólfi. Ég hef aldrei ver- ið í neinu öðru, nema bara tekið ör- stutta útúrdúra,“ segir hann. „Það kom því aldrei annað til greina en að verða sjómaður. Ég byrjaði á sjónum sem háseti á Runólfi 1986, þá rétt að verða 17 ára gamall. Ég var á Run- ólfi næstu árin og síðan á Hring eldri. Sjómennskan verður áhugaverðari og skemmtilegri eftir því sem maður kynnist henni betur, lærir meira og verður reyndari. Það kom því aldrei neitt annað til greina en að gera þetta að ævistarfinu,“ segir skipstjórinn. Traustur og öruggur kjarni Arnar skráði sig því til náms í Stýri- mannaskólanum og lærði skipstjórn, var á sjó í Grundarfirði á sumrin auk þess sem hann tók einn vetur í frysti- húsi G.Run. „Þegar Helgi var keypt- ur í janúar árið 2000 fór ég á hann sem stýrimaður. Ég varð skipstjóri á Helga árið eftir og hef verið allar göt- ur síðan,“ segir hann. „Allan þennan tíma hef ég blessunarlega verið laus við öll sjómannsævintýri á mínum ferli, aldrei lent í slysi og enginn af mínum mönnum slasast á sjónum. Ég held að þar skipti miklu máli að litlar mannabreytingar hafa orðið í áhöfn- inni. Ég er með traustan og öruggan kjarna sem hefur fylgt mér allan minn skipstjóraferil. Þegar maður er svo lánsamur þá skiptir ekki máli hvern- ig báturinn er. Menn kunna til verka, vita hvernig á að bera sig að, treysta hver öðrum og passa upp á félagana,“ segir skipstjórinn. Einn róður á viku Á Helga er róið einu sinni í viku. Jafnan er farið út á miðvikudegi eða fimmtudegi og aldrei landað seinna en á mánudegi. Allur fiskur sem veiddur er á Helga fer til vinnslu í fiskvinnslu G.Run í Grundarfirði. „Þetta er bara föst rútína, einn túr á viku og að mínu viti mjög gott kerfi. Menn geta skipulagt sig langt fram í tímann. Mannskapurinn veit allt- af hvenær hann er á sjó,“ segir hann. „Eini ókosturinn er að við erum allt- af á sjó um helgar. Ég er kvæntur og á eina dóttur og maður missir af 70 prósent af öllum afmælum og fleiru slíku. En á móti kemur að menn fá góð frí á milli,“ segir skipstjórinn. „Á sumrin eru róðrarnir líka styttri. Þeir geta verið allt upp í fimm sólarhringa á veturna en á sumrin þegar styttra er að sækja fiskinn fara þeir allt niður í sólarhring.“ Von á nýju skipi Helgi er 143 brúttólestir, tæplega 26 metra langur þar sem hann er lengst- ur og 7,5 metra breiður. Skipstjórinn segir bátinn orðinn of lítinn fyrir þær veiðar sem stundaðar eru á honum og G.Run vill gjarnan stunda. „Báturinn er of lítill til að sækja til dæmis á Hala- miðin, þangað förum við ekki nema veðrið sé gott,“ segir hann. í febrú- armánuði festi G.Run kaup á gömlu Bergey VE-554 frá Vestmannaeyjum. Mun það skip leysa Helga af hólmi og Arnar verður skipstjóri þess. „Við tökum nýja skipið í notkun í haust og erum bara mjög spenntir fyrir því. Fyrir utan það að vera fjórum sinnum stærra þá er þetta líka miklu yngra skip. Helgi er orðinn 30 ára gamall, smíðaður 1989 en Bergey var smíðuð 2007. Þetta verður mikil breyting og alger umskipti fyrir áhöfnina. Einnig vonum við að meðferð á aflanum og fleira verði betri með nýju skipi,“ seg- ir Arnar. „Það er hentugra skip fyrir þær veiðar sem við stundum. Fyrir- tækið er líka auðvitað að vinna að því að efla fiskvinnsluna enn frekar eftir að nýja vinnslan var tekin í notkun. Ætlunin er að veiða og verka meiri fisk á sem bestan og hagkvæmastan máta,“ bætir hann við. Haldinn veiðiást Arnari finnst mjög gaman að veiða fisk. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að þegar hann er ekki að veiða í vinnunni finnur hann veiði- áhuganum annan farveg. „Ég er alveg forfallinn veiðiáhugamaður og þegar ég er ekki á sjónum er ég oftar en ekki rokinn í veiði í landi, þá helst lax eða silung,“ segir hann. „Síðan keypti ég mér strandveiðibát fyrir átta eða níu árum síðan, Dodda SH-311. Strand- veiðarnar hafa aðeins komið í stað- inn fyrir laxveiðina hjá mér síðustu ár. Eini gallinn er að strandveiðin átti auðvitað fyrst og fremst að vera hobbý hjá mér, en þegar maður er haldinn svona mikilli veiðiást getur verið erfitt að halda henni sem bara áhugamáli,“ segir hann og brosir. „Á strandveiðunum fer ég frá Grundar- firði og elti bara fiskinn. Mest er ég hérna á heimamiðunum. Báturinn gengur bara tíu mílur svo ég fer ekki langt, sigli aldrei lengur en í svona tvo og hálfan tíma áður en ég byrja að veiða,“ segir Arnar. Honum líkar vel við strandveiðarnar. „Þó þær séu auð- vitað allt annars eðlis en þær sem ég stunda á Helga þá gilda engu að síð- ur sömu grunnlögmálin; þetta snýst allt um að veiða fisk, að finna hann og fanga á sem stystum tíma og sem auðveldastan hátt. Það er ósköp ein- falt og það sem öll sjómennska geng- ur út á.“ Framfarir á öllum sviðum Veiðin hefur almennt verið fín und- anfarin misseri og virðist vera meira af fiski víða í kringum landið en á sama tíma í fyrra. Arnar segir veið- ina raunar hafa aukist jafnt og þétt frá því hann hóf sinn skipstjórnar- feril. „Veiðin hefur aukist í flestum ef ekki öllum tegundum frá því ég byrjaði, það er ekki spurning. Ég var einmitt að skoða gamlar dag- bækur um daginn og hún er meiri núna en var,“ segir Arnar. „Það hef- ur auðvitað margt sem tengist veið- inni breyst mikið á þessum tíma. Stærsta breytingin í mínum huga er að veðurspárnar hafa batnað alveg stórkostlega,“ segir hann. „Núna erum við alltaf nettengdir og fylgj- umst stöðugt með spánni. En þær eru líka orðnar miklu nákvæmari. Ef því er spáð að veðrið breytist klukk- an þetta þá getur maður treyst á að þannig verði það. Langtímaspá- in er líka orðin mun betri en áður og maður getur skipulagt róður- inn mikið til eftir henni, farið lengst þegar spáin er best,“ segir skipstjór- inn. „Þar fyrir utan hefur mikil og góð þróun orðið í öllum tækjum og búnaði. Fyrir utan auðvitað tölvu- tæknina má nefna að GPS staðsetn- ingarbúnaðurinn er orðinn miklu betri en áður. Betri efni eru notuð í veiðarfærin en þegar ég var að byrja, viðhald á þeim er ekkert miðað við það sem áður var. Þegar ég byrjaði á sjó stóðum við í netabætingum út í eitt. Núna þykir bara mikill við- burður ef trollið rifnar. Hlerarnir á trollunum eru miklu betri og vinnu- brögðin við veiðina hafa líka batn- að. Hlerarnir snerta nánast aldrei botninn. Það gerir það að verkum að það er alltaf strekkt, maður fær ekki grjót inn í það og þá rifnar það ekki,“ segir hann. „Allt þetta gerir veiðarnar bæði hagkvæmari og um- hverfisvænni. Miklu minna rusl fer í sjóinn því veiðarfærin rifna nán- ast aldrei. Færri uppákomur og bil- anir þýða að túrarnir verða styttri. Það gerir það að verkum að minni olíu er brennt, miklu meiri fiskur veiðist á hvern lítra af olíu en áður var sem þýðir minni mengun. Allt þetta skiptir máli, bæði með tilliti til umhverfissjónarmiða og hag- kvæmni útgerðarinnar,“ segir Arnar Kristjánsson, skipstjóri á Helga SH, að endingu. kgk „Sjómennskan verður áhugaverðari eftir því sem maður kynnist henni betur“ segir Arnar Kristjánsson, skipstjóri á Helga SH-135 Arnar Kristjánsson skipstjóri um borð í Helga SH. Helgi SH, annar af bátum Guðmundar Runólfssonar hf., við bryggju í Grundarfirði. Skipstjórinn fyrir framan stýrishúsið á Helga SH.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.