Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 20196 Lengri hálend­ isvakt í sumar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráð- herra hefur annað árið í röð ákveðið að auka fram- lag ráðuneytisins til Há- lendisvaktar björgunarsveit- anna til þess að unnt verði að hefja viðveru á hálend- inu hálfum mánuði fyrr en ella. Með greiðslu viðbót- arframlags getur Hálendis- vaktin hafist um miðjan júní en alla jafna hefst hún ekki fyrr en í byrjun júlí. Aðstæð- ur á hálendinu bæði í ár og í fyrra kalla á þessa auknu við- veru. Hálendisvaktin er hluti af SafeTravel-verkefninu um öryggismál og slysavarn- ir ferðamanna. Það er sam- vinnuverkefni Landsbjargar, atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytisins og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Ferðamálaráðuneytið styrk- ir verkefnið árlega um 25 milljónir króna og SAF um 10 milljónir. -mm Skemmdar vinnuvélar HVALFJSV: Skemmdarverk var unnið á gröfu í Krosslandi í Hvalfjarðarsveit, rétt fyrir sunnan Akranes, síðastliðinn laugardag. Að sögn lögreglu var sett bæði vatn og mold á olíutank gröfunnar. Þá voru einnig rifnir brettakantar af vörubíl á sama stað. Lög- regla hefur málið til rann- sóknar og hvetur fólk til að hafa samband ef það kann að hafa orðið vart við grunsam- legar mannaferðir á þessu svæði. -kgk Of ungur ökumaður AKRANES: Lögregla hafði afskipti af helst til ungum ökumanni á Akranesi síðast- liðinn sunnudag. Þá hafði 15 ára piltur skroppið í bíltúr með fimm farþega í bílnum, eða einum farþega fleira en gert er ráð fyrir í bifreiðinni. Lögregla batt endi á ökuferð piltsins og gerði foreldrum hans viðvart. -kgk Heldur mikil hagsýni BORGARNES: Maður fór í verslunarferð í verslun einni í Borgarnesi í vikunni sem leið. Hann gekk inn í búðina og fyllti innkaupakerruna af vörum. Að sögn lögreglu var maðurinn hins vegar ekk- ert að hafa fyrir því að koma við á kassanum eftir að hann fyllti kerruna, heldur rölti beinustu leið út úr verslun- inni án þess að greiða fyrir varninginn. -kgk Líflegur markaður í apríl VESTURLAND: Á Vestur- landi var 48 samningum um fasteignir þinglýst í apríl. Þar af voru 12 samningar um eignir í fjölbýli, 22 samningar um eign- ir í sérbýli og 14 samningar um annars konar eignir. Heildar- veltan var 1.623 milljónir króna í þessum viðskiptum og meðal- upphæð á samning 33,8 millj- ónir króna. Af þessum 48 voru 20 samningar um eignir á Akra- nesi. Þar af voru sex samning- ar um eignir í fjölbýli, 13 samn- ingar um eignir í sérbýli og einn samningur um annars konar eignir. Heildarveltan var 933 milljónir króna og meðalupp- hæð á samning 46,7 milljónir króna. -mm Fáir selja mjólkurkvóta LANDIÐ: Á öðrum innlausn- ardegi ársins, 1. maí síðastliðn- um, fyrir greiðslumark í mjólk var greiðslumark þriggja kúa- búa innleyst á sama tíma og 90 framleiðendur lögðu inn kaup- tilboð fyrir mjólk að andvirði 8,7 milljóna lítra. Innlausnar- virði greiðslumarks er nú 100 krónur á lítra og er það Mat- vælastofnun sem annast inn- lausn þess. Alls voru innleyst- ir 22.300 lítrar að upphæð 2.230.000 krónur. -mm Undir áhrifum og stýri VESTURLAND: Tveir öku- menn voru stöðvaðir í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku grunaðir um akst- ur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna. Þá voru fimm öku- menn stöðvaðir grunaðir um að hafa sest ölvaðir undir stýri. Öll þessara sjö ölvunar- og fíkni- efnaakstursbrota teljast upplýst og eru komin í ferli að sögn lög- reglu. -kgk Motorcrossklúbbur Snæfellsbæj- ar hefur ekki haft mikla starfsemi undanfarin ár en á því er að verða breyting. Til stendur að haldin verði keppni í motorcrossi á braut félagins í sumar. Forsagan að því framtaki er sú að á Ólafsvíkurvöku 2017 stóðu félagar úr klúbbnum þeir Janus Jónsson, Albert Fann- ar Jónsson og Konráð Haralds- son, fyrir skemmtikeppni sem mjög góð mæting var á. Heppnaðist hún vel og fengu þeir fyrirspurnir í vet- ur um hvort ekki ætti að endur- vekja klúbbinn og halda keppni að nýju. Settu þeir sig í samband við feðgana Svan Tómasson og Stef- án Svansson til að athuga hvort þeir væru tilbúnir að aðstoða við að gera brautina tilbúna fyrir keppni, því án þeirrar hjálpar yrði ekkert af keppni þar sem brautinni hef- ur ekki verið haldið við undan- farin ár og ekki keppt í henni frá 2007. Voru þeir feðgar tilbúnir að hjálpa til með undirbúning og því var slegið til. Hófst undirbúning- ur að mótinu í janúar. Meðal ann- ars var farið í fjáröflun til að halda keppnina og koma brautinni í gott ásigkomulag. Keppni á vegum MSí til íslandsmóts verður haldin 27. júlí í sumar. Vonast þeir félagar til að sjá sem flesta á brautinni til að horfa á og ef einhverjir hafa áhuga á að hjálpa til, eru með hugmyndir, eða vilja styrkja þá, má senda þeim tölvupóst á netfangið mxolafsvik@ gmail.com. þa Hafnarstjórn Snæfellsbæjar hef- ur óskað eftir tilboðum í lengingu Norðurgarðs hafnarinnar í Ólafs- vík. Til stendur að lengja hann um 80 metra. Verkið felur í sér útlögn grjóts og kjarna, samtals 36 þúsund rúmmetra og upptekt og endurröð- un um tvö þúsund rúmmetra efnis. Útboðsgögn má nálgast á hafn- arskrifstofu Snæfellsbæjar í Ólafs- vík sem og hjá Vegagerðinni í Borgartúni í Reykjavík. Tilboðum skal skila á þessa sömu staði fyr- ir kl. 14:00 þriðjudaginn 4. júní næstkomandi og verða opnuð síð- ar sama dag. Áætluð verklok eru 1. desember 2019. kgk Félagarnir Janus, Albert og Konráð. Endurgera motorcross­ brautina í Ólafsvík Ólafsvíkurhöfn. Norður- garðurinn er næst í mynd. Ljósm. Snæfellsbær/ Sindri Snær Matthíasson. Lenging Norðurgarðs boðin út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.