Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201912 TIL LEIGU Digranesgata 6, 770 fm² verslunarrými við þjóðveginn. Rými með góðri vörumóttöku og nægum bílastæðum. Halldór Jensson, sölustjóri, veitir nánari upplýsingar í síma 840 2100 eða halldor@reitir.is Kringlan 4–12 103 Reykjavík www.reitir.is 575 9000 Kaldilækur er lítið kaffihús sem staðsett er í Sjómannagarðinum í Ólafsvík og hefur það verið rek- ið á sumrin síðan 2017 af bræðrun- um Antoni Jónasi og Ólafi Hlyni Illugasonum. Breyting verður á rekstrinum í sumar en síðastliðinn laugardag opnaði Kaldilækur aftur þetta sumarið. Það eru þau Sigur- björg Jóhannesdóttir og Daði Rún- ar Einarsson sem sjá um rekstur- inn í sumar. Aðspurð sagði Sigur- björg að þar sem Anton væri far- inn að vinna í Reykjavík og Óli væri úti á sjó hefðu þeir ekki séð sér fært að reka Kaldalæk í sumar. Fannst henni og Daða ómögulegt að láta þetta standa autt og hafði langað að gera eitthvað sjálf, stukku þau því á tækifærið og tóku við Kalda- læk. Þar sem þau eru bæði í fullri vinnu annars staðar mun Sæbjörg systir Sigurbjargar standa vaktina á Kaldalæk í sumar. Ætla þau að reka kaffihúsið með svipuðu sniði og verið hefur þó að þau hafi gert smávægilegar breytingar á matseðl- inum. Munu þau í sumar bjóða upp á súrdeigsbrauð með vali um hum- mus eða salat, graut og bakkelsi. Auk þessa ætla þau að halda áfram að bjóða upp á eins ferskt kaffi og mögulegt er. Svipaður opnunar- tími verður áfram og verið hefur en opið verður á virkum dögum frá 8 á morgnanna til 17 og um helgar frá kl. 10 til 17. Ætlunin er einn- ig að vera með kvöldopnun á föstu- dögum og laugardögum og mun þá verða opnað aftur klukkan 20 og ræðst það svolítið af stemningunni hverju sinni hve lengi verður opið. Fór sumarið vel af stað hjá þeim þá daga sem hefur verið opið og eru þau mjög spennt fyrir því að taka á móti gestum. þa Taka við rekstri Kaldalækjar í sumar Þrjátíu og tveir nemendur braut- skráðust frá Stóriðjuskóla Norður- áls í maí, fjórtán úr grunnnámi og átján úr framhaldsnámi. Skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2012 og hafa 164 nemendur út- skrifast frá honum á þessum tíma. „Tilgangur námsins er að auka kunnáttu og öryggi starfsfólks, efla starfsánægju, auka verðmætasköp- un og styrkja samkeppnisstöðu fyr- irtækisins. Einnig má líta á Stór- iðjuskólinn sem framlag Norðuráls gagnvart ákalli um aukna mennt- un á sviði iðnaðar hér á landi, jafn- framt því sem markmið skólans falla að áherslum á þekkingu, tækniþró- un og umhverfi nýsköpunar,“ segir í tilkynningu. Hópurinn nú í vor er sjá sjötti sem brautskráist frá Stóriðjuskól- anum. Um 80% þeirra sem hafa lokið námi eru í starfi hjá Norður- áli en aðrir hafa kosið að afla sér enn frekari menntunar. Norður- ál er í samstarfi við Símenntunar- miðstöðina á Vesturlandi og Fjöl- brautaskóla Vesturlands um námið, en auk þess koma sérfræðingar frá Norðuráli að kennslunni. mm/sb Hópurinn sem útskri- faðist úr framhaldsnámi við Stóriðjuskólann ásamt forsvarmönnum fyrirtækisins. Útskrift frá Stóriðjuskóla Norðuráls Hópurinn sem útskrifaðist úr grunnnámi Stóriðjuskólans ásamt forsvarmönnum fyrirtækisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.