Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 2019 31 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Óskum sjómönnum til hamingju með daginn einangrun – umbúðir Rögnvaldar verið honum mikið til aðstoðar í vor á meðan hann réri á stærri bátnum. „Gísli bróðir bjarg- aði mér alveg í vor. Strákarnir mín- ir Sveinbjörn og Hjálmar hafa ann- ars verið með mér á bátnum. Vegna veikinda annars þeirra hljóp Gísli í skarðið í vor. Það er gott að hafa slíkan Hauk í Horni, hann Gísli er ekki sporlatur maður,“ segir bróð- ir hans þakklátur. Aðspurður seg- ist Rögnvaldur ekki ætla á strand- veiðar í sumar, enda nær grásleppu- vertíðin hjá honum langleiðina út júní eins og áður segir og þá verður strandveiðitímabilið hálfnað. „Ég verð bara á grásleppunni á Gára næstum því út júní en þá klárast dagafjöldinn á þeim bát einnig og ég fer í land.“ Svo ropar þetta á mann! Hrognkelsin haga sér allt öðru- vísi en margar aðrar tegundir fiska. Grásleppan byrjar að ganga inn á grunnsævi til hrygningar í febrú- ar, mars á vorin, en síðan koma nýj- ar göngur, sennilega fram í ágúst, september. „Grásleppuveiðar eru um margt allt öðruvísi en ann- ar veiðiskapur. Líkt og í öðru eru þessar veiðar með sínum hæðum og lægðum. Hjá mér er þetta lífs- stíll sem maður venst ágætlega með tíð og tíma.“ Rögnvaldur rifjar það upp að ekki hefur öllum líkað við grásleppuna. „Magnús Vilhjálms- son í Efstabæ, sem ýmist var kall- aður Maggi í Efstabæ eða Maggi romm, hafði litlar mætur á þess- um veiðiskap og sagði eitt sinn með sinni djúpu röddu: „Grásleppa! Þetta eru ekki fiskar þetta helvíti. Ekkert nema körtur og kambar og svo ropar þetta á mann!“.“ Netin fyllast í vestanáttinni Við grásleppuveiðar líkt og annað gildir að kunna að lesa í veðrið, taka tunglstöðuna en auk þess treysta á hyggjuvitið. Vissulega sömu vís- indi og gömlu mennirnir studdust við og urðu að treysta. Göngurnar eru tengdar straumum og því þarf sjómaðurinn að lesa úr tunglstöð- unni. „Vestanáttin er verst hér við Akranes. Þá kemur hroðinn og net- in fyllast af þara,“ segir Rögnvald- ur. Þeir sem stunda þessar veið- ar þurfa að vera í góðu líkamlegu formi því veiðiskapurinn getur reynt á skrokkinn.. „Þetta var mikil bakraun þegar allt var dregið með höndum. Vinnubrögðin og tæknin hafa þó tekið miklum framförum. Já, blessaður vertu, aflabrögðin hafa verið misjöfn ekki síður en verð- ið fyrir afurðirnar. í fyrstu drógum við bara allt á höndum, það var ekk- ert spil eða neitt í fyrsta Gáranum sem ég átti. Við komumst vel yfir þetta þá enda netafjöldinn í sam- ræmi við það. Núna hefur tækn- in breytt þessu mikið. Við erum til dæmis komnir með niðurleggjara og það er gott að hafa hann þegar netin fyllast af þara hér í vestanátt- inni. Venjulega erum við svona hálftíma að draga trossuna en þeg- ar hún fyllist af þara fara tveir tímar í verkið. Við rúllum netunum bara í gegnum niðurleggjarann og hann hristir það mesta úr. Netaspilið eins og við erum með núna er líka mik- ið þarfaþing.” Rögnvaldur Einarsson býst við að stunda grásleppuveiðarnar áfram, í það minnsta meðan hann hafi þrek og heilsu til. „Nú er slegist um að fá að kaupa hrognin og skortur á þeim á markaði. Meðan svo er getum við reiknað með þokkalegu verði,“ seg- ir Rögnvaldur að endingu. mm Netalagnir Rögnvaldar á Gára AK eru norðan við Akranes. Ljósm. fh. „Friðþjófur gómaði þjófinn, náði meira að segja af honum mynd.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.