Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Qupperneq 31

Skessuhorn - 29.05.2019, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 2019 31 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Óskum sjómönnum til hamingju með daginn einangrun – umbúðir Rögnvaldar verið honum mikið til aðstoðar í vor á meðan hann réri á stærri bátnum. „Gísli bróðir bjarg- aði mér alveg í vor. Strákarnir mín- ir Sveinbjörn og Hjálmar hafa ann- ars verið með mér á bátnum. Vegna veikinda annars þeirra hljóp Gísli í skarðið í vor. Það er gott að hafa slíkan Hauk í Horni, hann Gísli er ekki sporlatur maður,“ segir bróð- ir hans þakklátur. Aðspurður seg- ist Rögnvaldur ekki ætla á strand- veiðar í sumar, enda nær grásleppu- vertíðin hjá honum langleiðina út júní eins og áður segir og þá verður strandveiðitímabilið hálfnað. „Ég verð bara á grásleppunni á Gára næstum því út júní en þá klárast dagafjöldinn á þeim bát einnig og ég fer í land.“ Svo ropar þetta á mann! Hrognkelsin haga sér allt öðru- vísi en margar aðrar tegundir fiska. Grásleppan byrjar að ganga inn á grunnsævi til hrygningar í febrú- ar, mars á vorin, en síðan koma nýj- ar göngur, sennilega fram í ágúst, september. „Grásleppuveiðar eru um margt allt öðruvísi en ann- ar veiðiskapur. Líkt og í öðru eru þessar veiðar með sínum hæðum og lægðum. Hjá mér er þetta lífs- stíll sem maður venst ágætlega með tíð og tíma.“ Rögnvaldur rifjar það upp að ekki hefur öllum líkað við grásleppuna. „Magnús Vilhjálms- son í Efstabæ, sem ýmist var kall- aður Maggi í Efstabæ eða Maggi romm, hafði litlar mætur á þess- um veiðiskap og sagði eitt sinn með sinni djúpu röddu: „Grásleppa! Þetta eru ekki fiskar þetta helvíti. Ekkert nema körtur og kambar og svo ropar þetta á mann!“.“ Netin fyllast í vestanáttinni Við grásleppuveiðar líkt og annað gildir að kunna að lesa í veðrið, taka tunglstöðuna en auk þess treysta á hyggjuvitið. Vissulega sömu vís- indi og gömlu mennirnir studdust við og urðu að treysta. Göngurnar eru tengdar straumum og því þarf sjómaðurinn að lesa úr tunglstöð- unni. „Vestanáttin er verst hér við Akranes. Þá kemur hroðinn og net- in fyllast af þara,“ segir Rögnvald- ur. Þeir sem stunda þessar veið- ar þurfa að vera í góðu líkamlegu formi því veiðiskapurinn getur reynt á skrokkinn.. „Þetta var mikil bakraun þegar allt var dregið með höndum. Vinnubrögðin og tæknin hafa þó tekið miklum framförum. Já, blessaður vertu, aflabrögðin hafa verið misjöfn ekki síður en verð- ið fyrir afurðirnar. í fyrstu drógum við bara allt á höndum, það var ekk- ert spil eða neitt í fyrsta Gáranum sem ég átti. Við komumst vel yfir þetta þá enda netafjöldinn í sam- ræmi við það. Núna hefur tækn- in breytt þessu mikið. Við erum til dæmis komnir með niðurleggjara og það er gott að hafa hann þegar netin fyllast af þara hér í vestanátt- inni. Venjulega erum við svona hálftíma að draga trossuna en þeg- ar hún fyllist af þara fara tveir tímar í verkið. Við rúllum netunum bara í gegnum niðurleggjarann og hann hristir það mesta úr. Netaspilið eins og við erum með núna er líka mik- ið þarfaþing.” Rögnvaldur Einarsson býst við að stunda grásleppuveiðarnar áfram, í það minnsta meðan hann hafi þrek og heilsu til. „Nú er slegist um að fá að kaupa hrognin og skortur á þeim á markaði. Meðan svo er getum við reiknað með þokkalegu verði,“ seg- ir Rögnvaldur að endingu. mm Netalagnir Rögnvaldar á Gára AK eru norðan við Akranes. Ljósm. fh. „Friðþjófur gómaði þjófinn, náði meira að segja af honum mynd.“

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.