Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 55

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 55
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 2019 55 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Knattspyrnumaðurinn Bjarki Steinn Bjarkason hefur skrifað undir þriggja ára samning við íA. Bjarki er fæddur árið 2000 og al- inn upp hjá Aftureldingu í Mos- fellsbæ, en hefur leikið með liði Skagamanna frá því á síðasta ári. Hann hefur farið vel af stað með íA nú í vor, leikið alla sex leiki liðsins í deild og bikar og skorað tvö mörk. Allt í allt á Bjarki að baki 26 leiki fyrir lið Skagamanna og í þeim hef- ur hann skorað þrjú mörk. „Það er stór áfangi að ungur og efnilegur leikmaður eins og Bjarki sé búinn að semja til lengri tíma við félagið. Þetta sýnir að hann er með metn- aðinn í lagi og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni,“ segir Sigurður Þór Sigursteinsson, framkvæmdastjóri KFíA. Bjarki Steinn var sömuleið- is ánægður með nýja samninginn. „Ég er ánægður með að gera nýj- an samning við íA. Það er frábær stemning í hópnum og liðsheildin er mjög þétt. Tímabilið hefur byrj- að ótrúlega vel og það er virkilega gaman að taka þátt,“ segir Bjarki Steinn. kgk „Borgfirðingar taka alltaf þátt í Hreyfiviku UMFí. Við leggjum okkur líka fram um að bjóða öll- um að vera með, bæði börnum og fullorðnum,“ segir Sigurður Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Ung- mennasambands Borgarfjarðar. Hreyfivika UMFí hófst á mánudag- inn og geta landsmenn tekið þátt í alls konar hreyfitengdum viðburð- um í sinni heimabyggð. í tilkynn- ingu frá UMFí segir að samtökin vonist til að hreyfivikan virki sem hvatning til að fólk hreyfi sig og að allir finni sína uppáhalds hreyf- ingu og njóti hennar reglulega í að minnsta kosti 30 mínútur á hverj- um degi. Hreyfivika UMFí er sam- evrópskt verkefni sem hefur verið haldið á hverju ári síðan árið 2012. 100 viðburðir um allt land Boðið er upp á meira en 100 viðburði um allt land í vikunni. Hægt er að sjá á vefsíðu Hreyfi- vikunnar hvað er í boði í hver- ju sveitarfélagi. í Borgarfirði er Hreyfivikan í samstarfi við heil- sueflandi samfélag í Borgarbyggð. Hægt hefur verið að koma á æfingu hjá knattspyrnudeild Skallagríms, mæta á aðra viðurði, taka þátt í gönguferðum eða stunda crossfit. Fyrirlestrar um hreyfingu og heil- brigði eru í Hjálmakletti, Stefanía Nindel býður í jógatíma á Hvan- neyri, þar verður einnig ringó og fleira í boði. Sigurður hvetur íbúa Borgarbyggðar til að nýta sér viðburðina sem boðið verður upp á alla vikuna. mm íA og Grindavík gerðu marka- laust jafntefli þegar liðin mætt- ust í þriðju umferð Inkasso deild- ar kvenna í knattspyrnu á föstudag- inn. Leikið var í blíðskaparveðri á Akranesi. Leikurinn var heilt yfir frekar jafn og mikill baráttuleikur. Bæði lið fengu sín marktækifæri en tókst ekki að nýta þau. Grindvíkingar vildu fá vítaspyrnu á 29. mínútu þegar Birgitta Hallgrímsdóttir féll í teignum eftir átök við Dagnýju Halldórsdóttur. Guðni Þór Þórs- son, dómari leiksins, var hins vegar ekki á þeim buxunum og lét leikinn halda áfram. Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri, jafnræði með liðun- um og hart barist. Hvorugu liðinu tókst hins vegar að koma knettin- um í netið og því lauk leiknum með jafntefli, 0-0. Skagakonur hafa fimm stig eftir fyrstu þrjá leiki sumarsins og sitja í fjórða sæti deildarinnar, stigi á eft- ir Augnabliki í sætinu fyrir ofan en stigi á undan næstu liðum fyrir neð- an. Skagakonur leika næst í deild- inni fimmtudaginn 6. júní næst- komandi, þegar þær heimskja íR. í millitíðinni leika þær hins vegar gegn Þrótti R. í Mjólkurbikarnum. Sá leikur fer fram á Akranesvelli á föstudaginn, 31. maí. kgk íA styrkti stöðu sína á toppi Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu með 2-0 sigri á Stjörnunni á Akra- nesvelli á sunnudag. Stjarnan byrj- aði leikinn af krafti og náði Guðjón Baldvinsson skoti á markið strax á fyrstu mínútu leiksins. Það gaf hins vegar ekki tóninn fyrir það sem á eftir kom, því fyrri hálfleikur var fremur bragðdaufur. Skagamenn spiluðu þétta vörn og hvorugt liðið náði að skapa sér nein alvöru mark- tækifæri. Áfram var jafnræði með liðunum í upphafi síðari hálfleiks, eða allt þar til Einar Logi Einarsson kom Skagamönnum yfir á 54. mínútu. Eftir innkast frá vinstri fékk Stein- ar Þorsteinsson boltann, sendi góða sendingu fyrir markið á Einar sem skoraði af stuttu færi. Stjörnumenn virkuðu slegnir og fóru varla yfir miðju fyrst eftir markið. Eftir það komst leikurinn í meira jafnvægi, en Skagamenn voru heilt yfir áræðnari í sínum aðgerð- um. Þeir náðu nokkrum ágætum sprettum án þess þó að skapa sér nein opin marktækifæri. Eftir því sem leið á leikinn reyndu Stjörnumenn hvað þeir gátu að jafna metin, en aðgerðir þeirra virkuðu ekki líklegar til árangurs. Það var síðan í uppbótartíma sem Skagamenn innsigluðu sigur sinn. Eftir aukaspyrnu frá vinstri vængn- um var boltinn sendur fyrir mark- ið. Skagamenn unnu fyrsta boltann á fjær, boltinn barst fyrir markið að nýju og þar renndi Steinar sér á hann og skoraði af stuttu færi. Skagamenn hafa 16 stig á toppi deildarinnar eftir sex umferðir, þremur stigum meira en Breiðablik í sætinu fyrir neðan. Næsti deildar- leikur íA verður gegn íBV í Vest- mannaeyjum 2. júní næstkomandi. í millitíðinni leika Skagamenn hins vegar gegn FH í Mjólkurbikarn- um. Sá leikur fer fram á morgun, fimmtudaginn 30. maí. kgk Víkingur Ó. vann góðan sigur á Þór Ak. í fjórðu um- ferð Inkasso deildar karla í knattspyrnu á föstudags- kvöld, 2-0. Leikið var á Ólafsvíkurvelli. Heimamenn fengu óska- byrjun og komust yfir strax á 8. mínútu leiksins. Martin Kuittinen tók hornspyrnu frá hægri og sendi boltann fyrir. ívar Örn Árnason reis manna hæst í vítateignum og skallaði í átt að marki þar sem Jacob Andersen potaði honum í netið eins og sönnum framherja sæmir. Þórsarar sóttu í sig veðrið eftir að heimamenn komust yfir og fen- gu vítaspyrnu á 20. mínútu. Nacho Gil, sem skoraði úr tveimur vítas- pyrnum í síðasta leik, fór á punktinn en spyrna hans var hins vegar afleit og framhjá markinu. Jafnræði var með liðunum næstu 20 mínúturnar, eða allt þar til Ólafsvíkingar fengu vítaspyrnu á 40. mínútu leiksins. Ja- cob ætlaði framhjá Aroni Birki Ste- fánssyni, markverði Þórs, sem felldi hann og vítaspyrna dæmd. Harley Willard tók spyrnuna og skoraði af miklu öryggi. Víkingur Ó. var 2-0 yfir í hálfleik. Gestirnir frá Akureyri byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum kraf- ti en vörn Víkings Ó. stóð sína plikt. Vörn Víkinga var frábær allan leikinn og líklega það sem skóp si- gur heimamanna. Leiku- rinn róaðist síðan eftir því sem leið á og liðin sköpuðu sér ekki mikið af færum. Það var ekki fyrr en á lo- kamínútunum að gestirnir sóttu í sig veðrið að nýju. Þeir höfðu hins vegar ekki erindi sem erfiði og liðs- menn Víkings Ó. hrósuðu 2-0 sigri. Ólafsvíkingar eru í öðru sæti deildarinnar með tíu stig eftir fyr- stu fjórar umferðirnar, jafn mörg stig og topplið Keflavíkur og sti- gi meira en Fjölnir í sætinu fyrir neðan. Næsti leikur Víkings Ó. er útileikur gegn Leikni R. á föstu- daginn, 31. maí. kgk Sigurður Guðmundsson er framkvæmdastjóri UMSB. Margir taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ Yfir 100 viðburðir eru á dagskrá hreyfiviku UMFÍ. Sigurður Þór Sigursteinsson, fram- kvæmdastjóri KFÍA og Bjarki Steinn Bjarkason handsala samninginn. Ljóms. KFÍA. Bjarki Steinn semur við ÍA til þriggja ára Sterkur varnarleikur skóp sigurinn Leikmenn Víkings Ó. fagna marki í leiknum gegn Þór Ak. Ljósm. af. Skagamenn tróna á toppnum Varnarmaðurinn Einar Logi Einarsson skoraði annan leikinn í röð þegar hann kom Skagamönnum yfir gegn Stjörnunni. Ljósm. gbh. Tori Ornela, markvörður ÍA, handsamar knöttinn. Hún var valin maður leiksins af áhorfendum á Akranesvelli. Ljósm. gbh. Markalaus baráttuleikur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.