Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 2019 41
Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn
Stefán Jónsson á Akranesi hefur róið
á handfærum undanfarna áratugi. Á
sínum handfæraveiðiferli hefur hann
verið mest við veiðar á Norðvest-
urlandi, en síðustu árin hefur hann
sótt sjóinn frá Arnarstapa og vill
hvergi annars staðar vera. Stefán rær
á Grími AK-1 og var aflahæstur á
strandveiðunum síðasta sumar með
49,5 tonn og 68 kílóum betur. „Ég
verð ekki efstur núna,“ segir Stef-
án þegar blaðamaður prílar til hans
um borð í Grím á fallegu maíkvöldi
á Arnarstapa, réttri viku eftir að
strandveiðitímabilið hófst. Stefán var
þá nýlega búinn að landa eftir langan
dag á sjónum. „Ég kom hingað síð-
asta fimmtudag, um leið og tímabil-
ið byrjaði. Það er búin að vera mjög
fín veiði núna þessa fyrstu daga og
ég hef alltaf fengið skammtinn. Dag-
urinn í dag gekk reyndar ekki alveg
nógu vel, aðallega út af straumi. Ég
var ekki búinn að fá skammtinn fyrr
en eftir hádegi, en fór út á sjó rúm-
lega fjögur í nótt. í fyrra var maður
nánast alltaf kominn með skammt-
inn fyrir hádegið. Ég var hérna fyrir
vestan Nesið í dag, en þar var mikill
straumur, erfitt að veiða þar og það
fóru alls ekki allir á sjóinn í dag. Síð-
an hef ég mikið verið við Hellisbrot-
ið, sem er hérna fjórar, fimm mílur
suður af höfninni. Það er mjög stutt
og hefur gengið fínt að veiða þar,“
segir Stefán.
Lítið af ufsa
Hann telur að nú stefni í aðeins
öðruvísi strandveiðisumar en á síð-
asta ári. „Núna sér maður voða lítið
af ufsa en í fyrra var fullt af honum.
Það var eiginlega ufsanum að þakka
að ég varð aflahæstur síðasta sumar.
En þó það sé lítið af ufsa finnst mér
vera meira af fiski núna en í fyrra,
heilt yfir. Fiskurinn er líka mjög góð-
ur, stór og fallegur þorskur og hann
veiðist víðar en í fyrra,“ segir hann
og kveðst engu að síður bjartsýnn
á tímabilið. „Sumarið leggst bara
vel í mig. Þó það hafi gengið illa í
dag hefur þetta farið vel af stað. Mér
heyrist sú vera raunin hjá öðrum
sem eru hérna líka. Það koma allir
með skammtinn nema ef þeir lenda
í bilun eða eitthvað kemur upp á,“
segir hann. Stefán ætlar að vera allt
tímabilið á veiðum ef þess er nokk-
ur kostur. „Maður má ekki svíkja lit,“
segir hann og brosir. „Reyndar hafa
menn verið að spá því að kvótinn
verði búinn í ágúst. En við skulum
sjá hvernig fer. Það var nú líka talað
um það í fyrra en kvótinn kláraðist
ekki einu sinni, en það var reyndar
ekki mikið eftir af honum.“
Gott að róa frá Stapa
Stefán er enginn nýgræðingur þeg-
ar kemur að handfæraveiðum, búinn
að róa í nálægt því tvo áratugi. „Ég
er búinn að vera á handfærum síðan
fyrir 2000, minnir mig. Ég man ekki
hvaða ár ég byrjaði,“ segir Stefán og
brosir. „Mér hefur alltaf gengið vel,
líka í dagakerfinu svokallaða þangað
til það var lagt niður 2004. Mest fisk-
aði ég 86 tonn eitt sumarið í daga-
kerfinu og svo fékk ég tæp 50 tonn
í fyrra,“ segir Stefán. „Ég hef róið á
handfærum víða um Norðvestur-
landið en byrjaði að róa frá Stapa
2016 og er búinn að vera hérna all-
ar götur síðan. Það er mjög gott að
róa héðan. Þjónustan er mjög góð,
hafnarvörðurinn er algjör snillingur,
stutt að sækja fiskinn bæði norður
og suður. Andinn er góður yfir öllu
hérna og mér líkar mjög vel hérna,“
segir hann.
„Aldrei einn á sjónum“
Stefán gerir raunar meira en að róa
frá Arnarstapa. Yfir sumartímann
býr hann á Stapa á virkum dögum.
„Ég sef um borð í bátnum og fer
heim á Akranes um helgar. Við erum
nokkrir sem sofum alltaf í bátunum
á sumrin. í fyrra vorum við þrír en
núna erum við sex eða sjö. Við hitt-
umst alltaf hérna á hafnarsvæðinu,
spjöllum saman, spáum og spek-
úlerum í veiðina, hvar menn hafi
verið og svona. Það myndast alltaf
skemmtileg stemning hjá þeim sem
eru í bátunum,“ segir hann. „Og það
er aldrei eins gott að sofna og þegar
báturinn vaggar manni svona rólega
í svefn í höfninni,“ bætir hann við.
Báturinn vaggar einmitt mjúklega til
hliðanna í höfninni þar sem við sitj-
um í stýrishúsinu og ræðum saman
yfir kaffibolla.
Alla sína strandveiðisjómannstíð
hefur Stefán róið á einmitt þessum
báti, Grími AK-1. „Þetta er voða
skemmtilegur bátur. Hann var áður
3,7 tonn, en síðan lengdi ég hann og
breytti honum aðeins. Það er gott að
róa á Grími. Ég nefndi hann eftir afa
mínum og hann er alltaf með mér
við veiðarnar. Maður er aldrei einn á
sjónum,“ segir Stefán og brosir.
Alltaf jafn gaman
Stærstan hluta ársins starfar Stefán
sem smiður á Akranesi. Hann hefur
haft í nógu að snúast við að byggja
hús, enda töluvert verið byggt á
Skaga undanfarin ár. Engu að síður
rífur hann sig upp á hverju vori, set-
ur bátinn á flot og fer vestur á Stapa
til að róa til fiskjar. Af hverju? „Ég
hef ótrúlega gaman af strandveiðun-
um, annars væri ég ekkert að þessu.
Það er eitthvað við þetta. Mað-
ur ræður sér algerlega sjálfur og þó
það sé leiðindaveður þá skiptir það
engu máli. Ánægjan er alltaf jafn
mikil og maður er alveg ómögulegur
ef maður kemst ekki á sjóinn,“ segir
hann og brosir. „Ég held að margir
sem eru í þessu eigi voðalega erfitt
með að hætta. Það þarf þá eitthvað
að koma upp á. Maður eldist nátt-
úrulega og slitnar með árunum. Ég
er búinn að vera í líkamlegri vinnu
bæði vetur og sumar frá því ég man
eftir mér, nánast. En ég á von á því
að róa svo lengi sem ég get,“ segir
Stefán Jónsson að endingu.
kgk
„Ég hef ótrúlega gaman af strandveiðunum“
- segir Stefán Jónsson á Grími AK
Stefán Jónsson um borð
Grími AK-1 í höfninni á
Arnarstapa.
Kærkominn kaffisopi eftir langan dag á sjó. Stefán frammi á Grími að fylgjast með öðrum sjómanni koma með skammtinn inn
í höfnina á Stapa.
Góðviðrismynd frá Arnarstapa. Ljósm. úr safni/ Mats Wibe Lund.