Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201924 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Eftir sameiningu Ólafsvíkurkaup- staðar, Neshrepps utan Ennis, Breiðuvíkurhrepps og Staðarsveitar varð sveitarfélagið Snæfellsbær til í júní 1994. Ákveðið var að búa til nýtt starf hafnarstjóra, sem myndi verða yfirmaður hafnarmála í hinu nýja sveitarfélagi. Auglýst var eftir umsóknum, Björn Arnaldsson var ráðinn og hefur gegnt starfinu all- ar götur síðan. „Ég hef verið hafnarstjóri síðast- liðin 25 ár, eða frá því haustið 1994. Næstum jafn lengi og Snæfellsbær hefur verið til,“ segir Björn í sam- tali við Skessuhorn. „Tíminn líður hratt og ég átta mig sjaldnast á því að ég sé búinn að vera svona lengi. Nánast allan þennan tíma hef- ur verið mikið um að vera og allt á fullu svingi, miklar framkvæmd- ir á hverju ári frá því ég byrjaði,“ bætir hann við. „Ég var einmitt að taka það saman um daginn að bara síðasta áratug hefur Hafnarsjóður Snæfellsbæjar lagt út fyrir fram- kvæmdum upp á 1,3 milljarða, en hafnabótasjóður borgar hluta af þessum framkvæmdum,“ segir hann og bætir því við að framkvæmdum sé hvergi nærri lokið. Allsstaðar eitthvað framkvæmt „Hafnarframkvæmdir, viðhald og annað slíkt, eru eilífðarverkefni. Núna vorum við einmitt að bjóða út lengingu Norðurgarðs hafnarinn- ar í Ólafsvík. Hann verður lengd- ur um 80 metra og er það stærsta framkvæmdin sem fyrir liggur á þessu ári,“ segir hafnarstjórinn. „í áranna rás hafa allar hafnirnar í bæjarfélaginu tekið töluvert mikl- um breytingum. Rifshöfn hefur líklega breyst einna mest. Við lög- uðum innsiglinguna með því að byggja tvo nýja grjótgarða, ann- an 500 metra og hinn 300 metra langan. Nú er innsiglingin þar orð- in mjög góð og mun betri aðstaða, en ásýndin hefur auðvitað breyst töluvert líka,“ segir Björn. „í Rifi hafa líka öll hafnarmannvirkin ver- ið endurbyggð, nema 120 metra stálþil. Ég veit ekki hvort það verð- ur endurnýjað áður en ég hætti að vinna, þar sem þessi framkvæmd er ekki komin inn á fimm ára sam- gönguáætlun,“ segir hann, en Björn er 65 ára gamall frá því í janúar. „í Ólafsvík hafa ekki orðið eins mikl- ar breytingar á hafnarmannvirkjun- um sjálfum og í Rifi. Bæði hafa þó verið byggðar nýjar þekjur á stál- þilin, trébryggjan var endurbyggð sem og grjótgarðarnir,“ segir hann. „Á Arnarstapa höfum við einnig framkvæmt nokkuð en ekki mikið undanfarinn áratug eða svo. Grjót- garðurinn var endurbyggður á sín- um tíma og lengdur, ný þekja lögð á. Aðkoman að höfninni var síðan löguð og húsið var tekið í gegn að innan.“ Áhersla á snyrtileg hafnarsvæði En ásýnd hafnanna hefur ekki að- eins breyst vegna framkvæmda og viðhalds við hafnarmannvirk- in. „Árið 2001 var ákveðið að setja umhverfismarkmið fyrir allar hafn- irnar og ráðist hefur verið í ýmis verkefni þeim tengdum allar göt- ur síðan. Þau geta til dæmis falið í sér að steypa götur og gangstétt- ir eða setja upp götulýsingu, þöku- leggja opin svæði, byggja útsýnis- palla, raða grjóti, taka til og fleira. Alltaf er markmiðið þó það sama; að hafnirnar verði snyrtilegri fyrir vikið og ásýnd þeirra betri,“ segir hann. „Skemmst er frá því að segja að þetta hefur gengið afar vel. Á hverju ári höfum við tekið einhver svæði fyrir og gert það snyrtilegt og fínt. Ég er mjög stoltur af þessum umhverfisverkefnum okkar. Hafn- irnar okkar eru orðnar mjög snyrti- legar, þó auðvitað ljúki þessu aldrei. En það er mikill munur frá því sem áður var og eftir því sem er snyrti- legra þá verður umgengnin betri,“ segir Björn. „Síðan á Hafnarsjóður Snæfellsbæjar höfnina á Hellnum og bryggju á Búðum. Þar er aldrei landað neinum fiski en við reynum engu að síður að halda þessum stöð- um snyrtilegum og í lagi, fyrst og fremst til að þær séu öruggar. Fólk fær sér oft göngutúr niður á bryggj- una á Búðum og Hellnum, tekur myndir og skoðar sig um. Við lent- um reyndar í því í vetur að bryggjan á Hellnum skemmdist. Við þurft- um að loka henni og erum að vinna í því með Vegagerðinni hvernig við getum lagað hana,“ segir hann. „Stóru verkefnin á þessu ári eru hins vegar lenging Norðurgarðsins í Ólafsvík en einnig verður höfn- in dýpkuð á Arnarstapa. Ætlun- in er að stækka töluvert það svæði hafnarinnar sem er þriggja metra djúpt. Það er orðið svo mikið um þessa stærri smábáta að við þurf- um einfaldlega meira pláss í höfn- inni. Þá ætlum við að malbika um 7.000 fermetra á hafnarsvæðum Ólafsvíkur og Rifshafnar. Síðan á að taka Hafnarhúsið hérna í Ólafs- vík í gegn, bæði að utan og innan. Það stendur til að gera á þessu ári enda tími til kominn. Við viljum hafa húsið flott og snyrtilegt. Þetta eru stærstu verkefni ársins. Einnig má nefna að á þessu ári verður far- ið í lokafrágang á 207 metra stálþili í Rifi sem byrjað var á árið 2017,“ segir Björn. „Á næstu árum liggur síðan fyrir að við þurfum að end- urbyggja allt stálþilið á bryggjunni við Norðurtangann í Ólafsvík og að stækka trébryggjuna við enda þeirr- ar bryggju. Það myndi bæta lönd- unaraðstöðu smábáta mikið,“ segir hann. Þá er nauðsynlegt að dýpka hafnirnar í Rifi og Ólafsvík, bæði í innsiglingu og innan hafnanna. Auk þess ætlum við að halda áfram með umhverfisverkefnin okkar.“ Líkaði vel á sjónum Áður en Björn tók við starfi hafnar- stjóra var hann lengi á sjó. „Ég kom til Ólafsvíkur 1975 til að fara á sjó- inn, þá 21 árs gamall. Fyrsti bátur- inn sem ég var á var Halldór Jóns- son SH-217, 95 tonna trébátur sem var smíðaður af KEA á Akureyri. Skipstjóri var þá Brynjar Krist- mundsson. Fyrst var ég á Halldóri sem háseti en seinna sem annar vél- stjóri,“ segir hann. „Ég var á þess- um bát til 1990 að mig minnir. Eft- ir það var ég í tvö ár háseti á Svein- birni Jakobssyni,“ bætir hann við. „Þetta voru opnir trébátar, báð- ir tveir og bara margt sem var allt öðruvísi en í dag. Ýmislegt þótti bara hið besta mál þá sem menn myndu líklega ekki láta bjóða sér núna. Það hefur orðið algjör bylting í svo mörgu sem snýr að fiskveið- unum, hvort sem það er tölvutækn- in eða betri veiðarfæri,“ segir hann. Aðspurður segir Björn að honum hafi alltaf líkað vel á sjónum. „En árið 1992 fannst mér kominn tími til að breyta til, prófa eitthvað nýtt og ég fór í land. Ég var formaður og framkvæmdastjóri Verkalýðsfélags- ins Jökuls í Ólafsvík í tvö ár, þar til ég var ráðinn hafnarstjóri 1994,“ segir hann. „Starf hafnarstjórans hefur mér alla tíð þótt skemmti- legt. Það er stórum dráttum eins og að vera framkvæmdastjóri fyrirtæk- is. Huga þarf að öllu sem viðkemur rekstrinum og engir tveir dagar eru eins, maður er alltaf í miklum sam- skiptum við marga. Þegar fram- kvæmdir eru í gangi er maður síðan í nánast daglegum samskiptum við verktaka, Vegagerðnia og fleiri,“ útskýrir Björn. Stefnir í annað metár Aflabrögð í Snæfellsbæ hafa ver- ið afar góð í vetur og nýtur hafnar- sjóður góðs af því. „Tekjur hafnar- sjóðs á síðasta ári voru 204 milljónir króna og var 2018 besta árið í sögu hafnarsjóðsins. Á almanaksárinu var landað samtals 34 þúsund tonn- um í Snæfellsbæ og jókst aflinn um 6800 tonn frá árinu á undan,“ segir hann og bætir því við að það stefni í að árið 2019 verði enn betra. „Árið fer mjög vel af stað hvað aflabrögð varðar og 19. maí var búið að landa um það bil 22 þúsund tonnum, samanborið við 19 þúsund tonn á sama tíma í fyrra,“ segir Björn ánægður. „Verðið fyrir fiskinn hef- ur líka verið betra í vetur en á síð- asta ári. Það kemur sér auðvitað vel fyrir sjómenn og útgerðina en líka fyrir okkur, því um það bil 64% af tekjum hafnarsjóðs koma af afla- gjöldum sem eru ákveðin prósenta af aflaverðmæti,“ útskýrir hafnar- stjórinn. „Við erum heppin hérna í bæjarfélaginu að eiga öll þessi öflugu sjávarútvegsfyrirtæki, sem eru öll samfélagslega þenkjandi og leggja sitt af mörkum. Það skiptir verulegu máli fyrir allt samfélagið hérna í Snæfellsbæ,“ segir Björn Arnaldsson að lokum. kgk „Engir tveir dagar eru eins“ - segir Björn Arnaldsson, hafnarstjóri í Snæfellsbæ Björn Arnaldsson, hafnarstjóri í Snæfellsbæ. Höfnin í Rifi í baksýn. Horft í átt að hluta hafnarsvæðisins í Ólafsvík. Smábátar við bryggju í Ólafsvík. Árið 2001 var ákveðið að setja umhverfismarkmið fyrir allar hafnirnar í Snæ- fellsbæ. Síðan þá hefur verið ráðist í ýmis verkefni sem snúa að því að gera hafnirnar snyrtilegri og bæta ásýnd þeirra. Smíði þessa útsýnispalls í Ólafsvík er dæmi um eitt þessara um hverfisverkefna. Framkvæmdir við stálþil í Rifshöfn árið 2017. Ljósm. úr safni/ þa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.