Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 49

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 49
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 2019 49 Hefur þig einhvern tímann langað að skrifa? Á Bókasafni Akraness dagana 11.- 14. júní milli kl. 9:00-12:00 verður boðið upp á námskeið í skapandi skrifum fyrir krakka á aldrinum 10 – 14 ára. Á námskeiðinu fá krakkarnir að kynnast efni fréttablaða á skemmtilegan hátt og búa til sitt eigið blað. Lokaafurð námskeiðsins verður lítið fréttabréf úr smiðju þátttakenda. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Katrín Lilja Jónsdóttir blaðakona og ritstjóri Lestarklefinn.is. Skráning fer fram á Bókasafni Akraness og er þátttaka gjaldfrí. Bókasafn Akraness - Dalbraut 1 - s. 433-1200 bokasafn.akranes.is - bokasafn@akranessofn.is SK ES SU H O R N 2 01 9 Laugardaginn 25. maí útskrifað- ist Samra Begic af félag- og hug- vísindabraut Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga. Samra var dúx skólans með 9,2 í meðaleinkunn á stúd- entsprófi. Aðspurð segir hún lyk- ilinn að velgengni í námi fyrst og fremst vera gott skipulag. „Ég er frekar skipulögð og var alltaf dug- leg að læra. Ég reyndi alltaf að klára að læra áður en ég fór að gera eitthvað annað. Þó það hafi alltaf verið nóg að gera var lærdómur- inn alltaf í forgangi,“ svarar hún. Fyrstu fjögur árin í grunnskóla voruð erfið námslega fyrir hana vegna tungumálsins, en Samra er fædd í Bosníu og flutti til Ólafs- víkur þriggja ára gömul, árið 2003. „Foreldrar mínir eru frá Bosníu svo ég var ekki alveg með tungu- málið á hreinu fyrstu árin í skóla og stundum átti ég smá erfitt. Svo bara fattaði ég að þetta væri eitt- hvað sem ég þyrfti að gera og þá fór þetta að ganga betur og ég sá að námið gæti verið skemmtilegt,“ segir hún. Samhliða námi hefur Samra unn- ið í versluninni Þín verslun Kass- inn í Ólafsvík auk þess sem hún leggur mikla áherslu á að hreyfa sig. „Ég æfði fótbolta lengi en hætti þegar ég fór í framhaldsskóla en hef verið dugleg að fara í rækt- ina og alltaf verið að hreyfa mig á fullu. Ég hef líka verið í vinnu frá því í 8. bekk og unnið í Þín versl- un Kassinn síðustu þrjú ár og ætla að halda áfram að vinna þar í sum- ar, þar til ég flyt til Reykjavíkur,“ segir Samra. Hún stefnir á nám í íþótta- og heilsufræðum við Há- skóla íslands í haust. Aðspurð seg- ist hún ekki vita hvað hana dreym- ir um að vinna við í framtíðinni. „Mig langar í sjúkraþjálfaranám en ég missi af inntökuprófinu því ég verð í útlöndum. Ég ákvað því bara að byrja á íþrótta- og heilsu- braut og sjá svo til eftir ár hvort mig langi að færa mig yfir í sjúkra- þjálfarann eða eitthvað annað,“ segir hún. arg Laugardaginn 25. maí brautskráð- ust 26 nemendur frá Fjölbrauta- skóla Snæfellinga. Af félags- og hugvísindabraut brautskráðust Andri Þór Hinriksson, Aníta Ýr Bergþórsdóttir, Aron Ingi Hin- riksson, Brynjar Vilhjálmsson, Dagný Vagnsdóttir, Diljá Sigur- jónsdóttir, Erlingur Hrafn Helga- son, Eyrún Ösp Jóhannesdóttir, Hilmar Björnsson, Kristín Birna Sigfúsdóttir, Marsibil Lísa Þórð- ardóttir, Patrycja Aleksandra Ga- wor, Samra Begic, Sigurborg Kristín Ólafsdóttir og Sumarliði Kristmundsson. Af náttúru- og raunvísindabraut brautskráðust Petrea Mjöll Elvars- dóttir, Pétur Steinar Jóhannsson, Ragnheiður Ingólfsdóttir, Regína Sigurjónsdóttir og Svava Kristín Jónsdóttir. Af opinni braut til stúdents- prófs brautskráðust Gunnar Ingi Gunnarsson, Ríkey Konráðsdótt- ir, Sandra Líf Pálsdóttir, Sölvi Óskarsson og Trausti Leó Gunn- arsson. Úr námi af starfsbraut braut- skráðist Hörður Elí Kristmunds- son. Athöfnin hófst á því að Hrafn- hildur Hallvarðsdóttir skólameist- ari Fjölbrautaskóla Snæfellinga brautskráði nemendur og flutti ávarp. Sólrún Guðjónsdóttir að- stoðarskólameistari afhenti síð- an með aðstoð kennara nemend- um viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Sveitarfélögin sem standa að skólanum gáfu viður- kenningar í formi bókagjafa, auk þess gáfu Hugvísindadeildir Há- skóla íslands og Háskóla Reykja- víkur gjafir, embætti Landlæknis, Arion banki, íslenska stærðfræða- félagið, Setbergsprestkall, Lands- bankinn og Fjölbrautaskóli Snæ- fellinga viðurkenningar og gjafir. Dúx skólans og viðurkenningar Samra Begic hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi og var meðalein- kunn hennar 9,22 og fékk hún veg- lega bókagjöf frá sveitafélögunum og peningagjöf frá Landsbankan- um að launum. Samra hlaut viður- kenningu fyrir námsárangur sinn í ensku, íslensku og þýsku og verð- laun frá Hugvísindadeild Hí fyrir árangur sinn í tungumálum. Einn- ig hlaut hún viðurkenningu fyr- ir námsárangur sinn í félags- og hugvísindagreinum sem og í við- skiptagreinum. Svava Kristín Jónsdóttir hlaut gjöf frá Arion banka og íslenska stærðfræðafélaginu fyrir árangur sinn í stærðfræði, gjöf frá HR fyr- ir árangur sinn í raungreinum og viðurkenningu fyrir námsárang- ur sinn í eðlisfræði og umhverfis- fræðum. Andri Þór Hinriksson hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur sinn í þýsku, Dagný Vagnsdótt- ir hlaut gjöf frá Arion banka fyr- ir námsárangur sinn í stærðfræði, Aníta Ýr Bergþórsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir námsárang- ur sinn í sálfræði og viðurkenn- ingu frá embætti Landslæknis fyr- ir vel unnin störf í þágu lýðheilsu og forvarna innan skólans, Marsi- bil Lísa Þórðardóttir hlaut verð- laun fyrir námsárangur sinn í sál- fræði og sögu, Kristín Birna Sig- fúsdóttir hlaut viðurkenningu fyr- ir námsárangur sinn í félagsfræð- um, Hörður Elí Kristmundsson hlaut viðurkenningu fyrir störf sín í Grundarfjarðarkirkju og Ragn- heiður Ingólfsdóttir hlaut viður- kenningu fyrir störf sín með For- seti nemendafélagsins. Elva Björk Jónsdóttir nemandi og Trausti Leó Gunnarsson út- skriftarnemi fluttu lögin Purpose og Stand by me og Jakob Þor- steinsson nemandi á starfsbraut flutti lagið Endless. Loftur Árni Björgvinsson flutti kveðjuræðu kennara og starfs- fólks, Guðmundur Jensson flutti ræðu fyrir hönd 5 ára stúdenta og Gunnar Ingi Gunnarsson hélt kveðjuræðu nýstúdenta. Að lokum sleit skólameistari 15. starfsári Fjölbrautaskóla Snæfell- inga og bauð stúdentum og gest- um að þiggja veitingar. fréttatilk./ Ljósm. sá. Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðarskóla- meistari afhenti Samra Begic dúx verðlaunin. Ljósm. sá. Dúx FSN segir skipulag lykilinn að velgengni í námi Útskrift frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga Hrafnhildur Hallvarðdóttir þakkaði Önnu Guðrúnu Aðalsteinsdóttur og Berglindi Jósepsdóttur, en þær eru að hætta eftir níu ára rekstur á mötuneyti skólans - og verður þeirra sárt saknað. Útskriftarhópurinn ásamt skólasmeistara og aðstoðarskólameistara. Stærðir 38-58 Flott föt, fyrir flottar konur Verslunin Belladonna www.belladonna.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.