Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Side 49

Skessuhorn - 29.05.2019, Side 49
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 2019 49 Hefur þig einhvern tímann langað að skrifa? Á Bókasafni Akraness dagana 11.- 14. júní milli kl. 9:00-12:00 verður boðið upp á námskeið í skapandi skrifum fyrir krakka á aldrinum 10 – 14 ára. Á námskeiðinu fá krakkarnir að kynnast efni fréttablaða á skemmtilegan hátt og búa til sitt eigið blað. Lokaafurð námskeiðsins verður lítið fréttabréf úr smiðju þátttakenda. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Katrín Lilja Jónsdóttir blaðakona og ritstjóri Lestarklefinn.is. Skráning fer fram á Bókasafni Akraness og er þátttaka gjaldfrí. Bókasafn Akraness - Dalbraut 1 - s. 433-1200 bokasafn.akranes.is - bokasafn@akranessofn.is SK ES SU H O R N 2 01 9 Laugardaginn 25. maí útskrifað- ist Samra Begic af félag- og hug- vísindabraut Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga. Samra var dúx skólans með 9,2 í meðaleinkunn á stúd- entsprófi. Aðspurð segir hún lyk- ilinn að velgengni í námi fyrst og fremst vera gott skipulag. „Ég er frekar skipulögð og var alltaf dug- leg að læra. Ég reyndi alltaf að klára að læra áður en ég fór að gera eitthvað annað. Þó það hafi alltaf verið nóg að gera var lærdómur- inn alltaf í forgangi,“ svarar hún. Fyrstu fjögur árin í grunnskóla voruð erfið námslega fyrir hana vegna tungumálsins, en Samra er fædd í Bosníu og flutti til Ólafs- víkur þriggja ára gömul, árið 2003. „Foreldrar mínir eru frá Bosníu svo ég var ekki alveg með tungu- málið á hreinu fyrstu árin í skóla og stundum átti ég smá erfitt. Svo bara fattaði ég að þetta væri eitt- hvað sem ég þyrfti að gera og þá fór þetta að ganga betur og ég sá að námið gæti verið skemmtilegt,“ segir hún. Samhliða námi hefur Samra unn- ið í versluninni Þín verslun Kass- inn í Ólafsvík auk þess sem hún leggur mikla áherslu á að hreyfa sig. „Ég æfði fótbolta lengi en hætti þegar ég fór í framhaldsskóla en hef verið dugleg að fara í rækt- ina og alltaf verið að hreyfa mig á fullu. Ég hef líka verið í vinnu frá því í 8. bekk og unnið í Þín versl- un Kassinn síðustu þrjú ár og ætla að halda áfram að vinna þar í sum- ar, þar til ég flyt til Reykjavíkur,“ segir Samra. Hún stefnir á nám í íþótta- og heilsufræðum við Há- skóla íslands í haust. Aðspurð seg- ist hún ekki vita hvað hana dreym- ir um að vinna við í framtíðinni. „Mig langar í sjúkraþjálfaranám en ég missi af inntökuprófinu því ég verð í útlöndum. Ég ákvað því bara að byrja á íþrótta- og heilsu- braut og sjá svo til eftir ár hvort mig langi að færa mig yfir í sjúkra- þjálfarann eða eitthvað annað,“ segir hún. arg Laugardaginn 25. maí brautskráð- ust 26 nemendur frá Fjölbrauta- skóla Snæfellinga. Af félags- og hugvísindabraut brautskráðust Andri Þór Hinriksson, Aníta Ýr Bergþórsdóttir, Aron Ingi Hin- riksson, Brynjar Vilhjálmsson, Dagný Vagnsdóttir, Diljá Sigur- jónsdóttir, Erlingur Hrafn Helga- son, Eyrún Ösp Jóhannesdóttir, Hilmar Björnsson, Kristín Birna Sigfúsdóttir, Marsibil Lísa Þórð- ardóttir, Patrycja Aleksandra Ga- wor, Samra Begic, Sigurborg Kristín Ólafsdóttir og Sumarliði Kristmundsson. Af náttúru- og raunvísindabraut brautskráðust Petrea Mjöll Elvars- dóttir, Pétur Steinar Jóhannsson, Ragnheiður Ingólfsdóttir, Regína Sigurjónsdóttir og Svava Kristín Jónsdóttir. Af opinni braut til stúdents- prófs brautskráðust Gunnar Ingi Gunnarsson, Ríkey Konráðsdótt- ir, Sandra Líf Pálsdóttir, Sölvi Óskarsson og Trausti Leó Gunn- arsson. Úr námi af starfsbraut braut- skráðist Hörður Elí Kristmunds- son. Athöfnin hófst á því að Hrafn- hildur Hallvarðsdóttir skólameist- ari Fjölbrautaskóla Snæfellinga brautskráði nemendur og flutti ávarp. Sólrún Guðjónsdóttir að- stoðarskólameistari afhenti síð- an með aðstoð kennara nemend- um viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Sveitarfélögin sem standa að skólanum gáfu viður- kenningar í formi bókagjafa, auk þess gáfu Hugvísindadeildir Há- skóla íslands og Háskóla Reykja- víkur gjafir, embætti Landlæknis, Arion banki, íslenska stærðfræða- félagið, Setbergsprestkall, Lands- bankinn og Fjölbrautaskóli Snæ- fellinga viðurkenningar og gjafir. Dúx skólans og viðurkenningar Samra Begic hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi og var meðalein- kunn hennar 9,22 og fékk hún veg- lega bókagjöf frá sveitafélögunum og peningagjöf frá Landsbankan- um að launum. Samra hlaut viður- kenningu fyrir námsárangur sinn í ensku, íslensku og þýsku og verð- laun frá Hugvísindadeild Hí fyrir árangur sinn í tungumálum. Einn- ig hlaut hún viðurkenningu fyr- ir námsárangur sinn í félags- og hugvísindagreinum sem og í við- skiptagreinum. Svava Kristín Jónsdóttir hlaut gjöf frá Arion banka og íslenska stærðfræðafélaginu fyrir árangur sinn í stærðfræði, gjöf frá HR fyr- ir árangur sinn í raungreinum og viðurkenningu fyrir námsárang- ur sinn í eðlisfræði og umhverfis- fræðum. Andri Þór Hinriksson hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur sinn í þýsku, Dagný Vagnsdótt- ir hlaut gjöf frá Arion banka fyr- ir námsárangur sinn í stærðfræði, Aníta Ýr Bergþórsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir námsárang- ur sinn í sálfræði og viðurkenn- ingu frá embætti Landslæknis fyr- ir vel unnin störf í þágu lýðheilsu og forvarna innan skólans, Marsi- bil Lísa Þórðardóttir hlaut verð- laun fyrir námsárangur sinn í sál- fræði og sögu, Kristín Birna Sig- fúsdóttir hlaut viðurkenningu fyr- ir námsárangur sinn í félagsfræð- um, Hörður Elí Kristmundsson hlaut viðurkenningu fyrir störf sín í Grundarfjarðarkirkju og Ragn- heiður Ingólfsdóttir hlaut viður- kenningu fyrir störf sín með For- seti nemendafélagsins. Elva Björk Jónsdóttir nemandi og Trausti Leó Gunnarsson út- skriftarnemi fluttu lögin Purpose og Stand by me og Jakob Þor- steinsson nemandi á starfsbraut flutti lagið Endless. Loftur Árni Björgvinsson flutti kveðjuræðu kennara og starfs- fólks, Guðmundur Jensson flutti ræðu fyrir hönd 5 ára stúdenta og Gunnar Ingi Gunnarsson hélt kveðjuræðu nýstúdenta. Að lokum sleit skólameistari 15. starfsári Fjölbrautaskóla Snæfell- inga og bauð stúdentum og gest- um að þiggja veitingar. fréttatilk./ Ljósm. sá. Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðarskóla- meistari afhenti Samra Begic dúx verðlaunin. Ljósm. sá. Dúx FSN segir skipulag lykilinn að velgengni í námi Útskrift frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga Hrafnhildur Hallvarðdóttir þakkaði Önnu Guðrúnu Aðalsteinsdóttur og Berglindi Jósepsdóttur, en þær eru að hætta eftir níu ára rekstur á mötuneyti skólans - og verður þeirra sárt saknað. Útskriftarhópurinn ásamt skólasmeistara og aðstoðarskólameistara. Stærðir 38-58 Flott föt, fyrir flottar konur Verslunin Belladonna www.belladonna.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.