Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 42

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201942 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Landhelgisgæsla íslands gegnir veigamiklu hlutverki þegar kem- ur að öryggi sjófarenda. Mælingar sýna að til stofnunarinnar er bor- ið mikið traust. Landsmenn finna til öryggis að grannt sé fylgst með ferðum skipa og báta, þyrlur Gæsl- unnar þekkja allir og varðskipin gegna mikilvægu hlutverki við eft- irlit og björgun. í Stjórnstöð Land- helgisgæslunnar við Skógarhlíð í Reykjavík er fjölþættri starfsemi Gæslunnar stýrt allt árið um kring, alla daga og alla nætur. í björgun- armiðstöðinni Skógarhlíð eru höf- uðstöðvar Gæslunnar, en auk þess er Neyðarlínan þar til húsa, Slysa- varnafélagið Landsbjörg hefur höf- uðstöðvar sínar þar og þar er sam- hæfingarmiðstöðin sem virkjuð er umsvifalaust þegar stærri slys eða óhöpp verða á sjó eða landi og vá vegna eldgosa eða annarra náttúru- hamfara grúfir yfir. Þar koma all- ir lykilstjórnendur viðbragðsaðila saman ef stórslys verða. Blaðamað- ur Skessuhorns kíkti í heimsókn í Vaktstöð Landhelgisgæslunnar í síðustu viku. Sest var niður í þá annars mannlausri samhæfingar- miðstöðinni á björtum maídegi og rætt við Ásgrím L Ásgrímsson sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra að- gerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Ásgrímur sýndi blaðamanni húsa- kynnin og meðal annars vaktstöð- ina þar sem alltaf er fylgst með um- ferð á sjó. Rætt er um vöktun með skipaumferð og sitthvað fleira. Ætíð á bakvakt Stjórnstöð Landhelgisgæslunn- ar er hjartað í starfsemi stofnunar- innar og þar starfa 17 manns. Innan hennar er leitar- og stjórnstöð fyr- ir sjófarendur og loftför á íslandi. Vaktstöðin sinnir fiskveiðieftirliti og er um leið landamærastöð fyr- ir ytri landamæri Schengen fyrir skipa umferð. Einnig er hún fjar- skiptastöð fyrir skip og sinnir leið- arstjórnun fyrir Reykjanes og inn í Faxaflóa. Á Vaktstöðinni í Skóg- arhlíð eru alltaf að minnsta kosti þrír á vakt hverju sinni, allan sólar- hringinn, allt árið. Á stórum skjám er fylgst með bátum og skipum og haldið samskiptum við skipsstjór- nendur. „Það koma sannarlega álagstímar hjá okkur á vaktstöðinni. Við erum alltaf við öllu búin því óhöpp gera ekki boð á undan sér hvort sem er á sjó eða landi.“ Ás- grímur tekur sem dæmi að fimmtu- daginn 16. maí hafi allt farið á fullt í Samhæfingarmiðstöðinni í Skóg- arhlíð þegar rúta valt í Skaftafells- sýslu og mikill viðbúnaður björgun- araðila var settur í gang. „Þá önn- uðumst við samskipti og stýringu þeirra björgunaraðila sem tiltækir voru á vegum Landhelgisgæslunn- ar, þyrla okkar og af dönsku varð- skipi sem hér var statt kom einnig þyrla sem og flugvél Landhelgis- gæslunnar. Landhelgisgæslan ann- ast samskipti á milli áhafna þessara loftfara og björgunarsveita, lög- reglu og annarra sem koma þurfa að slysum af þessari stærðargráðu. Á vaktstöðinni hér eru alltaf ein- hverjir á bakvakt. Ég og kollegar mínir fara í aðgerðastjórnun. Það sama á við ef slys eða óhapp verður á hafi úti. Til dæmis kviknaði ný- verið í vélarrúmi Sóleyjar Sigur- jóns úti á hafi norðan við landið og þá er bakvaktin umsvifalaust köll- uð út og tók þátt í stýringu aðgerða úr stjórnstöð Landhelgisgæslunnar með aðkomu bakvaktar Slysavarna- félagsins Landsbjargar og almanna- varnadeildar Ríkislögreglustjóra.“ Fjölþætt verkefni Gæslunnar í fyrstu ræddum við Ásgrímur um Landhelgisgæsluna og hlut- verk hennar í öryggisneti lands- manna. „Landhelgisgæsla íslands hefur nokkur skilgreind verkefni með höndum. Eitt af því er að vera svokölluð JRCC björgunarmið- stöð fyrir hafið og vegna loftfara, lögregla ber síðan ábyrgð á eftir- liti og björgun á landi. í starfi okk- ar felst meðal annars rekstur þyrla og flugvélar, varðskipa og annars búnaðar. Sérstök sprengjusveit er til dæmis starfandi hjá Landhelg- isgæslu íslands. Landhelgisgæslan er samskiptaaðili fyrir skip almennt og loftför sem taka þátt í leitar- og björgubnaraðgerðum og sinnir auk þess landamæraeftirliti fyrir hafið. Öll skip og bátar sem koma úr er- lendri lögsögu eru vöktuð og þurfa þau að senda komuskýrslu með við- eigandi upplýsingum, það er okk- ar lagalega skylda að sjá til þess að því sé sinnt. Síðan sinnum við fjöl- breyttum verkefnum og mönnum meðal annars Vaktstöð siglinga sem heyrir lagalega undir Siglingasvið Vegagerðarinnar. Það er þó Neyð- arlínan sem tæknilega rekur vakt- stöðina, AIS kerfið og fjarskipta- kerfið sem sjófarendur nota og treysta á. Eftirlit með allri þessari starfsemi er síðan á höndum Sam- göngustofu. Starfsemin sem fram fer hér í Skógarhlíðinni heyrir svo undir nokkur ráðuneyti,“ segir Ás- grímur. Ber að tilkynna sig Eitt af veigameiri verkefnum Land- helgisgæslunnar er að fylgjast með öryggi sjómanna á hafi úti innan ís- lenska leitar- og björgunarsvæðis- ins. „Sjálfvirka tilkynningaskyld- an virkar þannig að skipstjórnar- mönnum ber að hafa alltaf kveikt á AIS kerfinu í bátum sínum ef þeir fara úr höfn. Þeim ber einfaldlega lagaleg skylda til þess að kveikja á búnaðinum, að tilkynna sig úr höfn til að hægt sé að vita hvar þeir eru staddir. Þá er einnig mikilvægt að þeir tilkynni sig í gegnum talstöð- ina þegar haldið er úr höfn því um leið eru þeir að ganga úr skugga um að talstöðin virkar og sé stillt á rétta rás. Mörgum finnst fylgja því mik- ið skvaldur að hafa stillt á Rás-16, en hún er engu að síður mikilvæg þeirra eigin öryggi og annarra sem staddir eru á veiðum eða siglingu í grenndinni. Þá hefur einnig verið búið til app sem sjómenn geta not- að í stað þess að tilkynna sig í gegn- um talstöð.“ STK kerfið var gallað Áður en sjálfvirka tilkynningaskyld- an með búnaði sem kallast AIS var tekin í gagnið um borð í öllum bát- um og skipum var svokallað STK kerfi notað við íslandsstrendur frá árinu 1995. Það var séríslenskur búnaður frá Reycal sem notast var við allt til ársins 2009. „Það kerfi hafði sína galla og í því voru mörg svokölluð skuggasvæði. Ekki síst var þjónustan við það þyngslaleg og búnaðurinn einungis í notkun við íslandsstrendur. Til dæmis þurfti að senda tækin til viðgerðar í Bret- landi og erfitt að fá lánstæki á með- an. Það var ekki ásættanleg þjónusta fyrir útgerðir. Við slíkar aðstæður var örygginu ábótavant að því leyti að hafa þurfti talstöðvarsamband á þriggja tíma fresti og í millitíðinni gat margt gerst. Það kerfi var því barn síns tíma. Svo þegar strand- veiðar hófust réði kerfið einfald- lega ekki við þá miklu fjölgun sjó- farenda sem varð samhliða því. Þá voru yfir þúsund skip og bátar á sjó í einu og allt upp í 1100 þegar mest lét árið 2014.“ Sjálfvirk boð Ásgrímur segir það almennt mjög mikilvægt að sjómenn láti vita þeg- ar þeir fara á sjó og umgangist ör- yggiskerfið, þeirra eigin öryggi, af virðingu. „Um leið og menn láta vita af sér þegar haldið er frá bryggju er gengið úr skugga um að AIS kerfið sé í lagi og þar með sjálfvirka tilkynningakerfið eft- ir að þeir eru komnir lengra á haf út. Við höldum síðan skráningu meðan þeir eru á sjó og vöktum þá þar til komið er í land að nýju. Ef ekki berast sjálfvirk boð frá bátnum eða skipinu, þá er einfaldlega eitt- hvað að og eftirgrennslan fer í gang samkvæmt okkar viðbragðsáætlun. Stundum kemur í ljós að menn hafi haft slökkt á búnaðinum eða þá að hann hafi bilað og því sé ekkert að óttast, en ef það reynist ekki ástæð- an fer viðbragðsáætlun umsvifa- laust í gang.“ Ásgrímur segir að ekki sé óalgengt á álagstímum að 10-20 bátar séu í „vöntun“ á sama tíma og margvíslegar aðstæður geti komið upp. Sumir bátar eru jafn- vel að veiðum í víkum fyrir vestan landið, alveg upp við kletta, þannig að merkin berast ekki vaktstöðinni. Aðrir drepi kannski á vélinni og af- tengja allt rafmagn. Þannig auki slíkt ástand álag og vinnu þeirra sem sitja og fylgist með í Vaktstöð- inni. MarineTraffic er einkaframkvæmd Margir sem fylgjast með förum skipa um lögsöguna á Internet- inu þekkja Marinetraffic.com. í því er hægt að fylgjast með ferð- um margra sjófara sem skráð eru þar inn, en þó engan vegin ferðum allra. Ásgrímur segir að vegna pers- ónuverndarsjónarmiða megi Land- helgisgæslan ekki birta þau gögn á sínum vegum. „Marinetraffic. com er vefur sem rekinn er í einka- framkvæmd og hafa þær upplýsing- ar sem á honum er að finna ekkert að gera með okkur eða aðra opin- bera aðila. Þar birtast engu að síður gögn um ferðir margra smærri báta og stærri skipa ef þau senda út og í nágrenninu er móttökuloftnet sem nemur bylgjur frá þeim og sendir áfram. Við hjá Landhelgisgæslunni höfum hins vegar upplýsingar sem við birtum ekki opinberlega en not- um í okkar vaktstöð enda er okkar hlutverk að fylgjast með öllum sem á sjó eru hverju sinni.“ Traust ríkir Almennt segir Ásgrímur að margir sjómenn hafi í fyrstu ekki verið allt- Litið við í Skógarhlíðinni og fræðst um fjölþætt verkefni Landhelgisgæslu Íslands Á Vaktstöð siglinga eru alltaf að lágmarki þrír á vakt Þegar eldgos hófst í Holuhrauni 2014 var samhæfingarmiðstöin í Skógarhlíð virkjuð. Hér er svipmynd frá því. Ásgrímur L Ásgrímsson viðmælandi okkar fyrir miðri mynd. Ljósm. úr safni. Ásgrímur L Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar og Björgólfur H Ingason vaktstjóri eru hér staddir í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar / Vakstöð siglinga. Hér fylgist Hallbjörg Fjeldsted starfsmaður í Vaktstöðinni náið með skipaumferð við landið. Skagamaðurinn Jón Gunnar Ingibergsson hóf fyrir rúmu ári störf í Vaktstöð siglinga. Hann var á vaktinni þegar kíkt var í heimsókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.