Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201934 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Hann er nýlega kominn í land eftir sjómennsku í rétt fjörutíu ár, reynd- ar með hléum. Fór fyrsta túrinn á loðnuveiðar veturinn 1979, en hélt upp á sjötugsafmælið í síðasta túrn- um um borð í Baldvini Njálssyni GK í mars síðastliðnum. Ólafur Guð- mundsson heitir maðurinn, ein- att kallaður Óli Dabb af samferð- armönnum. Hann er úr Hafnar- firði, en hefur búið í Borgarfirði frá unga aldri og er einn fárra Borgfirð- inga sem sótt hafa sjóinn. Lengst af var Óli á togurum Stálskipa í Hafn- arfirði. Áður en á sjóinn fór hafði hann krækt sér í heimasætu frá Sig- nýjarstöðum í Hálsasveit. Segir það kost þegar menn hafa náð að kynn- ast konum sínum vel áður en þeir fara í langferðir á sjó. í landi stjórn- aði Valgerður Jónasdóttir heimili þeirra og uppeldi barnanna. Sá einn- ig um hrossin þeirra og stundaði ætíð fulla vinnu samhliða þessu. „Óli sagði sjálfur að ég hefði verið einstæð móðir með fjögur börn. Hann var á sjó og ég sá um hitt,“ segir Valgerð- ur. Óli og Gerða hafa komið sér vel fyrir í húsinu sínu Álfaskjóli í Hvítár- síðu í Borgarfirði. Eru bæði að hætta störfum og hyggjast njóta þess að vera ekki lengur langtímum saman í sitthvoru lagi. Kappsigling í löndunarpláss „Ég fór í minn fyrsta túr á sjó vet- urinn sem ég varð þrítugur. Fór á loðnuvertíð um borð í Náttfara frá Húsavík 1979 en báturinn var gerð- ur út frá Kópavogi. Hafði aldrei far- ið á sjó áður og var töluvert sjóveik- ur fyrsta mánuðinn eða svo. Pabbi minn hafði verið sjómaður, var bryti á Gullfossi sem Eimskip gerði út, þannig að ég vissi eilítið út í hvað ég var að fara. Þrátt fyrir sjóveikina í fyrstu líkaði mér strax vel á sjón- um. Þessa fyrstu vertíð var ég frá áramótum til maíloka og það veidd- ist vel. Þetta var fyrir kvótasetningu á loðnu og því voru veiðarnar svona ólympískar, róið stíft þar til kvótan- um á landsvísu var náð. Menn voru því í sífelldu kapphlaupi í laus lönd- unarpláss en því gat fylgt mikið fjör. Þá lönduðu skipin hvar sem hægt var að fá legurými. í síðasta loðnutúrn- um í mars þennan vetur vorum við á veiðum vestan undir Jökli í mikilli þvögu báta. Eftir að við höfðum fyllt hjá okkur upphófst agaleg kappsigl- ing því Helga RE hafði fyllt á sama tíma. Það var eitt laust pláss til lönd- unar í Hafnarfirði en það næsta var ekki fyrr en í Vestmannaeyjum. Það munaði einfaldlega tveggja sólar- hringa siglingu að ná að verða á und- an til Hafnarfjarðar. Spurningin var því hvort skipið næði að beygja fyrr inn Faxaflóann. Við höfðum það - og það var ekki leiðinlegt,“ rifjar Óli upp og brosir. Eftir að þessari fyrstu loðnuvertíð lauk var farið á net á Náttfara og Óli fagnaði þrítugsaf- mælinu um borð. Aflaði vel skattleysisárið Eftir þessa vertíð fór Óli ekki á sjó fyrr en átta árum síðar, veturinn 1987 og þá á Ásþór sem Grandi gerði út. „Þá var ég heilt ár á sjó. Þetta var skattleysisárið en þá gilti að afla eins vel og hægt var því engir skattar voru greiddir af launum þetta ár. Við vor- um á ískfiskeríi og veiðarnar gengu ágætlega. Þarna var ég í rúmt ár og fór þá aftur í land. Eftir miðjan júlí árið eftir munstra ég mig svo á nýjan frystitogara frá Hafnarfirði, Ými HF sem Guðrún og Ágúst Sigurðsson hjá Stálskipum höfðu látið smíða. Á þeim togara var ég í föstu plássi allt þar til hann var seldur fimmtán árum síðar, 2002. Þá fór ég yfir á Rán frá sama fyrirtæki og var á því skipi til loka. Árið 2005 keypti Nesfiskur í Garði Ránina sem hét eftir það Bald- vin Njálsson GK-400. Við fylgdum með í kaupunum. Meðal annarra Þorsteinn Eyjólfsson sem var stýri- maður á Ými og ég hef fylgt á skip- unum alla tíð, en Steini stýrimaður varð skipstjóri þegar skipið var selt til Nesfisks og fékk nafnið Baldvin Njálsson. Við höfum því fylgst að vinirnir lengi. Svo má ekki gleyma honum Jónasi syni okkar Gerðu. Hann var búinn að læra til kokks og starfa við það lengi í landi. Hann var fyrst ráðinn kokkur á Hrafni föður- lausa frá Grindavík en fór síðan yfir á Baldvin Njálsson og við höfum far- ið saman í túra síðustu árin. Höfum tekið annan hvern túr síðustu árin. Jónas kom reyndar í land um leið og ég og rekur nú verslunina FOK í Borgarnesi ásamt eiginkonu sinni Maríu Júlíu.“ Yfirleitt stöðug vinnsla í gangi Óli lætur vel af því að starfa á frysti- togara. Þetta sé vissulega stíf vinna og fátt annað en vinna, borða og sofa. Oftast sigldi Óli tvo túra í röð og tók þann þriðja frí í landi. Skyldustopp í landi var þetta 4-5 dagar milli samliggjandi túra. Með þessu móti þurfti útgerðin ekki að hafa alveg tvöfalda áhöfn til taks. Á frystitogurum sem þessum er allt veitt í troll og aflinn er ufsi, þorsk- ur, karfi og aðeins ýsa. Yfirleitt er látlaus vinnsla í gangi sem felst í að hausa, flaka, snyrta og pakka fiskin- um fyrir frystingu. Menn skiptust á um að vinna á hverju tæki í vinnsl- unni, en yfirleitt eru sömu karlarn- ir uppi á dekki. Skipið rúmar þetta um 18 þúsund kassa og þegar búið er að fylla, er siglt heim til löndun- ar. Kokkurinn skiptir miklu Lengst af var staðið sex tíma vaktir og svo sex tíma svefn, allan túrinn sem oftast var um eða yfir mánuður í senn. „Svo var samþykkt að breyta vöktunum og við fórum að standa átta tíma vaktir og svo átta tíma frí. Mér líkaði það betur. Þá nær mað- ur betur að hvílast og safna kröft- um, jafnvel þótt komandi vakt yrði lengri. En hvort sem vaktirnar eru sex eða átta tíma skiptir mestu máli að aðbúnaðurinn um borð sé góð- ur. Þá skiptir kokkurinn ótrúlega miklu máli. Að maturinn sé góð- ur. Þá getur útsjónarsamur kokkur haft talsvert að segja fyrir afkomu okkar karlanna. Nú eru samning- arnir þannig að ef kokkurinn eyðir of miklu í hráefni þá kostar það kannski sjómanninn aukalega 20-25 þúsund krónur á túr. Jónas minn kunni að fara vel með og með út- sjónarsemi gat hann jafnvel sparað aur fyrir áhöfnina. Ekki var síðra að maturinn hans var um leið góður.“ Gátu farið yfirum Óli segir að lengsti túr sem hann hef- ur farið hafi verið 61 dagur, en sá var í Smuguna. Því hefur verið fleygt að í löngum Smugutúrum hafi menn jafnvel verið orðnir tæpir á geðheils- unni. „Ég var alveg rólegur og hætti að taka eftir því hversu lengi við vor- um þarna úti, en það voru vissu- lega ekki allir sem þoldu þetta. Ég man eftir krítísku ástandi á einum skipsfélaga okkar. Hann fór eigin- lega yfir um í löngum túr. Það þarf því ákveðna skapgerð í að vera svona lengi langt frá landi og menn þurfa að geta sýnt helling af æðruleysi,“ segir Óli. Hann segir að helst hafi honum þótt erfitt að fá líkamsklukk- una á rétt ról eftir að í land var kom- ið. Það tengist þessum sífelldu vakta- skiptum. „Maður glaðvaknar kannski um miðja nótt, hrekkur upp og held- ur að maður hafi sofið yfir sig.“ Versta lífreynslan þegar kviknaði í skipinu í Barentshafi Rætt við sjómanninn Óla Dabb sem fagnaði sjötugsafmælinu í síðasta túrnum Óli og Gerða á heimili sínu í Álfaskjóli í Hvítársíðu. Feðgarnir Jónas Björgvin og Óli fóru sinn síðasta túr á Baldvini Njálssyni í mars. Hér eru þeir ásamt Þorsteini Eyjólfssyni skipstjóra, en „Steina stýrimanni“ hefur Óli fylgt á sjó í meira en tvo áratugi. Ljósm. eeó. Gerða tók á móti Óla sínum með blómum þegar hann kom í land úr síðasta túrnum í lok mars. Ljósm. eeó Risastórt karfahol komið upp á dekk á Baldvini Njálssyni. Ljósm. óg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.