Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 50

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 50
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201950 Það var aldeilis gaman hjá leik- skólabörnunum á meðfylgjandi mynd síðastliðinn miðvikudag. Þá voru börn af Vallarseli í heimsókn á slökkvistöðinni við Kalmansvelli og fengu að skoða sjúkrabíla, lög- reglubíla og slökkviliðsbíla, máta hjálma og fengu meira að segja að setjast undir stýri og kveikja á sír- enum. Börnin hreinlega geisluðu af gleði og fannst þetta skemmtileg upplifun. Að sögn Sigurðar Þórs Elíssonar slökkviliðsmanns er þétt bókuð dagskrá flesta daga til mán- aðamóta að taka á móti skólum í kynningar af þessu tagi. Börnun- um er meðal annars sýnt hvernig slökkva á eld í kari og fengu leik- skólakennarar að spreyta sig á því. mm Ásta Marý Stefánsdóttir frá Skipa- nesi í Hvalfjarðarsveit hélt burtfar- arprófstónleika frá Söngskóla Sig- urðar Demetz í Neskirkju 17. maí síðastliðinn. Tónleikarnir voru lokaverkefni hennar fyrir útskrift frá skólanum. Spurð hvað tæki við næst í söngnum segir hún það enn óljóst. „Þetta er eins langt og ég get komist en næsta stig í söngnámi er í raun háskólanám. Ég var að ljúka við að syngja í inntökuprófi fyrir Listaháskóla íslands og það verður bara að koma í ljós hvort ég kom- ist inn eða ekki,“ segir Ásta Marý þegar Skessuhorn heyrði í henni. Á tónleikunum söng Ásta Marý verk sem hún hefur verið að vinna að síðustu ár. „Ég var með ljóðaflokk sem ég kynnist fyrir fimm árum og var að ljúka að læra núna, ljóða- flokk eftir norska skáldið Edvard Grieg. Ég söng líka aríu úr óper- unni Suor Angelica eftir Puccini sem við í Söngskólanum settum upp í vor, aðra aríu eftir Puccini og tvo sænsk ljóð eftir finnska skáld- ið Sibelius,“ segir hún. Ásta Marý syngur með mótettukór Hallgríms- krikju og á tónleikunum fékk hún kórfélaga sína, kórstjóra og organ- ista til að flytja með sér verk. „Ég er svo heppin að hafa fengið að syngja sóló í þessu verki. Þetta er tíu mín- útna kórverk með orgeli, sem við fluttum saman á tóneikunum því mér þótti skemmtilegt að geta sýnt aðeins meira en bara óperu og ljóðasöng,“ segir Ásta Marý. „Kórstjórinn minn sagði þetta vera fullorðins“ Tónleikarnir voru mjög vel heppn- aðir og fékk Ásta Marý prýðilega umsögn. „Umsögnin sem ég fékk var alveg hreint frábær og ég fór næstum að gráta þegar ég sá hana. Ég var rosalega stressuð og hafði áhyggjur af því að ég væri ekki með nóg en svo kom á daginn að þetta var bara frekar metnaðar- fullt og stórt prógram. Kórstjór- inn minn sagði þetta vera fullorð- ins,“ segir Ásta Marý og hlær. Um 50 manns komu á tónleikana og var Ásta Marý mjög ánægð með þá mætingu. „Þetta var náttúrulega á mjög slæmum tíma fyrir sveitunga mína, svona í miðjum sauðburði. En það voru nokkrir sem gátu lát- ið sjá sig, sem mér þótti vænt um,“ segir hún. Á tónleikunum fékk Ásta Marý mömmu sína upp á svið með sér þar sem þær sungu dúett sem aukalag. „Við sungum Sól- setursljóð saman, en pabbi henn- ar mömmu hefur beðið okkur um að syngja þetta saman í nokkur ár. Hann varð svo áttræður núna fyr- ir stuttu og hefur sagt að flutning- urinn okkar hafi verið afmælisgjöf- in hans og hann er alveg rosalega ánægður með hana,“ segir Ásta Marý. Aðspurð segir hún að nú taki við að læra nýtt verk sem hún ætlar að flytja um páskana á næsta ári með samnemanda sínum. „Það er fallegt verk með tveimur kven- nröddum sem við ætlum að skella í og þurfum að fara að læra. En núna næst hjá mér verður að halda tón- leika á Hvalfjarðardögum í sum- ar. Þar ætla ég að syngja svolítið af efninu sem ég var með á tónleikun- um,“ segir Ásta Marý. arg Síðastliðinn föstudag fór kunn- uglegur ilmur að berast um Grundarfjörð. Þá voru Bald- ur Rafnsson og starfsfólk hans að kveikja á pottunum í pylsu- vagninum Mæstró street food í miðju bæjarins. Nokkrir svangir starfsmenn Grundarfjarðarbæj- ar runnu á lyktina og voru með þeim fyrstu til að bragða á góm- sætum pylsum og bátum sem starfsmenn vagnsins eru þekktir fyrir að framreiða. Þetta er orð- inn ákveðinn sumarboði er ilm- andi matarlyktin frá vagninum hans Baldurs ærir upp sultinn í gestum og gangandi. tfk SjóSnæ hélt sitt árlega sjóstang- veiðimót í Ólafsvík um liðna helgi. Keppendur voru 29 að þessu sinni og róið á sjö bátum. Sigurjón Helgi Hjelm er formaður SjóSnæ. Hann segir í samtali við Skessuhorn að þátttakan á mótum þeirra hafi far- ið upp á við, en engu að síður duttu nokkrir sem höfðu skráð sig á þetta mót út vegna útskriftar hjá fram- haldsskólum sem voru víða þessa sömu helgi. Sigurjón Helgi seg- ir að þrátt fyrir leiðindaveður hafi aflinn verið 9,2 tonn sem sé mjög gott. Allir keppendur fengu nesti og meðlæti með sér á sjóinn og sá kirkjukórinn um að úbúa nestið. Auk þess fengu þeir kaffi og með- læti í grunnskólanum sem nem- endur 9. bekkjar og foreldrar þeirra sáu um. Á laugardagskvöldinu voru verðlaun afhent í Von, húsi björg- unarsveitarinnar Lífsbjargar. Þar var einnig boðið upp á glæsilegan kvöldverð. af Pétur Sigurðsson frá SjóAk var afla- hæstur með 926 kíló. Ljósm. þa. Prýðileg veiði á sjóstang­ veiðimóti SjóSnæ Keppendur að landa aflanum. Ljósm. af. Sigurjón Helgi Hjelm formaður SjóSnæ, Þröstur Albertsson aflahæsti skipstjórinn, Elín Snorradóttir var aflahæst kvenna, Pétur Sigurðsson aflahæstur karla og Gun- nar Jónsson leikari og aflakló. Ljósm. af. Fengu að kynnast vælubílunum Mæstró street food opnar á ný í Grundarfirði Þeir Gísli Már Jóhannsson, Dominik Wojciechowski og Sigmundur Elías Kjartansson, starfsmenn Grundarfjarðar- bæjar, létu sig ekki vanta fyrsta daginn. Þær Freyja Líf Ragnarsdóttir og Kristbjörg Ásta Viðarstóttir tóku brosandi á móti fyrstu viðskiptavinum sumarsins. Hélt metnaðarfulla burtfararprófstónleika Ásta Marý Stefánsdóttir. Ljósm. úr safni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.