Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 54

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 54
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201954 Góður sigur Snæfells STYKKISH: Snæfell sigraði Úlfana, 2-1, í öðrum leik liðsins í 4. deild karla í knatt- spyrnu á sunnudag. Snæfellingar byrj- uðu vel því Carles Martinex Liberato skoraði fyrsta mark leiksins á 5. mínútu. Hólmarar voru betri í fyrri hálfleik og fengu vítaspyrnu á 19. mínútu leiksins. Milos Janicijevic fór á punktinn og skor- aði. Snæfellingar fengu fullt af færum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en tókst ekki að nýta þau. Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik og Úlfarnir heilt yfir sterkari. Þeim tókst þó ekki að skapa sér nein alvöru marktækifæri og þau færi sem Snæfellingar sköpuðu sér fóru forgörðum. Úlfarnir klóruðu í bakkann á lokamínútu leiksins þegar Andri Þór Sól- bergsson skoraði. Lokatölur 2-1, Snæfelli í vil. Snæfellingar hafa sex stig í þriðja sæti deildarinnar, jafn mörg og Hvíti Riddarinn og KB í sætunum fyrir ofan. Snæfell og KB eigast við í næstu umferð deildarinnar. Liðin mætast í Reykjavík í kvöld, miðvikudaginn 29. maí. -kgk Kári fékk skell AKRANES: Káramenn fengu skell þegar þeir mættu Fjarðabyggð í Akraneshöll- inni í 2. deild karla í knattspyrnu á laug- ardaginn. Þegar flautað var til leiksloka höfðu gestirnir skorað fjögur mörk gegn einu marki Kára. Það var Gonzalo Bern- aldo Gonzales sem kom Fjarðabyggð yfir strax á 5. mínútu leiksins. Nikola Krist- inn Stojanovic bætti öðru marki við fyrir gestina á 32. mínutu og var síðan aftur á ferðinni á þeirri 38. Staðan var því 0-3 fyrir Fjarðabyggð í hálfleik. Káramenn gerðu þrjár breytingar í hléinu en þær skiluðu ekki tilætluðum árangri. Jose Luis Vidal Romero kom Fjarðabyggð í 0-4 á 77. mínútu leiksins áður en Guðfinnur Þór Leósson klóraði í bakkann fyrir Kára á 89. mínútu. Lokatölur 1-4. Kári situr í tíunda sæti deildarinnar með fjögur stig eftir fjóra leiki, stigi á eftir liðunum fyrir ofan en með jafn mörg og ÍR í sætinu fyr- ir neðan. Þessi tvö lið, Kári og ÍR, mætast í næstu umferð deildarinnar. Sá leikur fer fram í Reykjavík á föstudaginn, 31. maí. -kgk Skallagrímur tapaði BORGARNES: Skallagrímsmenn máttu sætta sig við 0-1 tap gegn KF í 3. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn. Leikið var á Skallagrímsvelli. Eina mark leiksins skoraði Alexander Már Þorláks- son á 57. mínútu. Borgnesingar hafa ekki fundið sig nægilega vel síðustu vik- ur. Eftir sigur í fyrsta leik hafa þeir tapað síðustu þremur leikjum sínum. Þeir sitja í ellefta sæti deildarinnar með þrjú stig, jafn mörg og Einherji í sætinu fyrir ofan og tveimur stigum meira en botnlið KH. Neðstu liðin tvö mætast í Borgarnesi á morgun, fimmtudaginn 30. maí. -kgk MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hver er besta manneskja sem þú þekkir? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Marvi Gil Unnur Dís Skaptadóttir, mann- fræðingur og prófessor við Há- skóla íslands. Ragnar Kjaran Vinkona mín, Allý. Guðný Helgadóttir Mamma mín. Sigþór Sigurðsson Móðir mín. Elfa Björk Bragadóttir Eiginmaður minn. íslandsmót 60+ í boccía fór fram á Hvammstanga síðastliðinn laug- ardag. Til leiks mættu 16 sveit- ir frá eftirtöldum bæjarfélögum: Snæfellsbæ 1, Aftanskin/Stykkis- hólmi 3, Borgarbyggð 2, Akranesi 1, Garðabæ 3, Gjábakka/Kópa- vogi 3, Gullsmára/Kópavogi 2 og ein sveit frá heimamönnum. Það var félag eldri borgara í Húnaþingi vestra sem hafði allan veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd að þessu sinni og gerði það með stæl. Því miður var þátttaka að þessu sinni frekar slök, en þeir sem mættu áttu góða spretti, leikir oftast jafnir og það sem skipti máli; allir hress- ir og glaðir. Það var Eggert Karls- son varaformaður FEB Húnaþings vestra sem bauð keppendur vel- komna og setti mótið. Keppt var í fjórum riðlum, fjög- ur lið í riðli. Eftir riðlakeppni stóðu fjögur lið uppi sem sigurvegarar og spiluðu um sæmdarheitið ísland- meistara 60+ í boccía 2019. Úrslit: 1. Gjábakki 3. Steinunn Ingimund- ardóttir, Svana Svanþórdóttir, Anna Albertsdóttir og Sólrún Jónsdóttir. 2. Garðabær 2. Ester Arelíusardótt- ir, Sveinn Jóhannsson og Jón Sverr- ir Dagbjartsson. 3. Akranes. Böðvar Jóhannsson, Hilmar Björnsson og Eiríkur Her- varsson. 4. Gullsmári 1. Nína Björnsdóttir, Baldur Þór Baldvinsson og Birgir Ólason. fj íbúar og starfsfólk á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri fékk góða gesti nýverið þegar kórfélagar úr Kirkjukór Ólafsvíkur komu í heim- sókn. Voru kórfélagarnir komnir til að syngja hluta af tónleikapró- grammi sínu sem þau fluttu á vor- tónleikunum á dögunum. Tók heimilisfólkið vel undir í samsöngs- lögunum og var stundin hin nota- legasta. þa Spánverjinn Manuel Rodriguez hefur verið ráðinn þjálfari meistara- flokks Skallagríms í körfuknattleik karla. Mun hann stýra liði Borgnes- inga í 1. deildinni næsta vetur. Manuel er 39 ára gamall, reynd- ur þjálfari sem á að baki fjölbreytt- an feril. Hann hefur stýrt félags- og skólaliðum á Spáni og í Svíþjóð, auk þess að koma að þjálfun yngri landsliða í heimalandinu. Hann tekur við starfinu af Finni Jóns- syni, sem ákvað að halda ekki áfram þjálfun Skallagríms að loknu síð- asta keppnistímabili, eftir fjögur og hálft ár við stjórnvölinn. Manuel er Borgnesingum að góðu kunnur. Hann þjálfaði meist- araflokk kvenna með góðum ár- angri frá 2015 til 2017. Fyrst kom hann Skallagrímskonum upp í Domino‘s deildina og árið eftir kom hann liðinu í úrslitakeppnina um íslandsmeistaratitilinn og í úr- slitaleik bikarkeppninnar. „Ég er mjög spenntur að fá tækifæri til að þjálfa karlalið Skallagríms næsta tímabil. Það er mikil hamingja yfir því að snúa aftur í Borgarnes en ég á mjög góðar minningar þaðan þau tvö tímabil sem ég þjálfaði kvenna- liðið,“ er haft eftir Manuel í til- kynningu Kkd. Skallagríms. „Það verður mikil barátta næsta tímabil og á brattann að sækja. Við mun- um hins vegar undirbúa okkur vel og af krafti og trúmennsku og ég mun leitast við að gera liðið erfitt viðureignar fyrir alla andstæðinga. Ég er reiðubúinn að vinna sleitu- laust að koma því á þann stall sem það á skilið. Þetta getur orðið löng og ströng vegferð, en við munum undirbúa okkur vel því ég tel að ár- angur náist með samstilltu átaki frá degi til dags á tímabilinu framund- an,“ segir Manuel. kgk Körfuknattleiksþjálfarinn Manuel Rodriguez. Ljósm. úr safni/ jho. Manuel snýr aftur í Borgarnes Íslandsmót 60+ í boccia Kirkjukórinn í heimsókn á Jaðri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.