Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201936 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Einar Guðmundsson hafnarvörð þekkja flestir sem hafa komið að útgerð á Akranesi undanfarna ára- tugi. Hann var lengi til sjós, réði sig í fyrsta sinn á nótabát sem ungling- ur og starfaði við sjómennsku meira og minna í 15 ár. Þegar hann var um það bil að landa draumapláss- inu á frystitogaranum Örvari lenti hann hins vegar í alvarlegu slysi sem varð til þess að hann missti ann- an fótinn. Undanfarna áratugi hef- ur hann verið vigtarmaður og síð- an hafnarvörður á Akranesi. Einar segir frá sjómennskunni, slysinu og ræðir um höfnina á Akranesi í sjó- mannadagsblaði Skessuhorns. Ævintýri í Norðursjó „Ég var á sjó á meðan ég gat,“ seg- ir Einar í samtali við Skessuhorn. „Ég byrjaði 15 ára gamall sem hálf- drættingur. Þá vorum við ráðnir tveir upp á einn hlut, ég og Matti Einars vinur minn, á Ólaf Sigurðs- son AK-370. Það var í fyrsta sinn sem ég réði mig á sjóinn, en áður hafði ég farið á sjó með pabba þeg- ar ég var krakki,“ bætir hann við. „Ólafur Sigurðsson var einn af austur-þýsku bátunum, 260 tonna nótabátur. Við fórum á honum í Norðursjóinn, lönduðum oft í Bremerhaven í Þýskalandi, Leir- vík á Hjaltlandseyjum, Peterhead í Skotlandi og jafnvel fleiri stöðum. Það var mikið ævintýri fyrir ung- an mann að vera á veiðum í Norð- ursjónum, ekki margir sem höfðu prófað það á þessum tíma þó það væri ekki óþekkt,“ segir hann. „í Norðursjónum vorum við eingöngu á síld. Síldin var kössuð og það var oft mikið puð, sérstaklega á löngum vökum,“ bætir hann við. „Sumarið eftir fór ég aftur á Ólaf og þá lönd- uðum við aðallega í Danmörku. Þá munaði töluvert miklu að vera orð- inn árinu eldri, búinn að þroskast og þreknast og þá var ég líka upp á heilan hlut,“ segir Einar. Átti sinn hlut í smyglinu Eftir að Einar lauk gagnfræðaskól- anum sneri hann sér alfarið að sjó- mennskunni. Hann byrjaði á hand- færaveiðum með Símoni Símonar- syni á Sigurvon AK sumarið 1971, vann í frystihúsi HB á Akranesi um haustið og fór síðan á Skírni AK-12 um áramótin með Oddi Gíslasyni frá Hliði og var til vertíðarloka. „Ég fór á Víði AK-63 um sumar- ið, þar sem við vorum á trolli,“ seg- ir hann. „Næst lá leiðin á Gróttuna AK-101, þar sem pabbi var skip- stjóri. Ég var á Gróttunni fram á vorið, þar til ég fór á Skírni AK-16, þar sem Bjarni vinur minn Sveins- son var að hefja sinn skipstjórnar- feril. Við tókum tvö úthöld í Norð- ursjónum og gekk stormandi vel. Við komum heim úr fyrra úthald- inu 13. september, á afmælisdegi mömmu. Ég átti minn skammt af bjór, slatta af Jolly Cola og auðvi- tað hlut í þessu lítilræði sem við smygluðum,“ segir Einar og bros- ir. „En ég var farinn að örvænta hvort Maggi toll yrði svo lengi að tollskoða að ég kæmist ekki upp í Hafnarsjoppu til að kaupa mér eina litla kók,“ segir hann. „Það var gott að vera með Bjarna á Skírni. Mjög góð áhöfn og mér þótti Bjarni allt- af góður skipstjóri. Ási stýrimað- ur var líka flottur, alltaf mikið kappsmál hjá honum að klára fyr- ir einhvern ákveðinn tíma. Ég var á Skírni loðnuvertíðina 1974 sem var mjög góð og metvertíð á þeim tíma.“ Heim á Skagaströnd Þá um vorið lá leið Einars á Kross- víkina, þar sem faðir hans var skip- stjóri. „Krossvíkin var skuttogari, en þeir voru alger nýjung hér á landi í þá daga. Eins og einn leigubílstjóri sagði; „er ekki munur að vera kom- inn á skuttogara þar sem allt er unn- ið inni á milli þilja?“,“ segir Ein- ar og hlær við. „En skuttogararnir voru mikil framför frá síðutogurun- um og ég var á Krossvíkinni þar til 17. janúar 1978 á fimmtugsafmæl- inu hans pabba. Hann hætti með Krossvíkina haustið ´77 með bát- inn og tók við Óskari Magnússyni AK-177. Davíð Guðlaugsson tók við Krossvíkinni en hélt megninu af mannskapnum á meðan var verið að gera Óskar kláran,“ segir hann. „Ég fór í land á þessum tíma eftir að hafa lent í smá óhappi á hægri fæti,“ segir Einar og brosir. „Ég tognaði á ökkla og gat ekki stig- ið í fótinn. Eftir að ég jafnaði mig fór ég norður í febrúar að vinna við veiðarfæri á meðan verið var að klára að smíða Óskar. Ég var á Ósk- ari fram á vorið ́ 83. Þá hrundi vélin og við vorum dregnir í land. Ég var í frystihúsinu um sumarið og ætlaði bara aftur á Óskar þegar búið væri að skipta um vél,“ segir hann. „Ég fór heim á Skagaströnd um sumar- ið í heimsókn til ömmu og afa, eins og ég gerði alltaf á sumrin. Þar datt mér í hug að ræða við Ebba skip- stjóra á Örvari og biðja um pláss, sem þá var eitt albesta pláss lands- ins. Ebbi tók vel í það og ég fékk afleysingapláss til að byrja með,“ segir Einar. „Ég flutti norður ásamt konu og börnum og þar var eigin- lega æskudraumur að rætast. Ég er fæddur á Skagaströnd og var þar öll sumur hjá afa og ömmu sem krakki. Ég ætlaði meira að segja að flytja til þeirra þegar ég var tólf ára gam- all, fara í skóla á Reykjum og gerast síðan bóndi. Guð einn veit hvern- ig það hefði tekist hjá mér,“ segir Einar og brosir. „En mamma var ekkert hrifin af því að ég færi að heiman tólf ára gamall, skiljanlega kannski og þess vegna varð ekkert úr þessu,“ bætir hann við. „En ég var sem sagt í afleysingum á Örvari í einhvern tíma og tel mig hafa ver- ið alveg að landa fastráðningu þeg- ar ég lendi í slysinu,“ segir hann. „Heppinn að lifa af“ „Það var 30. nóvember 1983 og ég var á Örvari þegar ég lenti inni í spilkoppi. Með honum sveiflað- ist ég eina þrjá hringi, að mér var sagt. Búkurinn slapp á einhvern ótrúlegan hátt en báðir fæturn- ir á mér mölbrotnuðu. Hægri fót- urinn reyndist ónýtur og varð að taka hann af. Hausinn var sprungin á þremur stöðum. Ég var heppinn að lifa þetta af,“ segir Einar. „Það sem líklega bjargaði lífi mínu var að ég var með hjálm á hausnum, í anorakk og með hettuna yfir hjálm- inum, bara af því það var skítaveð- ur. Það varð til þess að hjálmurinn hélst á hausnum á mér allan tím- ann,“ segir hann. „En það var síð- an lán í óláni að ég var á besta aldri þegar þetta gerðist, rétt að verða þrítugur. Ég var í góðu líkamlegu formi og heilsuhraustur. Slysið varð kl. 11:00 að morgni, sem er „heppi- legur“ tími eins og mér hefur ver- ið sagt. Þá er skrokkurinn kominn í full afköst eftir nóttina en maður er ekki byrjaður að þreytast,“ bæt- ir hann við. Eftir slysið lá Einar á Borgar- spítalanum. í tæpar þrjár vikur var hann í litlum tengslum við raun- veruleikann. „Ég var með mikið mar á heilanum og á tímabili var hreinlega ekki víst hvort ég kæmist aftur til meðvitundar,“ segir hann. Einar hikar örlítið en síðan læð- ist fram bros þegar rifjast upp fyr- ir honum skemmtileg saga. „Einn daginn féllu lungun í mér saman. Ég var skorinn upp í hvelli og lofti hleypt úr brjóstholinu. Það er eina örið sem ég hef á líkamanum eft- ir slysið. Alda, fyrrverandi eigin- kona mín, og pabbi vöktu yfir mér á sjúkrahúsinu. Þegar búið var að stinga á mér sagði einn læknirinn við Öldu að það hefði líklega bjarg- að mér að ég hefði aldrei reykt. Hún vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið og sagði lækninum að ég væri búinn að reykja tvo pakka af Camel á dag í 15 ár,“ segir Einar og hlær við. Einn af uppáhaldsdögunum „Þarna lauk sem sagt minni sjó- mennsku þegar ég var að kom- ast í draumastarfið, 30. nóvember 1983,“ segir Einar. „Þetta var allt- af það sem ég vildi en gekk ekki eft- ir. Að vera togarasjómaður var á þeim tíma mjög gott starf. Ég hafði reiknað það út að með því vera einn túr á sjó og einn í landi þá yrði ég fimm mánuði á sjó og sjö í landi á ári, á dúndurkaupi. Ég var alltaf í myljandi tekjum og var heppinn með plássin í gegnum tíðina. Ég leit því alltaf á þetta sem mitt lífstíðar- starf, þó það væri langt frá draumn- um um búskap með ær og hross. En svona fór þetta bara,“ segir hann. Næst lá leið Einars í slippinn á Akranesi þar sem hann starfaði í níu ár, eða þar til honum var sagt upp í „hagræðingarskyni“ eins og hann orðar það. Uppsagnarbréfið fékk hann einmitt 30. nóvember. „Ég man alltaf daginn, þetta er einn af mínum uppáhaldsdögum. Þetta er dagurinn sem ég lenti í slysinu, „Þarna lauk minni sjómennsku þegar ég var að komast í draumastarfið“ segir Einar Guðmundsson, hafnarvörður á Akranesi og fyrrverandi sjómaður Einar Guðmundsson, hafnarvörður á Akranesi með höfnina í baksýn. Einar ísar í kar eftir að hafa vigtað fisk á Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.