Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201920 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn „Starf framleiðslustjórans er of- boðslega skemmtilegt og enginn dagur alveg eins. Síðustu ár hafa mikið farið í að spá og spekúlera. Okkur fannst við komin á endastöð í gamla húsinu og ákváðum að byggja nýja fiskvinnslu. Það átti sér nokkurn aðdraganda, við vorum í um tvö ár að pæla í vélum og teikna áður en við síðan létum hanna hús- ið utan um vélarnar. Þetta var ekki ákveðið á einni nóttu,“ segir Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri Guðmundar Runólfssonar hf., í samtali við Skessuhorn. „Það er búið að vera mikið að gera, bæði á framkvæmdatímanum og eftir að vinnslan var sett í gang aftur. Fyrstu tveir mánuðirnir í nýju vinnsl- unni voru strembnir. Margir lang- ir dagar meðan við vorum öll söm- ul að læra inn á þetta en að sama skapi óskaplega góð tilfinning þeg- ar þetta fór að ganga smurt,“ seg- ir hún. „Það er nefnilega ótrúlega mikill munur á nýju vinnslunni og þeirri gömlu. Við erum að fara úr gamaldags frystihúsi yfir í hátækni- fiskvinnslu á heimsmælikvarða. Það eru bara allt aðrar afurðir sem við erum að vinna hérna. Það þurftu allir svolítið að læra að hugsa hlut- ina upp á nýtt,“ segir hún og bætir því við að vinnslan sé smám saman að komast í full afköst. „Við vorum búin að gefa það út að það yrði haldið partí þegar við færum yfir 100 kör á dag, sem eru 28-30 tonn. Partíið var haldið síð- asta laugardag,“ segir Rósa ánægð. „Síðan við náðum því höfum við nokkuð reglulega farið yfir þetta magn og setjum stefnuna næst á 40 tonn á dag,“ bætir hún við. „Þeg- ar það gengur vel þá rétt ná bát- arnir að anna nýju vinnslunni. Þess vegna var ákveðið að fjárfesta í nýju skipi sem við tökum í notk- un í haust. Það verður gaman að sjá hver breytingin verður þegar gamla Bergeyin verður komin í gagnið í staðinn fyrir Helga SH. Ekki síst held ég að það verði breyting fyrir áhöfnina, þar sem Helgi er orðinn gamall og alveg kominn tími á að skipta honum út. En hún er auð- vitað miklu stærra skip líka og við horfum líka til þess að geta fengið meiri fisk í gegnum vinnsluna þeg- ar fram líða stundir,“ segir hún. Forréttindi að vinna í fjölskyldufyrirtæki Rósa er enginn nýgræðingur í sínu starfi, búin að gegna því í rúman áratug. En hvernig kom það til að hún tók við starfi framleiðslustjóra á sínum tíma? „Árið 2008 var ég 26 ára gömul og þá vantaði verk- stjóra. Ég var spurð hvort ég vildi taka starfið af mér og sló til. Ég var að vinna hjá Ragnari & Ásgeiri og TSC tölvuþjónustu hérna í Grund- arfirði. Þaðan gat ég fljótlega feng- ið mig lausa og byrjaði að vinna hjá G. Run stuttu síðar. Móses [Geir- mundsson, innsk.] frændi minn var með mér til að byrja með og kom mér hægt og rólega inn í hlutina,“ segir hún. Rósa var langt því frá ókunnug fiskvinnslunni á þessum tíma. Hún er barnabarn Guðmundar Runólfs- sonar og Ingibjargar Kristjánsdótt- ur, sem stofnuðu fyrirtækið á sín- um tíma. Faðir hennar, Guðmund- ur Smári Guðmundsson, er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins og einn eigenda þess, ásamt sex systkinum sínum og Móses frænda þeirra og Rósa vann í fiskvinnslunni þegar hún var unglingur. „Fjölskyldu- tengslin hérna innan fyrirtækisins eru ekkert rosalega flókin,“ segir Rósa létt í bragði. En hvernig er að vinna þar sem nánast annar hver maður er nákominn ættingi? „Að mínu viti eru það mikil forréttindi. Systkinin sem eiga þetta eru nátt- úrulega búin að gera þetta alla sína ævi. Auðvitað eru þau ekkert alltaf sammála en þau sýna hvort öðru mikla virðingu. Þannig slá þau tón- inn fyrir alla aðra sem starfa hjá fyrirtækinu,“ segir hún. „Mér þyk- ir líka gaman að því að núna vinn ég náið með pabba, sem er fram- kvæmdastjóri. Við töluðumst varla við frá því ég var svona tólf ára og þar til ég var að nálgast tvítugt. Við áttum bara engan veginn skap sam- an. Mamma sagði alltaf að það væri vegna þess að við værum svo lík. En núna erum við orðin mjög náin. Það er alveg dásamlegt og ég lít á það sem forréttindi að geta unn- ið svona náið með pabba mínum og síðan verið pabbastelpan eftir vinnu,“ segir hún og brosir. Stöðug framþróun „Mesta áskorunin hjá mér sem framleiðslustjóra eftir að við tók- um nýju vinnsluna í notkun er að læra inn á þessar nýju afurðir sem við erum að framleiða núna en gátum ekki framleitt áður. Það er ekki orðið 100% hjá mér en allt að koma,“ segir hún og brosir. „Sem dæmi höfum við alltaf verið sterk í karfavinnslunni. Karfann höfum við í gegnum tíðina fryst og það er áskorun að koma honum fersk- um úr húsi. Þar að auki erum við farin að leggja áherslu á beinlaus- an karfa. Við teljum að það sé fram- tíðin, fólk vill hafa hann beinlausan eins og þorskinn og ýsuna. En það er ný afurð sem kaupendur þekkja ekki vel og áskorun að takast á við það,“ útskýrir hún. „Sömu sögu er að segja af flestu sem við vinnum í nýju vinnslunni. Þetta eru allt meira og minna nýjar afurðir og töluverð vinna sem fylgir því að læra inn á nýja hluti hjá öllum í fyrirtækinu,“ segir hún. „Þar fyrir utan fylgj- umst við stöðugt með tæknifram- förum og reynum að vera opin fyrir því hvort nýir hlutir gætu ef til vill hentað okkur. Það er til dæmis eitt horn í vinnslunni sem þarf að leysa betur, á endanum þar sem afurðirn- ar fara í kassa og er síðan raðað á bretti. Það er verið að vinna margar afurðir í einu á línunum og stund- um myndast smá flöskuháls þar. Þar að auki er þessi stöð sú sem reyn- ir mest á líkamlega. Kannski verð- ur kominn róbóti þarna eftir eitt eða tvö ár, til að létta starfsfólkinu vinnuna. Húsið var allavega hann- að með það í huga að við gætum sett upp róbóta ef þess gerist þörf í framtíðinni;“ segir Rósa. „Annars finnst mér mjög gaman að fylgjast með því hvað tækninni fleygir fram í þessum geira, það er sko alls eng- in stöðnun. Svo mikið get ég sagt um íslenska fiskvinnslu og sjávar- útveg að þar er stöðug framþróun og mér þykir óskaplega gaman að vinna í þannig umhverfi. En stóra verkefnið framundan er að koma vinnslunni í full afköst. Þegar það næst förum við að huga að næstu skrefum,“ segir Rósa Guðmunds- dóttir að endingu. kgk/ Ljósm. úr safni/ tfk.Mikil einbeiting í hverju handtaki. „Úr gamaldags frystihúsi í hátæknifiskvinnslu“ - segir Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G. Run Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G. Run. Ljósm. kgk. Úr vinnslusal fiskvinnslu G. Run í Grundarfirði. Vinnslan er smám saman að komast í full afköst. „Við vorum búin að gefa það út að það yrði haldið partí þegar við færum yfir 100 kör á dag, sem eru 28-30 tonn. Partíið var haldið síðasta laugardag.“   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.