Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201910 Björgunarsveitin Ósk í Dölum hefur nú fengið afhenta glæsi- lega viðbót í björgunartækjaflór- una, en það er nýtt sexhjól af gerð- inni CanAm Outlander MAX 6x6 1000cc, tveggja sæta. Hjólið hefur góða burðargetu, sjálfstæða fjöðr- un, sturtanlegan pall auk 70 lítra geymslupláss undir palli. í hjólinu er 82 hestafla Rotax vél og dráttar- getan er upp á 1140 kg. „Þetta er kraftmikið alhliða vinnutæki sem tekst auðveldlega á við erfiðar aðstæður,“ segir Guð- mundur St. Valdimarsson björg- unarsveitarmaður hjá Ósk. „Hjól- ið er hlaðið aukabúnaði en undir það voru sett stærri dekk, 27x12x12 Maxxis Bighorn, loftdæla og for- gangsljós, dráttarkúla, 7 póla tengi, 1500kg Warn spil ásamt því að 45 lítra farangurskassi var settur framan á hljólið. Björgunarsveit- in lét einnig bæta við vindhlíf og gleri framan á hjólið ásamt tveimur LED ljósum í vindhlíf. í handföng- um er hiti og bensíngjöf ökumanns. Hjólinu fylgdi einnig beltabúnaður sem gerir björgunarsveitarmönn- um kleift að nýta hjólið við erfiðar vetraraðstæður.“ Fyrir hönd Björgunarsveitarinnar Óskar vill Guðmundur koma fram þakklæti til allra þeirra sem stutt hafa við bakið á Björgunarsveitinni Ósk í gegnum árin og þannig gert sveitinni kleift að bæta enn frekar í tækjabúnaðinn. Þótt hjólið sé nú ríkulega hlaðið aukabúnaði er ætl- unin að bæta um betur en meðal þess sem er framundan er að bæta við merkingum félagsins og setja upp GPS staðsetningartæki, festa á hjólið auka bensíntank og smíða festingar fyrir sjúkrabörur á pall- inn. Með hjólinu var einnig keypt- ur öryggisbúnaður fyrir ökumenn, þ.e. tveir hjálmar og tvær brynjur. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja Björgunarsveitina Ósk geta lagt inn á bankareikning 0312-26-5354, kt.620684-0909. sm Áhugafólk um handverk sem býr í Snæfellsbæ hefur flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði að Norðurtanga 3 í Ólafsvík. Alls eru 22 einstakling- ar sem standa að þessum hópi og eru þeir á breiðu aldursbili, frá 20 til 85 ára. Margrét Vigfúsdóttir er ein þeirra sem standa að galleríi Jökli. Hún segir í samtali við Skessu- horn að áður hafi hópurinn verið í Pakkhúsinu í Ólafsvík en hópurinn missti þá aðstöðu og hefur nú feng- ið inni á Norðurtanga og margar hendur komið að því að undirbúa húsnæðið. Margrét segir að gallerí- ið sé með handunnar vörur eins og lopapeysur, vettlinga og glervörur á boðstólnum. „Við höfum áhuga á að skapa fallegt handverk og svona verkefni þjappar hópnum saman. Við auglýsum ekkert þessa opnum en samt sem áður urðum við ánægð með þann fjölda gesta sem heim- sótti okkur í dag,“ sagði Margét þegar rætt var við hana á laugardag- inn. Hópurinn vill koma því á fram- færi hann er með síðu á Facebook sem allir geta skoðað. af Gunnar Svanlaugsson er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi. Eftir að hafa lokið kennaraprófi starfaði hann í átta ár við Héraðsskólann í Reykholti. „Þar starfaði ég með ótrúlega öflugu fólki, kennurum, almennum starfsmönnum sem og nemendum. Margir úr þessum hópi eru mínir tryggustu félagar í dag og segir það töluvert um þann anda sem ríkti í slíku umhverfi sem hér- aðsskólarnir voru á þessum tíma,“ segir Gunnar. Árið 1984 lá leið- in í Stykkishólm þar sem Gunn- ar tók við afleysingum yfirkennara, sem í dag heitir aðstoðarskólastjóri. Hann fékk svo fasta stöðu við skól- ann ári síðar og árið 1994 tók hann við stöðu skólastjóra og gegndi því starfi til ársins 2016 þegar hann ákvað að leita að öðrum verkefnum eftir 40 ár í skólastarfinu. „Árin hér við Grunnskólann í Stykkishólmi voru yndisleg og um leið gefandi og höfum við Hólmarar verið ótrúlega heppnir með bæði starfsfólk sem og nemendahópana hverju sinni og meina ég þá í öllum skólunum okk- ar þremur,“ segir Gunnar. Skemmtanastjóri á Tenerife Þegar Gunnar hætti skólastarfinu bauðst honum starf skemmtana- stjóra á Tenerife með aldurshópinn 60 plús. „Þar hef ég starfað með fjóra til fimm hópa á hverjum vetri og nýt þess virkilega. í dag starfa ég með Heimsferðum og hlakka ótrú- lega til hverrar ferðar. Öll þessi verkefni eru í raun mjög svipuð og næ ég því að nýta mér allt það sem ég hef áður lært með öllu því frá- bæra fólki sem ég hef verið sam- ferða hingað til,“ segir Gunnar. „Mitt lífsmottó hefur alla tíð verið; Taktu svo vel á móti hverri manneskju að hún hafi áhuga á að hitta þig aftur. Þetta lífsgildi nota ég mjög í öllum þeim verkefnum sem ég hef tekið að mér og líð- ur mér mjög vel með það. Á Te- nerife vinn ég mikið með gleðina og væntumþykjuna og geri allt sem ég get til að fólkinu í kring um mig líði sem best. Það verður svo margt mun þægilegra ef okkur líður vel og brosið hefur svo mikið að segja,“ segir Gunnar. „Brosið kostar ekk- ert og það eru svo miklar líkur á að við fáum bros á móti ef við splæsum í eitt slíkt,“ bætir hann við. Hann segir mikilvægt sem skemmtana- stjóri að miða afþreyinguna alltaf að hverjum hópi fyrir sig og segir það svipa mjög til þess sem gert er í skólunum. Býður upp á leiðsögn um Hólminn og Snæfellsnes „Ég er gríðarlega stoltur af því sem að við Heimsferðarfólk erum að bjóða þessum aldurshópi upp á í dag og hafa í raun orðið mikl- ar breytingar á öllu framboði fyrir 60 plús hópinn undanfarin nokk- ur ár, og er það vel,“ segir hann. „Ferðir okkar fyllast mjög fljótt og hljótum við að túlka það þannig að við séum að gera eitthvað rétt og meira að segja koma sumir aftur og aftur.“ Ferðirnar til Tenerife eru farn- ar á veturna og Gunnar fór því að hugleiða hvað hann gæti gert á vor- in og sumrin. „Ég hef verið þeirrar skoðunar að við Hólmarar sem og Snæfellingar höfum verið að gera prýðilega hluti í móttöku ferða- fólks en alltaf getum við bætt okk- ur, það þekkjum við vel og þann- ig eigum við að hugsa. Því ákvað ég að bjóða fram krafta mína sem fylgdarmaður eða leiðsögumaður fyrir einstaklinga sem og hópa hér í Hólminum og jafnvel Snæfells- nesinu öllu. Ég hef tekið þátt í slík- um verkefnum svona á lausa tím- anum hingað til en nú ákvað ég að auglýsa mig formlega og er þeg- ar búinn að bóka töluvert í sumar og nú þegar unnið með nokkrum hópum,“ segir Gunnar. „Ég elska lífið“ Snæfellsnes er vinsæll áfangastaður og þangað kemur fjöldi skemmti- ferðaskipa, sérstaklega í Grundar- fjörðinn og einnig í Hólminn og hefur Gunnar bókað sig í nokk- ur verkefni með farþegum þessara skipa. „Það er ótrúlega gefandi að fá að rölta með áhugasömu ferða- fólki hvaðan sem úr heiminum það kemur, og gefa af sér því sann- arlega vinn ég áfram samkvæmt mínu lífsmarkmiði þótt ég efist nú um að margir að þessum ferða- löngum mæti aftur á Snæfellsnesið, en hver veit og af hverju skildi það ekki vera? Já, svona líða nú dag- arnir, vikurnar, mánuðirnir og um leið árin hér í Hólminum og það er sannarlega algjör óþarfi að láta sér leiðast því um leið og maður hættir að hafa gaman af lífinu og að leika sér þá verður maður fyrst gam- all og leiðinlegur,“ segir Gunnar. „Þetta gerist allt í höfðinu á okk- ur sjálfum og því stjórnum við best sjálf. Ég bara elska lífið og er þakk- látur fyrir allt sem ég hef náð að gera hingað til og fyrir það þakka ég með því að dreifa brosinu og gleðinni áfram til þerra sem hafa áhuga á að hitta mig aftur,“ bætir hann við að endingu. arg Björgunarsveitin Ósk fær vel búið sexhjól í flotann Félagar í Ósk f.v: Guðmundur St. Valdimarsson, Benedikt Máni Finnsson, Óskar Páll Hilmarsson og Guðmundur Guðbjörnsson. Heiðrún Hallgrímsdóttir, Svanfríður Þórðardóttir, Margrét Vigfúsdóttir og Rakel Ósk Gunnarsdóttir í galleríinu Jökli. Gallerí Jökull fluttur í nýtt húsnæði Steig til hliðar eftr 40 ár í skólastarfinu og er nú leiðsögumaður „Lífsmottó að taka svo vel á móti hverri manneskju að hún hafi áhuga á að hitta þig aftur“ Í sumar mun Gunnar taka á móti fólki og fræða það um Stykkishólm og nægrenni á Snæfellsnesi. Ljósm. sá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.