Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 46

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201946 Borgarbyggð auglýsir röð íbúafunda sem bera yfirskriftina ,,Borgarbyggð; sveitarfé�ag í sókn“. Farið verður yfir fyrsta starfsár nýrrar sveitarstjórnar, ársreikning sveitarfé�agsins, rekstrarniðurstöðu ársins 2018, helstu þjónustuþætti og gjaldskrár. Samtal við íbúana um áherslur inn í komandi fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2020. - Sveitarfé�ag í sókn 3. júní í Hjálmakletti 4. júní í Loga�andi 5. júní í Lindartungu Fundirnir hefjast allir kl. 20:00 Dagatal íbúafunda borgarbyggd.is Í hvað fara peningarnir okkar? Í hvað ættu þeir að fara? SK ES SU H O R N 2 01 9 Tilkynning til fasteignaeigenda á Akranesi Frá og með 15. júní næstkomandi mun Akraneskaupstaður hætta póstsendingu á greiðsluseðlum vegna fasteignagjalda. Fasteignaeigendur geta í gegnum íbúagátt Akraness séð upphæðir og gjalddaga á álagningarseðli ásamt færsluyfirliti. Hægt er að óska sérstaklega eftir sendingu greiðsluseðla með því að hafa samband við þjónustuver í síma 433 1000 en Akraneskaupstaður hvetur íbúa eindregið til að nota rafrænar leiðir. Þessi ákvörðun er í takt við stefnu Akraneskaupstaðar um að minnka pappírsnotkun og undanfarin ár hefur prentun greiðsluseðla minnkað verulega. Á mánudagsmorgun var Bláfáninn dreginn að húni við Langasand á Akranesi. Bláfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki sem veitt er smá- bátahöfnum, baðströndum og þjón- ustuaðilum í sjávarferðamennsku fyrir árangursríkt starf að umhverf- ismálum. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að verndun lífríkis haf- og strandsvæða, draga úr umhverf- isáhrifum, bæta öryggi og efla um- hverfisvitund. Bláfáninn er tákn um góða frammistöðu í umhverfismál- um og bætir ímynd og ásýnd rek- staraðila þar sem hann blaktir við hún og er þetta sjöunda árið í röð sem Langisandur fær þessa viður- kenningu. Það var Sævar Freyr Þráins- son, bæjarstjóri Akraness, sem dró fánann að húni með aðstoð bar- na frá Akraseli og barna úr 6. bekk Brekkubæjarskóla. arg Jósefína Meulengracht Diet- rich, skáldlæða og mannfræðing- ur á Akranesi, skrifaði nýlega und- ir samning um útgáfu Jósefínubók- ar. Mun bókin innihalda úrval eitt hundrað ljóða sem Jósefína hefur ort í gegnum tíðina. Samningarnir voru undirritaðir við hátíðlega at- höfn föstudaginn 17. maí síðastlið- inn. „Jasmín húsfreyja og hefðark- isa í Kattholti var viðstödd ásamt þremur kettlingum og miklu fjöl- menni. Það var glatt á hjalla,“ rit- aði Jósefína á Facebook-síðu sína við þetta tilefni. Um er að ræða þríhliða útgáfu- samning Jósefínu, Kattavinafélags íslands, sem rekur Kattholt og Bókaútgáfunnar Sæmundar á Sel- fossi. Jósefína hyggst láta öll höf- undarlaunin renna til Kattavina- félags íslands og vill þannig launa Kattholti fyrir að hafa bjargað lífi sínu fyrir áratug síðan. Að sögn Bjarna Harðarsonar, útgefanda hjá Bókaútgáfunni Sæ- mundi, hefur höfundur þegar skil- að handriti og er bókin langt komin í vinnslu. Hann segir stefnt að út- gáfu hennar á haustmánuðum. kgk í gærmorgun var í Skjólbeltunum á Hvanneyri endurnýjaður samn- ingur milli Leikskólans Andabæj- ar, Grunnskóla Borgarfjarðar og Landbúnaðarháskóla íslands á Hvanneyri um samstarf allra þess- ara skóla sín á milli. Nú eru tíu ár frá því samkomulag þetta var fyrst gert, en það hefur tekið jákvæðum breytingum síðan. „Það er feng- ur fyrir leik- og grunnskóla að hafa háskóla á sviði náttúruvísinda, hönnunar og skipulags í næsta ná- grenni. Það gefur tækifæri á sam- skiptum við starfsfólk með mikla sérþekkingu og möguleika á að geta kynnt sér fjölbreytta starfsemi skól- ans og skólabúsins. En ávinningur- inn er einnig háskólasamfélagsins. Það styrkir ímynd Lbhí, getur opn- að leiðir að nýrri kennslufræðilegri nálgun og gefur stofnuninni mögu- leika á að vera opin og blómstra í nærsamfélaginu,“ segir í kynningu um samninginn. „Um árabil hefur þróast ákveð- in samvinna milli leik-, grunn- og háskólans á Hvanneyri. Þessi sam- vinna hófst sem stuðningur áhuga- samra foreldra og velunnara við metnaðarfullt skólastarf. Vinna í gróðurhúsi, heimsóknir í fjós og Landbúnaðarsafnið, afnot af skjól- beltum, skoðun listaverka í Land- búnaðarháskóla íslands, allt eru þetta þættir sem eru komnir með ákveðna hefð innan leik- og grunn- skólans. Sóknarfærin eru mörg til samvinnu og nýsköpunar í metn- aðarfullu skólastarfi. Það er stað- reynd að hár aksturskostnaður er oft helsta hindrun þess að skólar geti boðið upp á ákveðna náms- skrárþætti og því er nálægð þess- ara skóla við hvern annan mikill kostur.” mm/ Ljósm. Rósa Björk. Frá undirritun samningsins. F.v. Ástríður Guðmundsdóttir leikskólastjóri í Andabæ, Helga Jensína Svavarsdóttir skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar og Ragnheiður I. Þóririnsdóttir rektor LbhÍ. Tíu ár frá því samstarf skólanna á Hvanneyri hófst Skrifað var undir endurnýjaðan samning í Skjólbeltunum á Hvanneyri. Fulltrúar af öllum skólastigum voru viðstaddir. Jósefína Meulengracht Dietrich, skáld- læða og mannfræðingur á Akranesi. Ljósm. úr safni. Jósefína sendir frá sér ljóðabók Atli Harðarson, umboðsmaður skáldsins Jósefínu, og Heiðrún Hlín Guðlaugsdót- tir, gjaldkeri Kattavinafélags Íslands, undirrita samninginn. Ljósm. Aðalsteinn Svanur Sigfússon. Bláfáninn blaktir við hún á Langasandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.