Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Síða 46

Skessuhorn - 29.05.2019, Síða 46
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201946 Borgarbyggð auglýsir röð íbúafunda sem bera yfirskriftina ,,Borgarbyggð; sveitarfé�ag í sókn“. Farið verður yfir fyrsta starfsár nýrrar sveitarstjórnar, ársreikning sveitarfé�agsins, rekstrarniðurstöðu ársins 2018, helstu þjónustuþætti og gjaldskrár. Samtal við íbúana um áherslur inn í komandi fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2020. - Sveitarfé�ag í sókn 3. júní í Hjálmakletti 4. júní í Loga�andi 5. júní í Lindartungu Fundirnir hefjast allir kl. 20:00 Dagatal íbúafunda borgarbyggd.is Í hvað fara peningarnir okkar? Í hvað ættu þeir að fara? SK ES SU H O R N 2 01 9 Tilkynning til fasteignaeigenda á Akranesi Frá og með 15. júní næstkomandi mun Akraneskaupstaður hætta póstsendingu á greiðsluseðlum vegna fasteignagjalda. Fasteignaeigendur geta í gegnum íbúagátt Akraness séð upphæðir og gjalddaga á álagningarseðli ásamt færsluyfirliti. Hægt er að óska sérstaklega eftir sendingu greiðsluseðla með því að hafa samband við þjónustuver í síma 433 1000 en Akraneskaupstaður hvetur íbúa eindregið til að nota rafrænar leiðir. Þessi ákvörðun er í takt við stefnu Akraneskaupstaðar um að minnka pappírsnotkun og undanfarin ár hefur prentun greiðsluseðla minnkað verulega. Á mánudagsmorgun var Bláfáninn dreginn að húni við Langasand á Akranesi. Bláfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki sem veitt er smá- bátahöfnum, baðströndum og þjón- ustuaðilum í sjávarferðamennsku fyrir árangursríkt starf að umhverf- ismálum. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að verndun lífríkis haf- og strandsvæða, draga úr umhverf- isáhrifum, bæta öryggi og efla um- hverfisvitund. Bláfáninn er tákn um góða frammistöðu í umhverfismál- um og bætir ímynd og ásýnd rek- staraðila þar sem hann blaktir við hún og er þetta sjöunda árið í röð sem Langisandur fær þessa viður- kenningu. Það var Sævar Freyr Þráins- son, bæjarstjóri Akraness, sem dró fánann að húni með aðstoð bar- na frá Akraseli og barna úr 6. bekk Brekkubæjarskóla. arg Jósefína Meulengracht Diet- rich, skáldlæða og mannfræðing- ur á Akranesi, skrifaði nýlega und- ir samning um útgáfu Jósefínubók- ar. Mun bókin innihalda úrval eitt hundrað ljóða sem Jósefína hefur ort í gegnum tíðina. Samningarnir voru undirritaðir við hátíðlega at- höfn föstudaginn 17. maí síðastlið- inn. „Jasmín húsfreyja og hefðark- isa í Kattholti var viðstödd ásamt þremur kettlingum og miklu fjöl- menni. Það var glatt á hjalla,“ rit- aði Jósefína á Facebook-síðu sína við þetta tilefni. Um er að ræða þríhliða útgáfu- samning Jósefínu, Kattavinafélags íslands, sem rekur Kattholt og Bókaútgáfunnar Sæmundar á Sel- fossi. Jósefína hyggst láta öll höf- undarlaunin renna til Kattavina- félags íslands og vill þannig launa Kattholti fyrir að hafa bjargað lífi sínu fyrir áratug síðan. Að sögn Bjarna Harðarsonar, útgefanda hjá Bókaútgáfunni Sæ- mundi, hefur höfundur þegar skil- að handriti og er bókin langt komin í vinnslu. Hann segir stefnt að út- gáfu hennar á haustmánuðum. kgk í gærmorgun var í Skjólbeltunum á Hvanneyri endurnýjaður samn- ingur milli Leikskólans Andabæj- ar, Grunnskóla Borgarfjarðar og Landbúnaðarháskóla íslands á Hvanneyri um samstarf allra þess- ara skóla sín á milli. Nú eru tíu ár frá því samkomulag þetta var fyrst gert, en það hefur tekið jákvæðum breytingum síðan. „Það er feng- ur fyrir leik- og grunnskóla að hafa háskóla á sviði náttúruvísinda, hönnunar og skipulags í næsta ná- grenni. Það gefur tækifæri á sam- skiptum við starfsfólk með mikla sérþekkingu og möguleika á að geta kynnt sér fjölbreytta starfsemi skól- ans og skólabúsins. En ávinningur- inn er einnig háskólasamfélagsins. Það styrkir ímynd Lbhí, getur opn- að leiðir að nýrri kennslufræðilegri nálgun og gefur stofnuninni mögu- leika á að vera opin og blómstra í nærsamfélaginu,“ segir í kynningu um samninginn. „Um árabil hefur þróast ákveð- in samvinna milli leik-, grunn- og háskólans á Hvanneyri. Þessi sam- vinna hófst sem stuðningur áhuga- samra foreldra og velunnara við metnaðarfullt skólastarf. Vinna í gróðurhúsi, heimsóknir í fjós og Landbúnaðarsafnið, afnot af skjól- beltum, skoðun listaverka í Land- búnaðarháskóla íslands, allt eru þetta þættir sem eru komnir með ákveðna hefð innan leik- og grunn- skólans. Sóknarfærin eru mörg til samvinnu og nýsköpunar í metn- aðarfullu skólastarfi. Það er stað- reynd að hár aksturskostnaður er oft helsta hindrun þess að skólar geti boðið upp á ákveðna náms- skrárþætti og því er nálægð þess- ara skóla við hvern annan mikill kostur.” mm/ Ljósm. Rósa Björk. Frá undirritun samningsins. F.v. Ástríður Guðmundsdóttir leikskólastjóri í Andabæ, Helga Jensína Svavarsdóttir skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar og Ragnheiður I. Þóririnsdóttir rektor LbhÍ. Tíu ár frá því samstarf skólanna á Hvanneyri hófst Skrifað var undir endurnýjaðan samning í Skjólbeltunum á Hvanneyri. Fulltrúar af öllum skólastigum voru viðstaddir. Jósefína Meulengracht Dietrich, skáld- læða og mannfræðingur á Akranesi. Ljósm. úr safni. Jósefína sendir frá sér ljóðabók Atli Harðarson, umboðsmaður skáldsins Jósefínu, og Heiðrún Hlín Guðlaugsdót- tir, gjaldkeri Kattavinafélags Íslands, undirrita samninginn. Ljósm. Aðalsteinn Svanur Sigfússon. Bláfáninn blaktir við hún á Langasandi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.