Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 51

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 51
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 2019 51 Vísnahorn Stundum er fundið að því við mig að ég birti of lítið af hestavísum. Má vera að ég forðist um of að lita þáttinn af eigin áhugamálum en eitt- hvað ætti nú að vera hægt að tína til. Mikið er til af góðum hestavísum eftir Dala Jóa eða Jó- hann Kristjánsson frá Bugðustöðum og væri nú gaman ef Dalamenn gaukuðu einhverju af slíku til mín en við skulum nú sjá hvað finnst ef grannt er leitað. Þeir voru góðir vinir og um margt sálu- félagar Eyjólfur í Sólheimum og Jói. Báð- ir hestamenn fram í fingurgóma og liprir og næmir hagyrðingar. Eftir einhver samskipti þeirra fékk Eyjólfur bréf frá Jóhanni sem end- aði á þessari stöku: Ég læt vaða öllu á, eldar hraðir glóa, eigðu blað með bögu frá Bugðustaða Jóa. Ég held (og takið eftir því að ég held en ekki veit) að næsta vísa sé svar við þeirri á undan: Svalt á klárnum sýnir lag, sindra járn og glóa, þakka ég fyrir bros og brag Bugðustaða Jóa. Ætli þessi sé ekki tengd inn í þau samskipti líka: Yfir birtir öllu þar, eldi járnin dreifa, sýnir klárinn sveiflurnar Sólheima hjá Eyfa. Næsta vísa finnst mér líka falla vel í þetta samhengi en er ekki viss um höfund. Held þó að þar hafi verið að verki annarhvor þeirra fé- laga og þó líklega Eyjólfur frekar. Hún var í mínum fræðum merkt sem afmælisvísa til Sigurðar í Gröf og væri gaman ef einhver gæti frætt mig nánar þar um. Dalamenn?: Enn er klárnum gatan greið, gleði árnar staka. Þó að kárni og hvessi reið hvergi járnin slaka. Einhvern veginn minnir mig að næsta vísa Jóa sé úr lengri flokki en sá er mér allavega ekki tiltækur í augnablikinu og vísan stendur fyllilega ein án nokkurs stuðnings: Oft mig dreymir er ég finn að mér streymir vorið. Ég kom heim með hestinn minn, hauðrið geymir sporið. Þessi á heldur ekki að þurfa mikilla skýr- inga við: Finnst mér ganga flest í vil fyrst ég hef á járnum, meðan ég á tuggu til töðu gef ég klárnum. Seinni ár sín var Jói starfsmaður Reykjavík- urborgar við gatnahreinsun og ýmis tilfallandi verkefni. Hesta sína hélt hann þó og kvaddi þá eitt vorkvöldið með þessum orðum: Eydd eru dagsins orðin völd, unaðsstundir horfnar, ykkur sæll ég kveð í kvöld, kem svo þegar morgnar. Og um einn reiðhesta sinna í byrjun tamn- ingar: Fremur stutt ég fer á Gorm, finnst hann vanta þorið en gaman væri að fá í form folann undir vorið. Svo kom þessi þegar leið útá: Það er að heyra af hófagamm heldur meira fer hann. Komin eyrun eru fram, eitthvað fleira sér´ann. Og enn seinna: Upplitið er orðið kátt ekkert fát við tauminn, ófeiminn með höfuð hátt horfir beint í glauminn. Þessa lærði ég líka ungur og fannst hún góð þá og finnst enn: Hlægir mig að heyra grund hljóma undan járnum. Alla mína æfistund uni ég mér á klárnum. Allir sem eitthvað hafa fengist við tamning- ar hafa öðru hverju lent á erfiðum hestum og um einn slíkan orti Jói: Trauðla bresta tökin stinn tauma festir báða. Þetta er hestur harðsnúinn hann vill flestu ráða. Stundum þurfa menn að ríða ógætilega og sagði ekki Ásgeir frá Gottorp að Skagfirðing- ar hefðu á tímabili haft gaman af slíku ef þeir höfðu eitthvað til að gera það með. Allavega hefur Jói riðið eitthvað geistlega þegar þessi varð til: Ekki lenti af laginu, liggur fyrri dauður, festist ekki í flaginu fótalipri Rauður. Það var nú eiginlega ekki meiningin að helga Jóa einum þennan þátt þó hann hefði vissulega átt það skilið en hér kemur ein eftir Eyjólf í Sólheimum: Sviphreinn skundar svifin auðs, svell og grundir dala myndu funda minnast Rauðs mættu þær stundum tala. Höskuldur Einarsson frá Vatnshorni var einn af snillingum hestavísnanna og kvað um einn af folum sínum: Greiðar hófi ganga mátt glaður móti vori. Taktu fótinn fagra hátt fleygðu grjóti úr spori. Og í smalamennskum eða öðrum snúning- um sem gátu orðið margir á hestbaki áður en vegasamband komst á var ekki verra að vera á röskum hesti: Rennur fjallaleiðir létt lappasnjalli kallinn. Brennir hjalla grjótið grett, geislar allur hallinn. Það var hinsvegar Skagfirðingurinn Jóhann Ólafsson sem var á heimleið að kvöldlagi ofan af afrétti ásamt tveimur vinum sínum eftir erf- iðan dag í girðingavinnu þegar þessi fæddist: Dags úr bætir brasinu bjartar næturstundir að eiga glætu á glasinu og góða fætur undir. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Brennir hjalla grjótið grett ­ geislar allur hallinn Borgarverksmót Hestamannafélags- ins Borgfirðings var haldið í blíðskap- arveðri um síðustu helgi. Á laugar- deginum fór fram forkeppni í hring- vallargreinum, gæðingaskeið og 100 m skeið. Á sunnudeginum voru úr- slit í hringvallargreinum en samtals voru 17 úrslit þann dag. Mótið var mjög vel heppnað og veðrið lék við gesti, að sögn mótshaldara. Helstu úrslit voru þessi: Fjórgangur meistarflokkur 1. Sigrún Rós Helgadóttir, Ljúfur frá Egilsstaðakoti 2. Heiða Dís Fjeldsteð, Aljón frá Nýjabæ 3. Þórdís Fjeldsteð, Líf frá Ferju- bakka 3 Fjórgangur 1. flokki 1. Guðný Margrét Siguroddsdótt- ir, Stæll frá Hrísdal 2. Anna Renisch, Alúð frá Lund- um II 3. Hrafnhildur Jónsdóttir, Kraftur frá Keldudal Fjórgangur 2. flokkur 1. Guðrún Agata Jakobsdóttir, Dimmir frá Strandarhöfði 2. Marthe Skjæveland, Gýgur frá Skáney 3. Hanna Blixt, Svala frá Odds- stöðum I Fjórgangur Ungmenna 1. Gyða Helgadóttir, Freyðir frá Mið-Fossum 2. Carolin Annette Boese, Bylgja frá Sturlureykjum 2 3. Inga Dís Víkingsdóttir, Röðull frá Söðulsholti Fjórgangur Unglinaflokkur 1. Aníta Eik Kjartansdóttir, Lóðar frá Tóftum 2. Anita Björk Björgvinsdóttir, Fákur frá Skjólbrekku 3. Berghildur Björk Reynisdóttir, Fúsi frá Flesjustöðum Fjórgangur Barnaflokkur 1. Kolbrún Katla Halldórsdóttir, Sigurrós frá Söðulsholti 2. Kristín Karlsdóttir, Frú Lauga frá Laugavöllum 3. Harpa Dögg Heiðarsdóttir, Flugsvin frá Grundarfirði Tölti meistaraflokkur 1. Siguroddur Pétursson, Eldborg frá Haukatungu Syðri 1 2. Þórdís Fjeldsteð, Snjólfur frá Eskiholti 3.-5. Heiða Dís Fjeldsteð, Frami frá Ferjukoti 3.-5. Þorsteinn Björn Einarsson, Kristall frá Varmalæk Tölti 1. flokkur 1. Guðný Margrét, Siguroddsdótt- ir Stæll frá Hrísdal 2. Denise Michaela Weber, Brynja frá Oddsstöðum I 3. Klara Sveinbjörnsdóttir, Garún frá Eystra-Fróðholti Tölti 2 flokkur 1. Marthe Skjæveland, Gýgur frá Skáney 2. Gústaf Fransson, Hjörtur frá Eystri-Hól Tölt Ungmenna 1. Inga Dís Víkingsdóttir, Ósk frá Hafragili 2. Arna Hrönn Ámundadóttir, Seifur frá Miklagarði 3. Carolin Annette Boese, Bylgja frá Sturlureykjum Tölt unglingaflokkur 1. Heiður Karlsdóttir, Ómur frá Brimilsvöllum 2. Aníta Eik Kjartansdóttir, Lóðar frá Tóftum 3. Berghildur Björk Reynisdóttir, Fúsi frá Flesjustöðum Tölt Barnaflokkur 1. Kolbrún Katla Halldórsdóttir, Sigurrós frá Söðulsholti 2. Kristín Karlsdóttir, Frú Lauga frá Laugavöllum 3. Kristín Eir Hauksdóttir Holake, Sóló frá Skáney Tölt T4 1. Máni Hilmarsson, Lísbet frá Borgarnesi 2. Hrafnhildur Jónsdóttir, Hrímnir frá Syðri-Brennihóli 3. Sigrún Rós Helgadóttir, Tvífari frá Varmalæk Fimmgangur Meistarflokkur 1. Siguroddur Pétursson, Sægrím- ur frá Bergi 2. Máni Hilmarsson, Nótt frá Reykjavík 3. Heiða Dís Fjeldsteð, Gleði frá Hvanneyri Fimmgangur 1. flokkur 1. Leifur George Gunnarssonn, Sveðja frá Skipaskaga 2. Klara Sveinbjörnsdóttir, Garún frá Eystra-Fróðholti 3. Hanna Sofia Hallin, Krakatind- ur frá Hæli Fimmgangur Ungmennaflokkur 1. Arna Hrönn Ámundadóttir, Brennir frá Votmúla 2. Kolbrún Katla Halldórsdóttir, Drangey frá Saurbæ 3. Linnea Pedersen, Naha frá Áskoti Gæðingaskeið 1. flokkur 1. Leifur George Gunnarssonn, Finnur frá Skipaskaga 2. Tinna Rut Jónsdóttir, Ómur frá Litla-Laxholti 3. Arna Hrönn Ámundadóttir, Brennir frá Votmúla Gæðingskeið meistarflokkur 1. Haukur Bjarnason, Bragi frá Skáney 2. Þórdís Fjeldsteð, Niður frá Miðsitju 3. Máni Hilmarsson, Nótt frá Reykjavík 100 m skeið 1. Styrmir Snorrason, Glitnir frá Skipaskaga 2. Randi Holaker, Þórfinnur frá Skáney 3. Haukur Bjarnason, Bragi frá Skáney arg/iss Borgarverksmótið í blíðskaparveðri Fimm efstu í tölti í 1. flokki taka við verðlaunum sínum. Ljósm. iss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.