Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 29.05.2019, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201938 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Arnar Laxdal Jóhannesson er skip- stjóri á Særifi SH-25. Það er Mel- nes ehf. sem gerir bátinn út frá Rifi, en útgerðin er í eigu fjölskyldunn- ar. Arnar er sömuleiðis einn af eig- endum veitingastaðarins Skers í Ólafsvík, ásamt systur sinni og fjöl- skyldunni. Hann hefur sótt sjóinn frá unga aldri og segist alltaf hafa ætlað að leggja sjómennskuna fyr- ir sig. Á sínum ferli hefur upplifað ýmislegt, sjávarháska, vond veður og sitthvað fleira. Með leigubíl í skólann „Ég byrjaði að snúast í kringum út- gerðina með pabba þegar ég var tólf ára. Var að landa og beita og mátti ekkert vera að því að fara í skólann, áhuginn var svo mikill. Ég mætti aldrei í skólann þegar ég var unglingur,“ segir Arnar og brosir. „Ég ætlaði alltaf að verða sjómaður og þegar ég var aðeins eldri fór ég í Stýrimannaskólann, til að ná mér í réttindi. Maður var alltaf á góð- um launum á sjónum og átti pening eftir sumarið. En ég var alltaf búinn með peninginn í nóvember, þurfti að hætta í skólanum og fara aftur á sjóinn. Einn veturinn missti ég bíl- prófið fyrir hraðakstur og þá tók ég bara leigubíl í skólann á hverjum morgni,“ segir hann og hlær við. „Við félagarnir vorum ekki að spá í nokkrum hlut þarna, bara að lifa og hafa gaman meðan við entumst í skólanum. Og við gerðum það líka, þetta var mjög skemmtilegur tími,“ bætir hann við með bros á vör. Yngsti skipstjóri landsins „Eftir þriðju tilraun við Stýri- mannaskólann tók ég síðan þann pól í hæðina að ná mér bara í punga- prófið. Ég var hvort eð er allt- af hrifnastur af þessum minni bát- um. Særifið er 15 metra línubátur. Ég lærði á þá stærð af báti og langar ekkert að fara á stærri, kann mjög vel við svona báta. En ég var sem sagt 16 eða 17 ára þegar ég kláraði punginn og sótti um sem skipstjóri á bátum. Það sem ég vissi ekki var að maður má ekki verða skipstjóri fyrr en maður er orðinn tvítugur. En ég fékk réttindin engu að síður 18 ára gamall, vegna mistaka sem gerð voru hjá sýslumanni. Það fór í málaferli og allt en ég vann málið því það má ekki taka af manni rétt- indi sem maður hefur áunnið sér. Ég fór því að vinna sem skipstjóri og varð þar með líklega yngsti skip- stjóri landsins, svona í seinni tíð að minnsta kosti,“ segir hann og bros- ir. Ekkert skemmtilegra en sjómennskan Þar með var Arnar kominn í draumastarfið, sem hann hefur ver- ið í allar götur síðan. „Það kom aldrei annað til greina en að verða skipstjóri. Ég lifi og hrærist í þessu alla daga og finnst þetta alveg ótrú- lega skemmtilegt. Að vera úti á sjó er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir hann. Særifið er dagróðrabátur og skip- stjórinn segir að þeir rói frá Snæ- fellsnesi ef þess er nokkur kostur. „Það er alltaf best að vera heima og gott að róa frá Nesinu. Það er stutt á miðin, mest erum við á Breiðar- fjarðarmiðum og síðan sunnan við Nesið. Á steinbítnum förum við norður undir Látrabjarg og stund- um eltum við fiskinn ennþá lengra norður. En helst viljum við vera á Nesinu og landa þar. Það er alltaf best að vera heima,“ segir Arnar. Góð veiði og gott verð „En veiðin er búin að vera rosa- lega góð í vetur og lítið þurft að hafa fyrir henni. Það er nóg af fiski, hann er fallegur og góður og verð- ið er betra en í fyrra. Það, samhliða smá lækkun á auðlindagjaldinu, munar svakalega miklu í rekstrin- um fyrir útgerð eins og þessa,“ seg- ir hann. „Síðan hefur orðin ákveð- in breyting í hugsunarhætti í út- gerðinni. Áður var meira kappsmál að landa bara sem mestu. Núna eru menn alltaf að spá í samsetningu aflans og að fá sem mest fyrir þann fisk sem veiddur er. Helst reyn- um við að veiða þann fisk sem best verð fæst fyrir, ýsu og stórþorsk, en fylgjumst auðvitað með verðinu á öðrum tegundum líka. Það er bara takmarkaður kvóti sem við höf- um og við verðum að reyna að há- marka afkomuna af hverju veiddu kílói. Sjómenn hugsa líka orðið miklu betur um þann fisk sem þeir veiða en áður. í dag er litið á fisk- inn sem matvæli frá því hann kem- ur um borð. Tækni og vinnubrögð við kælingu og blæðingu til dæmis hefur farið fram og öll meðferð á afla er miklu betri en á árum áður. Allt skiptir þetta máli, skilar betri afurðum og hærra verði,“ segir skipstjórinn. Snæfellsnesið einstakt Arnar var á Særifi eldra frá 2000 til 2008. Þá söðlaði hann um og gerð- ist skipstjóri á Tryggva Eðvarðs. Þar hélt hann um stýrið í átta ár, eða þar til faðir hans keypti nýtt og stærra Særif árið 2015. „Þá kom ég aftur og er búinn að vera síðan. Við erum fimm um borð og flestir gaml- ir félagar. Allir á svipuðum aldri og það er góð stemning í áhöfninni. Við reynum líka að lifa og njóta á Særifinu. Menn eru ekkert alltaf úti á sjó, allan ársins hring, það gengur ekki. Við högum róðrunum þann- ig að menn fái alltaf eina fríhelgi í mánuði að minnsta kosti. Síðan erum við í landi frá miðjum júní og fram í ágúst. Þá er bara sumarfrí, enda höfum við ekki kvóta til að geta veitt allt árið um kring,“ seg- ir skipstjórinn og bætir því við að hjá lítilli útgerð á borð við Melnes ehf. sé hreint ekki hlaupið að því að auka við kvótann. „Stórútgerðin er alltaf að soga meiri og meiri kvóta til sín. Litlar fjölskylduútgerð- ir og einyrkjar geta ekkert keppt við stórfyrirtækin um kvótann, þau sitja um hvert einasta kíló sem gefst,“ segir Arnar. „Þess vegna hef ég svolitlar áhyggjur af útgerðinni í Ólafsvík og Rifi, því hún er ein- stök á landsvísu. Ég held að milli 30 og 40% einstaklinga sem eiga kvóta á íslandi séu búsettir í Snæ- fellsbæ. Kvótinn er ekki mikill, en hann dreifist á mjög marga. í öðr- um bæjarfélögum hringinn í kring- um landið er yfirleitt bara eitt stórt fyrirtæki sem á allt, nema á Nes- inu,“ segir hann. „Snæfellsnes býr líka ótrúlega vel að því leyti að þar eru tveir fiskmarkaðir. Þeir keppast um að veita góða þjónustu, flokka fiskinn og slægja fyrir kaupendur. Á báðum stöðum er metnaður fyr- ir því að gera hlutina vel og fisk- ur frá Snæfellsnesi hefur ákveðinn gæðastimpil á sér í dag. Fyrir vik- ið fá markaðirnir aðeins meira fyrir fiskinn og við njótum aðeins góðs af því líka í verðinu sem við fáum,“ segir Arnar. „Að vera úti á sjó er það skemmtilegasta sem ég geri“ segir Arnar Laxdal Jóhannsson, skipstjóri á Særifi Arnar Laxdal Jóhannsson, skipstjóri á Særifi SH-25. Særifið á siglingu veturinn 2015. Ljósm. úr safni/af. Arnar var skipstjóri á Tryggva Eðvarðs í átta ár. Hann var einmitt um borð í Tryggva Eðvðars í brjáluðu veðri við Straumnes og mesta sjó sem skipstjórinn hefur lent í á ævinni. Ljósm. úr safni. Arnar var um borð í strandveiðibátnum Gísla Mó SH þegar eldur kom upp í bátnum haustið 2015. „Þá varð ég hræddur,“ segir Arnar. Ljósm. úr safni/ Jóhann Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.