Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Síða 6

Skessuhorn - 29.05.2019, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 20196 Lengri hálend­ isvakt í sumar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráð- herra hefur annað árið í röð ákveðið að auka fram- lag ráðuneytisins til Há- lendisvaktar björgunarsveit- anna til þess að unnt verði að hefja viðveru á hálend- inu hálfum mánuði fyrr en ella. Með greiðslu viðbót- arframlags getur Hálendis- vaktin hafist um miðjan júní en alla jafna hefst hún ekki fyrr en í byrjun júlí. Aðstæð- ur á hálendinu bæði í ár og í fyrra kalla á þessa auknu við- veru. Hálendisvaktin er hluti af SafeTravel-verkefninu um öryggismál og slysavarn- ir ferðamanna. Það er sam- vinnuverkefni Landsbjargar, atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytisins og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Ferðamálaráðuneytið styrk- ir verkefnið árlega um 25 milljónir króna og SAF um 10 milljónir. -mm Skemmdar vinnuvélar HVALFJSV: Skemmdarverk var unnið á gröfu í Krosslandi í Hvalfjarðarsveit, rétt fyrir sunnan Akranes, síðastliðinn laugardag. Að sögn lögreglu var sett bæði vatn og mold á olíutank gröfunnar. Þá voru einnig rifnir brettakantar af vörubíl á sama stað. Lög- regla hefur málið til rann- sóknar og hvetur fólk til að hafa samband ef það kann að hafa orðið vart við grunsam- legar mannaferðir á þessu svæði. -kgk Of ungur ökumaður AKRANES: Lögregla hafði afskipti af helst til ungum ökumanni á Akranesi síðast- liðinn sunnudag. Þá hafði 15 ára piltur skroppið í bíltúr með fimm farþega í bílnum, eða einum farþega fleira en gert er ráð fyrir í bifreiðinni. Lögregla batt endi á ökuferð piltsins og gerði foreldrum hans viðvart. -kgk Heldur mikil hagsýni BORGARNES: Maður fór í verslunarferð í verslun einni í Borgarnesi í vikunni sem leið. Hann gekk inn í búðina og fyllti innkaupakerruna af vörum. Að sögn lögreglu var maðurinn hins vegar ekk- ert að hafa fyrir því að koma við á kassanum eftir að hann fyllti kerruna, heldur rölti beinustu leið út úr verslun- inni án þess að greiða fyrir varninginn. -kgk Líflegur markaður í apríl VESTURLAND: Á Vestur- landi var 48 samningum um fasteignir þinglýst í apríl. Þar af voru 12 samningar um eignir í fjölbýli, 22 samningar um eign- ir í sérbýli og 14 samningar um annars konar eignir. Heildar- veltan var 1.623 milljónir króna í þessum viðskiptum og meðal- upphæð á samning 33,8 millj- ónir króna. Af þessum 48 voru 20 samningar um eignir á Akra- nesi. Þar af voru sex samning- ar um eignir í fjölbýli, 13 samn- ingar um eignir í sérbýli og einn samningur um annars konar eignir. Heildarveltan var 933 milljónir króna og meðalupp- hæð á samning 46,7 milljónir króna. -mm Fáir selja mjólkurkvóta LANDIÐ: Á öðrum innlausn- ardegi ársins, 1. maí síðastliðn- um, fyrir greiðslumark í mjólk var greiðslumark þriggja kúa- búa innleyst á sama tíma og 90 framleiðendur lögðu inn kaup- tilboð fyrir mjólk að andvirði 8,7 milljóna lítra. Innlausnar- virði greiðslumarks er nú 100 krónur á lítra og er það Mat- vælastofnun sem annast inn- lausn þess. Alls voru innleyst- ir 22.300 lítrar að upphæð 2.230.000 krónur. -mm Undir áhrifum og stýri VESTURLAND: Tveir öku- menn voru stöðvaðir í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku grunaðir um akst- ur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna. Þá voru fimm öku- menn stöðvaðir grunaðir um að hafa sest ölvaðir undir stýri. Öll þessara sjö ölvunar- og fíkni- efnaakstursbrota teljast upplýst og eru komin í ferli að sögn lög- reglu. -kgk Motorcrossklúbbur Snæfellsbæj- ar hefur ekki haft mikla starfsemi undanfarin ár en á því er að verða breyting. Til stendur að haldin verði keppni í motorcrossi á braut félagins í sumar. Forsagan að því framtaki er sú að á Ólafsvíkurvöku 2017 stóðu félagar úr klúbbnum þeir Janus Jónsson, Albert Fann- ar Jónsson og Konráð Haralds- son, fyrir skemmtikeppni sem mjög góð mæting var á. Heppnaðist hún vel og fengu þeir fyrirspurnir í vet- ur um hvort ekki ætti að endur- vekja klúbbinn og halda keppni að nýju. Settu þeir sig í samband við feðgana Svan Tómasson og Stef- án Svansson til að athuga hvort þeir væru tilbúnir að aðstoða við að gera brautina tilbúna fyrir keppni, því án þeirrar hjálpar yrði ekkert af keppni þar sem brautinni hef- ur ekki verið haldið við undan- farin ár og ekki keppt í henni frá 2007. Voru þeir feðgar tilbúnir að hjálpa til með undirbúning og því var slegið til. Hófst undirbúning- ur að mótinu í janúar. Meðal ann- ars var farið í fjáröflun til að halda keppnina og koma brautinni í gott ásigkomulag. Keppni á vegum MSí til íslandsmóts verður haldin 27. júlí í sumar. Vonast þeir félagar til að sjá sem flesta á brautinni til að horfa á og ef einhverjir hafa áhuga á að hjálpa til, eru með hugmyndir, eða vilja styrkja þá, má senda þeim tölvupóst á netfangið mxolafsvik@ gmail.com. þa Hafnarstjórn Snæfellsbæjar hef- ur óskað eftir tilboðum í lengingu Norðurgarðs hafnarinnar í Ólafs- vík. Til stendur að lengja hann um 80 metra. Verkið felur í sér útlögn grjóts og kjarna, samtals 36 þúsund rúmmetra og upptekt og endurröð- un um tvö þúsund rúmmetra efnis. Útboðsgögn má nálgast á hafn- arskrifstofu Snæfellsbæjar í Ólafs- vík sem og hjá Vegagerðinni í Borgartúni í Reykjavík. Tilboðum skal skila á þessa sömu staði fyr- ir kl. 14:00 þriðjudaginn 4. júní næstkomandi og verða opnuð síð- ar sama dag. Áætluð verklok eru 1. desember 2019. kgk Félagarnir Janus, Albert og Konráð. Endurgera motorcross­ brautina í Ólafsvík Ólafsvíkurhöfn. Norður- garðurinn er næst í mynd. Ljósm. Snæfellsbær/ Sindri Snær Matthíasson. Lenging Norðurgarðs boðin út

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.