Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Page 14

Skessuhorn - 29.05.2019, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201914 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Sjómenn til hamingju með daginn! Afgreiðslutímar:Virka daga 9–18Laugardaga 10–14Sunnudaga 12–14 Öll þjónusta við skip og báta með lyf og hjúkrunarvörur. Smiðjuvellir 32 -300 Akranes -Sími 431 5090 -Fax 431 5091 -www.apvest.is Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur um næstu helgi og verð- ur ýmsilegt í boði fyrir alla fjöl- skylduna á Akranesi, í Grundarfirði og í Snæfellsbæ. Samkvæmd heim- ildum Skessuhorns verður ekki skipulögð dagskrá í Stykkishólmi að þessu sinni. Á Akranesi hefst dagskráin á sunnudaginn klukkan 10 með minningarstund við minnismerki um týnda sjómenn, áður en hald- ið verður í sjómannadagsmessu í Akraneskirkju. Dýfingakeppni Sjó- baðsfélags Akraness verður á gömlu Akraborgarbryggjunni kl. 11 og keppt í tveimur flokkum, yngri en 50 ára og 50 ára og eldri. Dorg- veiðikeppni í boði Bíóhallarinn- ar verður haldin á Sementsbryggj- unni. Þá verður róðrarkeppni í boði Gamla Kaupfélagsins. Á hafnar- svæðinu verður fjölskylduskemmt- un frá kl. 14-16 þar sem verður m.a. boðið upp á hoppukastala, kassa- klifur, bátasmíði og margt fleira fyrir alla fjölskylduna. í Grundarfirði hefst sjómanna- dagsgleðin í dag, miðvikudag, með ljósmyndasýningu í Bærings- stofu. Á morgun verður skeetmót á félagssvæði Skotgrundar í Hrafn- kelsstaðarbotni, þar sem sjómenn etja kappi við landkrabba. Á föstu- daginn munu sjómenn heimsækja Leikskólann Sólvelli og m.a. sýna krökkunum allskyns furðufiska og skora á krakkana í reiptog. Sjó- mannadagsgolfmótið verður líka á sínum stað á Bárarvelli. Á laugar- daginn verður krakkasprell í Vél- smiðju Grundarfjarðar í Ártúni. Varðskipið Þór verður í höfninni í Grundarfirði yfir helgina og fer í hátíðarsiglingu kl. 12 á laugardeg- inum. Hátíðarhöld hefjast á hafnar- svæðinu kl. 13, þar sem boðið verð- ur upp á grillaðar pylsur og keppt í ýmsum greinum og margt fleira. Þá verður froðubolti, vígsluathöfn að nýju fiskvinnsluhúsi G.Run og margt fleira í boði. Laugardeginum mun ljúka með dansleik á Kaffi 59. Á sunnudaginn verður Leikhópur- inn Lotta með sýningu. Sjómanna- guðsþjónusta verður í Grundar- fjarðarkirkju, Runólfur Guðmunds- son og Sigurjón Halldórsson, fyrr- um skipstjórar, verða heiðraðir fyr- ir störf sín og margt fleira verður í boði. í Snæfellsbæ verður dagskrá alla helgina og hefst hún með skemmti- siglungu á föstudagskvöldinu. í Sjómannagarðinum í Ólafsvík verður grillveisla, hoppukastalar og fleira. Á laugardeginum verður dorgveiðikeppni á Norðurgarði í Ólafsvík. í Rifi verður skemmtun fyrir alla fjölskylduna, kappróður, flekahlaup, þrautakeppni, reiptog og margt fleira. Boðið verður upp á fiskisúpu og hoppukastala. Sjó- mannahóf verður í Klifi um kvöldið þar sem boðið verður upp á mat frá Galito. Sóli Hólm sér um veislu- stjórn og hljómsveitin Bandmenn munu halda uppi stuði fram á nótt. Á sunnudaginn verður sjómanna- messa og sjómenn verða heiðr- aðir. Hátíðardagskrá verður í sjó- mannagörðunum í sveitarfélaginu og Leikhópurinn Lotta verður með sýningu í Tröð kl. 15:30. arg Þyrlubjörgun úr sjó var meðal sýningaratriða á Akranesi á síðasta ári. Ljósm. mm. Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um helgina Svipmynd frá sjómannadeginum í Grundarfirði á síðasta ári. Ljósm. tfk

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.