Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Side 39

Skessuhorn - 29.05.2019, Side 39
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 2019 39 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Sjómenn, til hamingju!VM - Félag vélst jóra og málmtæknimanna óskar s jómönnum og f jö lskyldum þeirra t i l haming ju með daginn V M , F é l a g v é l s t j ó r a o g m á l m t æ k n i m a n n a S J Ó M A N N A D A G U R I N N 2 0 1 9 Arnar og Sigurður Viktor Hallgrímsson með væna þorska sem fengust á línuna á Særifinu núna í janúar. Ljósm. úr safni/ af. „Þá varð ég hræddur“ Aðspurður segir Arnar að í gegn- um tíðina hafi honum gengið vel á sjónum en bætir því við að tvisv- ar hafi staðið tæpt á að illa færi. „Það kviknaði í lítilli strandveiði- trillu sem ég var á úti á miðjum Breiðafirði haustið 2015, Gísla Mó SH. Þá varð ég hræddur,“ seg- ir hann. „Það kviknaði í út frá raf- magnsbreyti. Ég er úti og sé allt í einu reyk koma úr brúnni. Ég fer inn og þá er eldurinn búinn að læsa sig í teppið á veggnum. Ég reyni að finna slökkvitækið en næ því ekki, hendi björgunargallanum aftur á og fer út úr húsinu til að ná andanum. Ég reyni síðan aftur að ná slökkvi- tækinu en kemst ekki inn, því bát- urinn var bara að verða alelda þarna á örfáum mínútum. Ég sá því ekk- ert annað í stöðunni en að drífa mig í björgunargallann og hoppa í sjó- inn. Ég man hvað það kom mér á óvart hversu mikill eldsmatur er í þessum litlu plastbátum,“ segir Arn- ar. „Ég nefndi bátinn eftir afa mín- um. Eftir að þetta gerðist var mér sagt að maður ætti aldrei að nefna bát í höfuðið á lifandi manni,“ bæt- ir hann við. Tuttugu metra öldur Áður hafði Arnar lent í öðrum sjáv- arháska, þegar hann var skipstjóri á Tryggva Eðvarðs árið 2011. „Þá höfðum við verið á veiðum úti fyr- ir Hornströndum. Það var leiðin- legt veður og spáin vond. Við vor- um á heimleið og dálítið í kapp- hlaupi við tímann að vera á undan veðrinu. En það var aðeins fyrr á ferðinni en búist var við. Þegar við komum fyrir Straumnesið lendum við í mesta sjó sem ég hef lent í á ævinni, 20 metra öldum svo ég hef aldrei séð annað eins,“ segir hann. „Ein aldan tekur okkur og báturinn hallar örugglega svona 60 gráður. Aldan byrjar að brotna. Fyrir fram- an okkur blasir ekkert við nema sjór og fyrir aftan okkur sést bara til himins. „Ég ætla að gefa allt í botn, ekki horfa aftur fyrir ykkur,“ sagði ég við strákana. Ég setti allt í botn og fyrir eitthvað kraftaverk lenti brotið ekki á okkur. Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Við hefðum aldrei átt séns, enda héldum við allir að þetta væri okk- ar síðasta,“ segir Arnar. Heldur ótrauður áfram Hvorki bruninn né sjávarhásk- inn við Straumnes urðu þó til þess að gera Arnar eða áhöfnina sem þá var á Tryggva Eðvarðs afhuga sjómennskunni. „Strákarnir sem voru með mér um borð eru ennþá á sjó í dag og ég líka. Sjálfur tók ég þann pól í hæðina að drífa mig bara sem fyrst aftur á sjóinn, bæði eftir óveðrið og eins þegar bát- urinn brann. Mér finnst bara svo ótrúlega gaman á sjónum að ég hugsa ekki um þetta þegar ég er úti á sjó í dag,“ segir Arnar. „Ég held ótrauður áfram á sjónum, enda vildi ég ekki hafa það öðru- vísi. Þegar ég er ekki að róa þá reyni ég að vera systur minni inn- an handar á veitingastaðnum. Hún ber hitann og þungan af daglegum rekstri en maður aðstoðar eins og hægt er. Það hefur verið virkilega gaman að koma að því, prófa eitt- hvað nýtt meðfram sjómennsk- unni, þó hún sé alltaf skemmtileg- ust,“ segir Arnar Laxdal að end- ingu. kgk Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2019 kemur út nú í vik- unni. Efnið er af ýms- um toga eins og áður og byrjar á ávarpi sjávarútvegsráðherra og hugvekju Kristn- ýjar Rósar Gústafs- dóttur. Þá er viðtal við Örn Hjörleifs- son fyrrverandi skip- stjóra og útgerðar- mann á Hellissandi. Örn hefur frá mörgu að segja en hann var á bátum frá Akranesi á sínum yngri árum áður en hann fluttist vestur. Hann var skipstjóri á bæði Hamrasvan SH og Tjald SH frá Rifi og fiskaði vel. Seinna átti hann svo Báru SH 27 með sonum sínum tveimur. Grein er frá Kristjáni Lárents- ínussyni fyrrverandi skipstjóra í Stykkishólmi um líf og störf en hann átti ásamt fleirum báta með nafninu Ársæll SH 88. Kristján er líka mjög góður söngvari og er m.a. í karlakórnum Kára. Þá er mjög áhugavert það sem kemur frá Ög- mundi Runólfssyni en hann skrif- ar um eigendur vörubíla í Ólafsvík frá upphafi og einnig fylgir fjöldi mynda. Líka segir Ingi Hans Jóns- son frá fyrsta vörubílnum í Ólafs- vík. Fjölmargir áttu vörubíla sem þeir notuðu sér til atvinnusköpun- ar ss vegagerðar, fiskflutninga og fleira. Mikill fróðleikur er í grein sem kemur frá Agli Þórðarsyni um upp- byggingu lór- an-A leiðsögu- kerfisins sem Bandaríkjamenn byggðu upp og hófu notkun á í seinna stríðinu. Gunnar Krist- jánsson í Grund- arfirði skrifar fróðlega grein um bátinn Gnýf- ara SH 8 en hann var gerður út í langan tíma út frá Grundarfirði. Við- tal er við Magnús Höskuldsson sjó- mann í Ólafsvík og segir hann frá sinni sjómennsku og m.a. frá miklu óveðri sem hann lenti í er hann var sjómaður á togaranum Snæfelli SH á Flæmska hattinum 1996. Þá er líka viðtal við Sölva Fannar Jó- hannsson fv. sjómann og flugstjóra hjá WOW um veru sína þar áður en yfir lauk. Árni Birgisson Ólsari og togarasjómaður sem býr í Ála- sundi í Noregi sendir áhugaverða grein og myndir í blaðið. Þá eru ýmsar fleiri greinar og myndir. Blaðið er 92 síður og allt í lit. Sjómannadagsblað Snæfellsbæj- ar er brotið um og prentað í Prent- smiðjunni Steinprent Ólafsvík. Ritstjóri er Pétur Steinar Jóhanns- son. Fyrir þá sem búa á suðvestur horninu verður blaðið til sölu hjá Gleraugna Pétri á Garðatorgi 4a í Garðabæ og á Bókakaffi, Norður- bakka 1 Hafnarfirði. -fréttatilkynning Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2019

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.