Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Side 8

Skessuhorn - 29.05.2019, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 20198 Um flutning lif­ andi jórturdýra yfir varnarlínur LANDIÐ: Matvælastofnun vekur í tilkynningu athygli á að strangar reglur gilda um flutning á lifandi jórturdýr- um, tækjum og ýmsum varn- ingi yfir varnarlínur. „Óheim- ilt er að flytja sauðfé til lífs yfir varnarlínur, nema þegar um er að ræða endurnýjun bústofns vegna niðurskurðar af völdum sjúkdóma og/eða vegna bú- háttabreytinga og þá einung- is með leyfi frá MAST. Sleppi sauðfé yfir varnarlínur skal því slátrað. Óheimilt er að sam- eina hjarðir innan sýktra varn- arhólfa nema með leyfi Mat- vælastofnunar. Nautgripi og geitur má aðeins flytja til lífs yfir varnarlínur hafi farið fram sérstök rannsókn á heilbrigði þeirra.“ -mm Aflatölur fyrir Vesturland 18.­24. maí. Tölur (í kílóum) frá Fiski­ stofu: Akranes: 24 bátar. Heildarlöndun: 48.540 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 5.714 kg í tveimur róðrum. Arnarstapi: 32 bátar. Heildarlöndun: 148.721 kg. Mestur afli: Bárður SH: 58.029 kg í sjö löndunum. Grundarfjörður: 23 bátar. Heildarlöndun: 248.140 kg. Mestur afli: Hringur SH: 66.582 kg í einni löndum. Ólafsvík: 47 bátar. Heildarlöndun: 518.003 kg. Mestur afli: Guðmundur Jensson SH: 60.276 kg í þrem- ur róðrum. Rif: 35 bátar. Heildarlöndun: 569.170 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 102.332 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur: 23 bátar. Heildarlöndun: 45.382 kg. Mestur afli: Hafsvala BA: 6.053 kg í fjórum róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH ­ GRU: 66.582 kg. 21. maí. 2. Rifsnes SH ­ RIF: 65.330 kg. 19. maí. 3. Sigurborg SH ­ GRU: 53.864 kg. 21. maí. 4. Farsæll SH ­ GRU: 46.308 kg. 19. maí. 5. Helgi SH ­ GRU: 45.234 kg. 20. maí. Með sjómannadagskveðju! -kgk Undanfarin fjögur ár hefur Mat- vælastofnun, í samvinnu við at- vinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið, utanríkisráðuneytið og sendiráð íslands í Kína, unnið að öflun leyfis til útflutnings á lamba- kjöti frá íslandi til Kína. Síðastlið- ið haust var undirritaður samning- ur milli íslands og Kína um skil- yrði, heilbrigðiskröfur og eftirlit vegna útflutningsins. í kjölfarið á því sótti Fjallalamb hf. á Kópaskeri um leyfi fyrir sláturhús, kjötpökk- unarstöð og frystigeymslu fyrir- tækisins til útflutnings á lamba- kjöti til Kína. „Mikilvægustu kröf- ur Kínverja varða riðu. Einung- is má flytja kjöt af lömbum yngri en sex mánaða sem fædd eru og alin á riðulausum svæðum og jafn- framt eiga sláturhús, kjötpökk- unarstöðvar og frystigeymslur að vera á riðulausum svæðum. Fjalla- lamb hf. uppfyllir þessi skilyrði og aðrar kröfur kínverskra yfirvalda og það hefur nú verið sett á opin- beran lista í Kína yfir fyrirtæki sem hafa leyfi til að flytja lambakjöt frá íslandi á Kínamarkað. Útflutning- ur getur hafist í næstu sláturtíð,“ segir í tilkynningu frá Matvæla- stofnun. mm/ Ljósm. Verkal.f. Framsýn. Þegar ekið er um þjóðveginn und- ir Eyjafjöllum á Suðurlandi blas- ir þessi sjón við vegfarendum. Hundruðir brjóthaldara hefur ver- ið komið fyrir á girðingu við bæ- inn Brekkukot. Þessi hefð að skilja þessi klæði eftir varð til fyrir sjö árum og hefur höldurunum fjölg- að æ síðan eins og sjá má. Þenn- an gjörnin má líkja við þann vana ferðafólks að henda smámynt í laugar á borð við Snorralaug eða gjána á Þingvöllum svo dæmi séu tekin. Sitt sýnist hverjum um þetta, en myndin talar sínu máli. mm/ Ljósm. gó. í gær hélt bæjarstjórn Stykkis- hólmsbæjar íbúafund í Amtsbóka- safninu þar sem til umræðu var kynning á niðurstöðu ráðgjafa- nefndar vegna áhuga á rannsókn- ar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi. Hugmynd- ir og áform um þörungavinnslu í Stykkishólmi hafa verið til umræðu og meðferðar hjá stjórnendum bæj- arins um nokkurra ára skeið. „Um er að ræða hugmyndir að nýtingu auðlinda Breiðafjarðar og atvinnu- uppbyggingu í Stykkishólmi, nán- ar tiltekið nýtingu þangs í Breiða- firði, þar sem hugmyndir um sjálf- bæra nýtingu auðlinda fjarðarins hefur verið grundvöllur samtals við þau fyrirtæki sem sýnt hafa verk- efninu áhuga,“ sagði Jakob Björg- vin Jakobsson bæjarstjóri á þegar hann kynnti fyrirhugaðan fund á vef Stykkishólmsbæjar. Tvö fyrirtæki hafa farið þess á leit við bæjarstjórn að hafist verði handa við formlega skipulagningu atvinnusvæðis fyrir þörungavinnslu; annars vegar kanadíska fyrirtæk- ið Acadian Seaplants Ltd. og hins vegar íslenska kalkþörungafélagið ehf., sem er í írskri eigu. Skipuð var ráðgjafanefnd vegna áhuga á rann- sóknar-, vinnslu og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi í desember. Var henni ætlað að fara yfir og meta fyrirliggjandi gögn varðandi fyrir- hugaða starfsemi, leggja mat á kosti hennar og galla og fjárhagsleg- an ávinning bæjarins ef af verður. Einnig var henni falið að útfæra til- lögur að viðmiðum Stykkishólms- bæjar í áframhaldandi viðræðum, leggja fram tillögu að staðsetningu starfseminnar og hugsanlegum skipulagsbreytingum. Nefndin hef- ur lokið störfum og skilað greina- gerð til bæjarstjórnar. Á íbúafundinum í gær stóð til að bæjarstjóri færi lauslega yfir að- draganda og framvindu í tengslum við áform um þangvinnslu í Stykk- ishólmi og þá kynnti Halldór Árna- son, formaður ráðgjafanefndarinn- ar, niðurstöðu skýrslu nefndarinn- ar. Fundurinn stóð enn yfir þegar Skessuhorn fór í prentun. kgk íbúar á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi fengu góða heim- sókn um þarsíðustu helgi, beint úr sauðburðinum, en um árvissan við- burð er að ræða. Harpa Eiríksdótt- ir, bóndi á Gríshóli, setti upp stíu í garðinum við dvalarheimilið og flutti þangað ær og lömb. „Það vakti mikla lukku hjá okkur að komast í námunda við sveitina,“ segir á Fa- cebook-síðu dvalarheimilisins, þar sem Hörpu voru jafnframt færðar kærar þakkir fyrir heimsóknina. kgk Haldarar í hundraðatali Fjallalamb má selja dilkakjöt til Kína Ær og lömb í stíu í garðinum við dvalarheimilið. Ljósm. fengin af Facebook-síðu Dval- arheimilisins í Stykkishólmi. Sauðburður á dvalarheimilinu Íbúafundur um þörungavinnslu

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.