Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1981, Page 25

Hugur og hönd - 01.06.1981, Page 25
Gunnlaugur SE Briem: höfðaletur íslensku stafirnir sem enginn kemst fram úr Fallega skorið trafakefli frá 1705 með sex lína áletrun. Eins og mest af öðru skrauti var höfðaletur fremur kvenna megin í þjóðfélaginu. Þjms 158. íslendingar nota skrautletur sem enga hliðstæðu á sér meðal annarra þjóða. Það er torlesiðjafnvel þegar best lætur, frekar seinunnið og snúið í tilbúningi. Sumir þeirra sem skáru út áletranir hljóta að hafa haft sérstaka skemmtun af að reka lesendurnaá stampinn. Höfðaletur sýnist hafa þróast af slysni og tilviljunum úr gotnesku miðaldaletri. Við höfum notað það óslitið í fjögur hundruð ár og meira nú á dögum en nokkru sinni fyrr. I þjóðernisstolti okkar kringum alþingishátíðina 1930 notuðum við það á frímerki og höfðum rúnir í skýringartextum. Því miðureru slíkar dásemdir ekki endingargóðar. Tréskurðarskraut Oftast var höfðaletur skorið í tré en stundum grafið í málm. Sum form voru smíðajárnunum eiginlegri en önnur og með tímanum hafði cfnið og tækin mikil áhrif á þróunarstefnuna. Leifar eldri stílgerðar nrynda flókið skraut á yfirborði stafanna. Meira að segjaorðabilin eru prýdd. Brugðningsverk var oft notað í áletrunum. Sums staðar teygðist nrikið úr þverendum og stafkrókum; stundum breiðir laufskrúð úr sér. Óvenjulegir stafir sem illmögulegt er að feðra voru auðfúsugestir. Þetta var vaðalsverk. ■ 4 < :• í^;)ó 1 n :ur'K* cá gl W I B '' ¥ Lifcll fdj'i'ií » fj f* J . L 1 1 kl « 1 Höfðaletur á þjóðhátíðarfrímerkjunum 1930 olli miklum vangaveltum meðal erlendra frímerkjasafnara. HUGUR OG HÖND 25

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.